Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 Ljóðmæli Matthíasar. sjerstök töiusett eintök, á vand- aðri pappír en hin og: innbundin í skrautband, og verðlagði þau á kr. 150.00 hvert. Og fyrir vin- sældir föður okkar og Magnúsar sjálfs, tókst honum, að fá góða menn og ýins bokasöfn til að kaupa góðan hluta af þessum dýru eintökum og styrkja með því Eftir Steingrím Matthíasson Sá, sem sjer þessa nýju útgáfu I.jóðmæli Matthíasar Joch- umssonar. Útgefandi Magn- ús Matthíasson. Beykjavík 1936. ngin jólagjöf, sem jeg hefi fengið um dágana, hefir nokkurn tíma verið mjer kær- komnari, en skrautútgáfan af ljóð- mælum föður míns, sem Magnús bróðir minn sendi mjer á jólun- um í vetur. Af mikilli rausn hefir liann, svo að segja í einum rvkk, komið þess- ari nýju útgáfu á markaðinn, al- gerlega á sinn eiginn kostnað, og vandað til hennar af mestu smekk- vísi. Sjálfur verð jeg að játa, að jeg hafði gugnað, og sömuleiðis þeir bókaútgefendur, er jeg liafði snúið mjer til, vegna þess hve fyrirtækið sýndist áhættumikið. Við gátum ekki hugsað okkur út- gáfu allra ljóðanna nema í mörg- um stórum og dýrum bindum. Og bvenær gæti almenningur keypt upplag af slíku bókasafni? Magn- ús leysti spursmálið á óvæntan hátt en einfaldan. Hann koin öll- um Ijóðunum fyrir w einu bindi. Með ágætri aðstoð Þorsteins Gísla- sonar ritstjóra tókst honum, að koma þessu í kring á tveimur mánuðum og munu fleiri en jeg hafa dáðst að röggseminni og góð- um vinnubrögðum. En vissulega eiga prentararnir í Isafoldarprent- smiðju sinn góða hluta af þakk- lætinu fyrir. í þessari nýju útgáfu eru saman komin öll sjerstæð kvæði Matthías- ar, sem vitað er að hann hafi ort eða þýtt. í einu handhægu biiidi, sem aðeins er rúmur þumlungur að þykt, er alt samankomið, sem var í Östlundsútgáfunni (en hún var í 5 bindum og hvert. þeirra um 300 bls.), og svo að auki mikið og nýtt kvæðasafn, sem út af fyr- ir sig mundi fýlla 3 bindi á við Östlundsbindin. Matthíasarljóða í búðarglugga, eða handleikur haua, mun í fljótu bragði alls ekki trúa því, að þar sjeu samankomin öll ljóð Matthí- asar, heldur mun hann ímynda sjer, að hjer sje aðeins um nýtt úrvaj að ræða. En sannleikurinn er, að þetta eina bindi, samsvarar nýrri Ostlupdsútgáfu í 8 bindum, með samtals 2400 blaðsíðum. Iljer er á 968 blaðsíðum öllu hinu mikla efni komið fyrir, og hefir það lánast með því, að letrið er hæfilega smátt, prentið nokkuð jijett og pappírinn þunnur, en jió góður og sterkur. Og ennfremur er plássið notað vel með því, að kvæðunum hefir víðast verið tví- raðað,, en sumstaðar þríraðað á hverri síðu. Þetta fyrirkomujag er tel-cið upp eftir enskum sið, sem margir munu kannast við, bæði af ensk- uin biblíum og ljóðabókum enskra og amerískra skálda. Þegar athugað er þetta form bókarinnar og alt efnið, sem lnin geymir, þá er það hin mesta furða hve ljóðabók jiessi er lódýr í sam- anburði við allar aðrar Ijóðabæk- ur íslenskar. Munurinn er svo geysilega mikill, að ef tiltölulega sama verð væri sett á Matthíasar- Ijóðin eins og ljóðmæli sumra ann- ara skálda yrði jiað að vera kr. 120.00 eða nálægt því, og mundi það þykja dýrt, án þess þó að vera það í rauin rjettri. Magnúsi var áhugamál, að sem flestum yrði kleyft að kaupa bókina og verðlagði hana því eins lágt og honum var unt, það er á krón- ur 30.00 eintakið í vönduðp bandi. En til þess að kljúfa kostnaðinn, jirátt fyrir lágt verð, tók hann það ráð, að gefa iit heildarútgáfuna svo að hún gæti borið sig. Og það mundi hún nú vafalaust gera ef salan gengi fljótt og vel. (Upplagið er 2000 eintök alls). En því miður má fremur óttast liitt, að salan gangi seint og verði þá gróðilm sein- tekinn, eða stórtap á öllu, og væri sárt að vita að svo yrði. * Þar sem jeg hefi átt allmikinn jiátt í aðdráttum til jiessarar heild- arútgáfu kvæðanna, er mjer skylt í jiessu sambandi, að greina nokk- uð frá því starfi. Það eru nú rúm 15 ár síðau, að jeg byrjaði að safnar brjefum föður míns og um leið þeim mörgu kvæðum, sem voru dreifð hjer og þar í fórum ýmsra manna. En árið 1927 herti jeg á leitinni með því, að auglýsa í blöðum, aftur og aftur, eftir þessum gögnum, til væntanlegrar útgáfu síðar. Heimt- ur urðu dræmar og lielst með tals- verðum eftirgangsmunum. Hins vegar spurði jeg uppi margt gott hjá hinum og þessum frændum og fornvinum föður míns og fór j)á þar á vettvang, sem fjársjóði var að finna, ef {>eir ekki bárust mjer upp í hendur. Jeg skrifaði j)á upp kvæðin eða ljet afrita brjefin, ef jeg fekk þan ekki frumrituð. Sumir lágu á þessu eins og ormar á gulli og jeg sann- færðist aftur og aftur um að lítið gagnaði að auglýsa eftir slíkum skjölum. Menn gefa því varla gaum, og sumir kæra sig kollótta og nenna ekki að leita í skúffum eða í koffortum, iunan um rusl af sendibrjefum og andstyggileg- um reikningum, stundum uppi á hanabjálkalofti. En með því að koma sjálfur, tókst mjer að setja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.