Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 4
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hafnarstræti um 1877. Fremst til vinstri núv. Hafnarstræti 16 (sama hús og þá, en bygt ofan á það), næst gamli barnaskólinn (stóð yfir núv. Póst- hússtræti þvert), þá verslunarhús Knudtzons og til hægri fremst pakkhús sömu verslunar, en þar stendur nú hús Eimskipafjelags íslands. Fyrir er.da götunnar Fischersverslun (núv. Ingólfs Apótek). er tekin hjer upp bókun málsins í heild sinni (úr fundargerð 2. júní 1848): „Eftir nánari athugun gat nefndin ekki leyft, að umbeðinn skúr mæt-ti standa framvegis. Slík- ir skúrar, sem fleiri mundu reisa ef þessi væri leyfður, mundu eigi aðeins verða til stórra lýta fyrir götuna. heldur mundu þeir einnig teppa umferð gangandi fólks sunn- an við ræsið í Austurstræti; (þá var aðeins ein gangstjett í Aust- urstræti, surinanvert i götunni og ræsið með fram stjettinni; allur hinn hluti götunnar, norðan við ræsið, var fvrir almenna umferð) þegar norðurhlið götunnar á sumr- in er full af baggahestum, vögn- um og þess háttar, er þar oft nær ófærat gangandi fólki. Yfir vetr- armánuðina mundi skúrinn haga umferðina miklu minna og einnig mundi þá síður bera 4 honum til lýta fyrir götuna. Auk þess lítur nefndin svo á að skúrinn sje eink um nauðsynlegur yfir vetrarmán- uðina til þess að verja hliðardyr eldhússins fvrir snjó og norðan- átt. Beiðandinn var því sammála nefndinni um að taka bæri skúr- inn þegar í stað burtu og eigi setja hann aftur niður fyr en 1. okótber n. k. og þannig yrði einnig að taka hann burt 1. maí næsta ár og fram- vegis árlega taka hann burt og nota hann aðeins yfir vetrarmán- uðina október til apríl, að báðum mánuðu mmeðtöldum". M'álinr vr nú ekki þar með að öllu lokið. — Björn Gunnlaugsson hafði annað ríkar í huga en skúrinn sinn og þarf því engan að furða, þótt fyr- ir kæmi að honum láðist að iosa skúrinn frá tilsettum tíma og urðu því, síðar meir, áminningar nefnd- arinnar til þess, að hinn mikli stærðfræðingur varð fyrir verald- arinnar ónæði. ★ Eins og fyr var um getið, þá var á þessu tímabili samþykt skipulag fyrir heilan bæjarhluta, þ. e. Yesturbæinn, milli Hlíðarhúsa og Framnesvegar. Svæði þetta alt var í Hlíðarhúsalandi, en einmitt um þessar mundir hafði bærinn fengið full umráð yfir þeirri jörð, eftir áratuga rekistefnu. Það er engum vafa bundið, að Árni Thor- steinson, sem þá var hjer bæjar- fógeti og formaður byggingar- nefndar, var upphafsmaður þess máls og hann einn mun hafa sam- ið tillögurnar og gengið fná þeim, þótt svo hjeti, að þær kæmu frá bvggingarnefndinni í heild sinni. Meðal þeirra vandamála, sem þá voru efst á baugi hjer í bæ, var hin erfiða aðstaða tómthúsmanna til bátauppsáturs. Bryggjum og bólvirkjum fjölgaði fyrir miðbæn- um, en við það þrengdist uppsát- ursplássið þar í sandinum. — Tómthúsmenn settust að á víð og dreif utan við bæinn og þessvegna varð sjávargatan löng hjá þeim flestum. Tillögurnar reyna m. a. að leysa þetta vandamál og er það gert með þeim hætti að veita tómt- húsmönnum kost á býlastæðum rjett við Hlíðarhúsasand. Tillög- urnar eru það merkilegar og svo langt á undan sínum tíma, að vert þykir að birta þær hjer í heild sinni. Á fundi byggingarnefndarinnar 21. júní 1866 er bókað um málið á þessa leið: „Var fyrst tekið fyrir eftir þar til gefnu tilefni að skoða Hlíðarhúsalóðina og útvísa þar stæði fyrir gótur. Nefndin ákvað, að Hlíðarhúsavegur- inn (þ. e. núverandi Vesturgata) ætti að lengjast vestur eftir í beinni línu svo langt, sem Hlíðarhúsalóðin nær, nú fyrst um sinn, að stefna vegarins verði hagkvæmust frá Hlíðarhúsum og á milli húss P. Gíslasonar í Ánanaustum og Jakobs Steingrímssonar, Álit þetta styður nefndin einkum við það tvennt, að með þessari stefnu virðist fáanlegt hæfilegt byggingarpláss fyrir neðan veg- inn, þegar við þarf, án þess að of mikið sje tekið af túninu, og að með þessari stefnu verði híegara að lengja veginn á þann hátt, er æskilegur má virðast, svo að hann nái út að Eiðsgranda. Byggingarnefndin álítur að þar eð þessi gata eigi með tímanum að verða aðalvegur fram á Seltjamarnes og bú- ast megi við talsverðri umferð á honum, þá: veiti ekki af, að vegurinn sé af sömu breidd og sá spotti, sem nú er lagður af veginum, eða ca. 7 áln. Hvað þvergötur áhrærir á lóðinni álítur byggingarnefndin, að þá sé í alla staði hentast, að þær sjeu strax mark- aðar niður og fastsettar, svo að byggt verði eftir vissu áformi, því að það geti sparast fyrir bæjarsjóðinn kostnað- ur, sem leiðir af því, að ekki er byggt eftir vissu plani. En býggingarnefndin lætur þess þó getið, að enginn þörf sé til nú strax að leggja þessar þvergötur, þó þær sjeu afmarkaðar, heldur ætti það að bíða þangað til lóðin er nægþleg byggð. Nefndin ályktar tvær þvergötur muni geta nægt frá Hlíðarhúsveginum niður að sjó, hin austari meðfram Hlíð- arhúsabænum vestanvert niður að sjó, og hin ytri fyrir vestan vestasta hjallinn i Mýrarholti. Þessar þvergötur þurfa að vera nokkuð breiðar, svo að bygg- ingarstæðin geti skiptst í stæni heildir sem útilokist frá eldshættu annarsstað- ar frá, en í þessu efni ætlar nefndin sér ekki að taka neina beinlínis ákvörðun nú sem stendur, nje heldur um breidd sjálfra gatnanna. __ Nefndinni kom saman um að fela nefndarmönnunum, bæjarfulltrúa H. Jónssyni og snikkara J. Ásmundssyni að marka götur þessar nákvæmar og einkenna breidd þeirra og stefnu, svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.