Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 8
240 LESBÓK moröunblaðsiNs Þessi flugmynd er af skipi, sem strandaði við strendur Ástralíu (í Botanyflóa í Nýja-Suður- Wales). Skipið klofnaði í tvent í hinu mikla hafróti. Ein miljón. Oft er talað um miljón í dag- legu tali, án þess menn geri sjer fvllilega grein fj'rir því hve upp- hæðin er há.Með nokkrum dæmuni er hægt að gera sjer grein fyrir þessu. Ef maður er spurður, live gilt eitt höfuðhár manns yrði, ef það yrði miljón sinnum gildara en það er, þá myndu margir álíta að það yrði eins og gildasti trjástofn, til dæmis. En það nær skamt. Hárið, sem yrði margfaldað að gildleika með miljón yrði 100 metrar í þver- mál. Hve lengi skyldu menn vera að telja upp að miljón? Það tekur alt að því mánuð, með 10 klst. vinnu á dag, ef tala er nefnd á hverri sekúndu. Miljón dagar eru 27 aldir. — Svo það eru innan við 400 þúsund dagar síðan Ingólfur gamli Arn- arson kom og settist að hjer í Revkjavík. Ef maður gæti stækkað fiski- flugu miljón sinnum, þá yrði hún 7 kílómetra langur risi. En svo er liægt að líta á milj- ónina frá öðrum sjónarhól. Þegar t. d. farið er að virða fyrir sjer líkama mannsins og öll þau undur sem hann hefir að geyma, fer lítið fyrir miljónunum. T. d. eru rauð blóðkorn svo miljónum skiftir í þeirri ögn af blóði, sem kemst fyrir í örstuttum æðarspotta. Og í nokkrum vatnsdropum eru oft smáverur miljónum saman. En sellurnar eða frumurnar í líkama manns skifta hundruðum miljóna. Ljóðmæli Matthíasar. FRH. AF BLS. 287. neinn minnast á bókina nema Jónas Jónsson frá Hriflu. En hann gerði það svo rækilega, fjiir- ngt og skemtilega, að unun vav að. Það var, í stuttu máli sagt, ein hinna allra snjöllustu ritgerða um skáldskap Mattliíasar, og hefði hanu, engu síður en Jackson, átt skilið meistaranafnbót fyrir. Jeg vil treysta því, að hiuir afar mörgu dáendur og vinir Matthíasarljóða í landi voru, sýni Magnúsi þakklæti sitt með því. að stuðla eftir megni að útbreiðslu bókarinnar, svo að hann megi úr býtum bera maklegan ágóða ó- maks síns og framtaksemi, en ekki fjárhagslegt tap^ Steingrímur Matthíasson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.