Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 4
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um fru Kdtrínu Einarsdóttur, móð- ur Einars skdlds Benediktssonar. 1 blaði á Akureyri birtist einu sinni nafnlaust kvæði, sem ort var til Friðriks' Jónssonar bónda á Ytri-Bakka. er hann sraf sveitungum sínum heilan hval. Þetta kvæði er eftir Katrínu, móð- ur Einars skálds Benediktssonar. Frúin játaði fyrir mjer, að hún væri höfundur kvæðisins. Af því að ekki mun annað kvæð- iskorn vera til eftir þessa flug- gáfuðu, mælskukonu, þykii- rjett að halda því á lofti, enda svo vel kveðið, að það þolir dagsbirtuna. Kvæðið sannar það sem Einar segir um móður sína: „Þú prafst mjer þinn sreng og boga“. Kona hefir sagt mjer, að móðir sín hafi verið á Bakka þeprar þetta gerðist. Og hafi hún soðið hval handa ferðamönnum meðan á hval- skurði og útbýtingu hans stóð, til saðningar mönnum sem sóttu á hvalfjöruna. Má af þessu sjá að hjónin á Bakka voru hugulsöm og nærgæt- in, eigi síður en höfðinglynd. Þessi meðferð Friðriks á hvaln- um er fögur til frásagnar, og vegur vel á móti ýmsum hvalrek- um, sem úlfúð og jafnvel mála- ferli risu útaf. Lítill bær á blásnum hóli stendur, bóndinn heylaus ýtir fje um lend- ur. Fölleit finst þar beðja, fátt mun hugann gleðja. Brauðið vantar, börnin ung að seðja. Ilarðnar veður, hjörðin þyrfti skýli, hnípinn bóndi, líka kemst að býli. Ondin eymdum þjáða ekkert veit til ráða, andvarp sendir upp til föður náða. Bær er einn á bakka nærri sænum, bygging prúð þar lýsir efnum vænum Búsæld, blessun lýða byggir garðinn fríða, als er gnægð, þó bresti veðurblíða. Bólgin hrönu, með hafis ryðst að sandi, hrekur hvali tvo, að Bakkalandi. Brá við bóndi valinn. oesti drengur talinn. Sveitarsnauðum sendir annan hval- inn. Konungslund í barmi bóndinn hef- ur, bragna' ei neinn svo stórmannlega gefur. Drottinn þekti drenginn, dýra rjetti fenginn honum, sem að aumur gleymdist enginn. Sæll ert þú, er safnar liimins auði, sæll ert þú, er snauðan gæddir brauði. Svangir saðning hlakka, senda kvakið þakka. Drottinn launi, Friðrik bónda í Bakka. l’r því að jeg hefi nú leitt Katr- ínu fram á sjónarsviðið, vil jeg fara um hana fáeinum orðum til fróðleiks og gamans. ■ Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari á Akureyri, getur þess einhversstaðar á prenti, að frú Katrín hafi talað „mjallhreina“ íslensku. Þetta kvæði sannar ekki út af fvrir sig þá umsögn, þó síðasta vísan einkanlega sje allvel gerð. Jeg kyntist frú Katrínu, og hlýddi á málsnild hennar; sem var fólgin að sumu leyti í tónlistar- kynjuðum áherslum. Hún hafði að vísu orðaval á hraðbergi, og ekki vantaði hana gáfurnar til að und- irbyggja orðavalið. Katrín talaði gott alþýðumál, en var að sjálfsögðu ólærð í mál- fræði. Hún gat verið mjög neyð- arleg í orðum, sem svo er kallað, án þess að vera stórorð. Jeg ætla nú að nefna dæmi þess í samhengi við kvæðið, og læt hana sjálfa segja frá: „Þegar þetta kvæði kom út í blaði á Akureyri. mætti jeg iun- an veggja N. N. borgara í bænutn, sem var áleitinn maður og háðsk- ur, en ekki vel viti borinn. Hann segir við mig: „Jeg trúi að þjer sjeuð farnar að yrkja í blöðin, lof- kvæði um Friðrik á Bakka“. Jeg þóttist kenna háðkeim í röddinni. Nvi var það svo um Friðrik, að þó hann væri höfðingi, þótt.i hann kvenhollur og skildist mjer svo að borgarinn væri að stinga að rnjer sneið“. „Ekki hafið ])jer, frú Katrín, orðið orðlaus?“, tnælti jeg. Hún svaraði: „Aðvitað reyndi jeg að bera hönd fyrir höfuð mjer, en þjer vitið, Guðmundur, hvað við kon- urnar erum vanmátta. Jeg mælti: Nei — og hún nefndi nafnið, jeg kann ekki að vrkja; en ef jeg hefði gáfurnar yðar — þá — skyldi jeg yrkja kvæði“. Málsnild Katrínar var að sumu leyti fólgin í áherslum og hreim- fegurð raddarinnar, og að sumu leyti í orðavali. Þegar jeg kyntist henni var Ein- ar sonur hennar að stíga á bak skáldfáki sínum, og sáu fáeinir menn þá strax að þar var riddari á ferðinni. Meðal annars voru þá komnar út í Dagskrá snildarlegar frásagnir sem „Hörður“ stóð und- ir. T. d. Lax á færi, Utflutningur hesta, ein um óveður sem gekk yfir landið, stuttorðar snildarleg- ar lýsingar, nokkurskonar andleg- ar höggmvndir, íslenslcar eins og stuðlabergið sjálft, skyldar Lón- dröngum og Dyrhólaey. Katrín mintist á þessar ritsiníð- ar sonar síns við mig, og ljet þau orð falla, að Einsi sinn, ætti besta pennann, sem nú væri skrifandi í landinu. Jeg mintist á það við Einar að „Harðar“-sögurnar í Dagskrá, væru vel skrifaðar. Hann mælti þá: „Þú ert svo að segja einn um þann dóm, því allur þorri lesenda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.