Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 1
JHðfjðtmHttisítið 28. tölublað. Sunnudaginn 14. júlí 1940. XV. áxgangur. l»/otit«F)w>Hi»llJ» h.r. Samtal við: SELMU LAGERLÖF að Márbacka Eftirfarandi viðtal E. A. við skáldkonuna birtist í Göte- borgs-Posten nokkru eftir andlát hennar í mars þessa árs. okkru eftir er Fredrik Böök hafði bent á, að „ History of the french revolution“ eftiv Carlyle hefði haft talsverð áhrif á stílinn í „Gústafs sögu Ber- lings“, átti jeg langt samtal við skáldkonuna heima hjá henni að M&rbacka. Skáldkonan var, sem endranær, er maður hitti hana heima, í besta skapi. Fyrsta spurn ingin, sem; jeg beindi nú til henn- ar, var, hvaða bókmentalega kjöl- festu hún hefði haft, er hún ýtti úr vör í byrjun. „Já, við lásum býsnin öll á Már- backa fyrr meir“, sagði hún, „og alls kyns bækur. Jeg man ekki í svipinn, í hvaða röð bækurnar höfðu áhrif á mig. En „Herlæknis sögurnar“ og „Kofi Tómasar frænda“ eftir Beecher-Stowe detta mjer þegar í hug. Við dáðumst að lýsingunum á fjörugu og kviku ungmennunum í bókum frú Al- cotts, svo senr í: „An old fashion- ed girl“. Jeg efast um, að þær hafi í rauninni verið svo ljelegar. Bæk- ur Marlitts gleyptum við í okk- ur jafnóðum og þær komu út, og jeg skammast mín ekkert fyrir að hafa dáðst að kvenskörungunum hennar. Jeg hafði líka mikla á- nægju af að lesa „Greifann af Montc ,Christo“ og fleiri bækúr Dumas gamla. Og jeg get ekki neitað því, að mjer þótti vænt um það hjerna á dögunum, er jeg tók eftir, að Gyldendals forlag gaf út eitthvað eftir hann ásamt öndvegishöldum bókmentanna. — Rit Shakespeare’s lásum við kapp- samlega heima, og einnig rit Walter’s Scott. Byron mátum við líka mikils, einkum dáðist jeg ákaflega að „Don Juan“ eftir hann. Þegar er Viktor Rydberg hafði þýtt „Faust“, náðum við í hann. Ritsafn Schillers var í bóka- safninu okkar, og lásum við þao

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.