Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Page 7
LESBÓK MORGHJNBLAÐSINS 231 smasaga Hálía pappírsörkin Síðasta vagnhlassið var farið. Leiwjandinn í húsinu — ung- ur maður með sorgarband um hatt- inn — gekk ennþá einu sinni í gegnum húsið, til þess að líta eftir, hvort hann hefði gleymt nokkru. — Nei, hann hafði engu gleymt — hreint engu — og svo gekk hann út í ganginn með þeim fasta ásetningi, að hugsa aldrei meira um, hvað hann hefði reynt í þessu húsi. — En sjáum til — í ganginum inni við símann var hálf pappírsörk fest upp, og hún var útskrifuð með mörgum rithöndum, sumt greinilega með bleki, annað rissað með blýanti. Þar stóð hún — þessi fagra saga, em geymdi mynd af síðastliðnum. tveimur ár um; — alt sem hann vildi gleyma stóð þar; einn þáttur mannlífsins á hálfri pappírsörk. Hann gekk nær örkinni; það var gulur risspappír, sem lýsti í myrkrinu. Hann lagði hana ofan á borðstofuofninn, hallaði sjer á fram og las. Fyrst stóð nafnið hennar: Alice, hið fegursta nafn, sem hann þekti af því að það var nafn unnustu hans. Og númerið —1511. Það leit næstum út eins og sálmanúmer í kirkjunni. Þar næst stóð: Bankinn. Þar lá at- vinna hans, sem síðar varð grund völlur heimilis hans og giftingar. En það var strikað út, því bankinn hafði orðið gjaldþrota, en hann fekk atvinnu við annan banka með mikilli fyrirhöfn. Svo kom það: Blómstursalinn og Ökumaðurinn. Það var trúlof- unin, þegar hann hafði fulla vas ana af peningum. Þá kemur: Húsgagnakaupmað- urinn, veggskreytarinn: Hann stofnar heimili. Flutningsmennirn ir: Þau flytja inn. Hljómleikaskrifstofan: 5050. Þau eru nýgift og ganga til hljóm- leika á sunnudögum. Þar eru þeirra unaðsstundir, þegar þau sitja þögul og mætast í fegurðinni og samræminu í æfintýralandinu bak við teppið. Hjer fylgir einnig mannsnafn, sem er útstrikað. Það var vinur, sem komst til valda, en var ekki hamingjusamur og fjell, var ó- hjálpandi, og varð að fara langt burtu. Ekki gekk það nú betur! Iljer virðist einhver breyting verða á lífi ungu hjónanna. Þar stendur blýantsskrift skrifuð með kvenhönd: „FriV'. — Hvaða frú ? — Jú, það er hún í stóru káp- unni með vinalega hlutteknings andlitið, sem kemur svo hljóðlega, og gengur aldrei í gegnum borð- stofuna, án þess að hún taki ekki krók á leið sína og komi í svefn- herbergið. Undir nafni hennar stendur læknir L. — í fyrsta skifti sjest þar nafn á ættingja. Þar stendur; „Mamma“. Það er tengdamamma, sem dvelur langvistum þögul fyr- ir innan, til þess að trufla ekki hin nýgiftu hjón, en sem kallað er á í neyðinni, og kemur glöð er þess þarf með. Hjer byrjar aftur bæði blátt og rautt riss. Ráðningastofan; vinnu stúlkan er flutt burt, eða önnur ný á að vistast. Lyfjabúðin. Hm! Það dimmir. Mjólkurbúið. Hjer fæst hreinsuð mjólk, laus við berkla. Kryddmangarinn, slátrarinn o. s. frv. Húsið fær sínar þarfir gegnum símann. Þá er húsmóðirin ekki lengur í sæti sínu. Nei, því hún liggur í rúminu. Það, sem fylgdi hjer á eftir, gat hann ekki lesið, því honum sortnaði fyrir augum, líkt og druknandi manni úti á hafi, er hann reynir að horfa í gegnum salt vatnið. En þarna stendur: Greftrunarskrifstofan. Það segir nóg. — Ein stærri, önnur minni, undanskilið kista, Og í svigum stóð: Úr dnfti. Svo stóð þar ekki meira. Dufti endaði það með; og það gerir það líka. En maðurinn tók pappírsörkina, kysti hana og ljet hana í brjóst- vasa sinn. A tveimur mínútum hafði hann lifað upp tvö ár af æfi sinni. Hann var ekki álútur, er hann gekk út; þvert á móti bar hann höfuðið hátt, eins og hamingju- samur og öruggur maður, því hann fann, að hann átti það feg- ursta. Og hve margir eru ekki þeir vesalingar, sem aldrei hljóta ])að! Eiríkur Sigurðsson þýddi úr sænsku. Um þessar mundir skiftir hinn þekti sænski banki Skandinaviska Kreditaktiebolaget um nafn og skal kallast í framtíðinni Skand inaviska bankæn. Það hefir verið áætlað, eftir því sem sænsk blöð herma, að kostnaður við nafn- breytinguna muni verða hálf milj. króna. ★ Ameríski flugkappinn Charles Lindbergh varð eins og menn muna að flýja land sitt fyrir hálfu þriðja ári vegna hótana um rán á börnum sínum. Síðan hefir hann búið í litlum bæ á Englandi. Nú nýlega hefir hann fengið nýtt hót- unarbrjef um að báðum börnum hans verði rænt ef hann hugsi tii þess að flytja aftur til Ameríku. ★ Yið Eyrarsund Danmerkurmeg- in var nú á dögunum saknað 6 kúa og fundust þær ekki þó vel væri leitað. Þær fundust daginn eftir hinum megin við sundið, í Svíþjóð, lágu þar í fjörunni, all- ar dauðar. Ekki er vitað hvort þær hafa komist lifandi yfir eða hvort þær hafa druknað á leið- inni og straumurinn síðan borið þær, en þetta mun vera sjaldgæf- ur reki á fjörum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.