Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1938, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1938, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSÍNS 147 Siglingaíþróttin t'J’ður sjer injög til rúms erlendis og jafnvel ungu stúlkurnar sumar hverjar taka þessa íþrótt fram yfir aðrar. Sæmundi væri jafngott þó að hann vöknaði fyrir frekju sína og ofsa, en það væri verra ef hann dræpi Bleik með sjer. Þá bar nú, undan straumi, ofán með skörinni og þreif Konráð kaðal úr ferj- unni og fór nteð hann fram á skörina, en sagði piltinum að halda fast í endann. þannig gat hami uáð Sæmundi og bjargað honunt á land, eu svo var honum fylgt heim ■ að Völlutn. Þá fór Konráð á fer.j- unui að* svipast að Bleik, en klár- iun reyndi alstaðar að komast upp á skörina, en alt að árangurslausu. Hann náði nú í taum hans og festi við ferjuna og komst loks tneð hann upp í lítið vik, niðnr undan Miðgrund. Þar komst Bleik- ur á land og settist Konráð. jafn- skjótt á hann og hleypti honum heim að Völlum, svo að hann yrði ekki innkulsa, því að hrollur var kominn i klárinn. Sæmundur gisti 3 nætur á Völlum og rann aldrei af honum. og þaðan fór hann ekki fyrr en húsfreyjan sagði hon um, að þar væri alt brennivín þrotið. Þegar Sæmundur eltist, gengu efni hans mjög úr sjer, svo að lann varð að selja jarðir sínar. Síðast var svo komið, að hann varð að selja Víðimýri, sem var föðurlevfð hans. Þá átti hann samt eftír eina jörð af öllum þeim mikla auði, sem hann liafði erft eftir foreldra sína, en það voru Æsustaðir í Langadal og þangað flutti Sæmundur og bjó ,þar, það sem eftir var af æfi hans. — Þó að hann væri nú orðinn gamall, verður samt sögð af honum saga, eftir að hann fluttist vestur í Húnavatnssýslu, sem ber vott um frækni hans og vaskleík. Það var á nýjársdag 1782, að rnessað hafði verið í Bólstaðar- hlíð og voru margir við kirkjti- Þegar riðið var frá kirkjunni, voru margir saman í hóp, þ. á. m. bræðurnir frá Mjóadal, Ólafur og Björn Arasynir og svo Sæmundur gamli á Æsustöðum, en þláka var og hvassviðri. Þegar þeir riðu frama.rlega í Æsustaðaskriðu ná- lægt Blöndu, misti Ólafur í Mjóa- dal vetling sinn út á ísinn á ánni. Hanu hljóp út á h4l0it ísinn og ætlaði að ná vetlingnum, pn sjn’ik aði fótur og ranu ofan í vök, sem var þar nærri. Hyldýpi var þarna og harður straumur, svo að Ólaf bar þegar undir ísskörina. Þegar Björn bróðir hans sá þetta ætlaði hann að hlaupa á eftir honum, en það hefði orðið honum vís bani, því að enginn möguleiki var til þess að ná Ólafi. — Þetta sá Sæ- mundur gamli og greip hann því Björn og hjelt honum, svo að hann gat ekki slitið sig af honnm. og var hann þó hraustmenni. Þetta þótti vel gjört af Sæmundi, þar sem hann var bæði orðinn gamall og farinn mjög að hrörna. Ólafur í Mjóadal druknaði þarna og fanst lík hans ekki fvr en ísa leysti um vorið. Það fanst skamt frá Æsustöðum og var höfuðlaust, en svo fanst höfuðið rekið á öðr- um stað skömmu síðar. Tveimur árum eftir að þetta gjörðist, eða 1784, dó svo Sæ- mundur gamli og var þá nærri átt ræðu og var hann jarðaður í Ból- staðarhlíð. Ekkja hans, Sesselía. sem var 3. kona hans, gaf svo svo síra Birni Jónssyni í Bólstað arhlíð. jörðina Æsustaði, flutti til hans og dó þar. Um þessar mundir er vísinda- leiðangur, undir stjórn prófessors H. Vinall, á leið irá London til Rauðahafsins. Hlutverk leiðangurs er að veiða sjerstaka fisktegund. sem er í Rauðahafinu. Fiskur þessi er svo styggur að ekki er hægt að veiða hann, í venjuleg net úr garni. Varð þyí að riða sjerstök net handa vísindamönnunum úr kvenmannshári. , ★ — Hefir þú sakiiað mín á með- an jeg var fjarverandi, elskan? — Hefir þú verið fjarverandi?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.