Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hversdags tilveru. Þessi óvenjulegi viðburður hafði étt sjer stað fyrir nokkrum vik- um, en var langt frá því að vera gleymdur, og fólkið skemti sjer enn við að tala um hann. Dag nokkurn kom eistneskt skip, „Vesta“ a ðnafni, með flutning til Danzig og Antwerpen, en við það var í sjálfu sjer ekkert undarlegt, enda vakti skipið enga óvenju- Jega athygli, fyr en það kom upp úr kafinu, að skipverjarnir voru 22 kvenmenn. „Skipstýran“ var ung og lagleg útgerðarmanns ekkja frá Reval. Hún átti sjálf skipið, og svo sjaldgæft sem það annars er í Evrópu, hafði hún skipstjórnarrjettindi til langferða. Hún var ljósihærð og bláeygð, dugnaðarleg og einörð í fram- göngu. Hún saagðist stjórna skip- inu sjálf, af sparnaðarlegum á- stæðum, og kjósa miklu fremur að hafa kvenmenn sem skipverja hjá sjer, en karlmenn. Á meðan skipið stóð við í Dan- zig, komst hún í kunningsskap við karlmann, þau urðu ógnar- lega ástangin og opinberuðu trú- lofun sína, svo að ekkert varð úr því, að hún hjeldi ferðinni áfram, en þá var úr vöndu að ráða, skipið þurfti að koma vör- unum á ákvörðunarstaðinn. En þó leitað væri með logandi ljósi í allri Danzig-borg, fanst engin kvenmaður, sem hafði skipstjórnar rjettindi. Loksins var horfið að því ráði, að fela gömlum skipstjóra á sjötugs aldri, skipstjórnina. Svo ljet „Vesta“ úr höfn. En er skipið kom aftur til Danzig. Var ferðasagan í stórum dráttum á þá leið, að til Ant- werpen gekk alt vandræða lítið. Þar fekk „Vesta“ flutning til Rotterdam og svo þaðan fullfermi tii Danz.ig. En af skipverjum var það að segja, að sjö þeirra struku í Rotterdam, og afganginn rak skipstjórinn í land á leiðinni. Svo þegar „Vesta“ kom aftur til Dan- zig“, voru skiipverjarnir venju- legir sjómenn. Þegar eigandi skipsins, hin fyr- verandi „skipstýra" heyrði þetta, skýrði hún skipið upp, og kallaði það „Vesúvíus". S. K. Steindórs, þýddi. Bygginganefnd Reykjavíkur Frh. af bls. 231. næstu áratugi. Árið 1882 er út- mæld lóð undir húsið nr. 2 við Bókhlöðustíg og er ákveðið að húsið skuli liggja í hinni gömlu húsalínu í Ingólfsbrekku. Skömmu fyrir aldamót var Barnaskólanum ákveðinn staður og verður ekki sagt að lega hans komi í bág við þessa fyrirætlun nefndarinnar. En þá voru líka mistökin á næstn grösum. Árið 1898 er útmælt hús- stæði við neðra horn Laufásvegar og Bókhlöðustíg, einmitt á þeini stað, sem byggingarnefndin hafði friðað. Og furðulegast er það við þessa útmælinu, að málið er af- greitt í einu liljóði og eigi verður sjeð að neinum andmælum hafi verið hreyft. Ef til vill hefir eng- um þeirra, er þá áttu sæti í nefnd- inni, verið kunnugt um fyrri af- stöðu nefndarinnar. En jafnvel þótt svo hafi verið, þá er erfitt að finna þessum nefndarmönnum nokkra afsökun, sjerstaklega vegna þess, að nú var efri húsa- röðin komin alla leið suður úr og var því augljósara, en áður, hví- líkt skemdarverk var unnið, er leyfð var húsabygging á þessu svæði neðan Laufásvegar. flugsanirnar Hver einasta illgjörn hugsun er eitraður „gerill“ í sál, sem sýkir svo aftur okkar athafnir og mál. Hver einasta ástúðleg hugsun ber engilbirtu í stál, sem vermir og auðgar okkar athafnir og mál. Já, hugsanir okkar allar eru eilífðarkorn í sál, og af þeim spretta svo aftur athafnir og mál. Sigríður Oísladóttir frá Skaftafelli. 239 S k á k Skákþing Bandaríkjanna 1940. Baráttan um fyrsta sætið. Tveggja riddara leikur. Hvítt: R. Fina Svart: S. Reshevsky. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bc4, Rf6; 4. Rg5; 5. pxp, Ra5; (Rxp: er ekki gott, vegna 6. d4!, eða jafn vel. 6. Rxf7). 6. Bb5+, (Talið betra en d3) 6.......c6; 7. dxc, bxc; (Ef Rxp; þá 8. Bc4) 8. Be2, h6; 9. Rf3, e4; 10. Re5, Bd6; 11. f4, (Talið betra en d4) 11...... Dc7; 12. 0—0, 0—0; 13. Rc3, Bx R; 14. pxB, Dxp; 15. d4, pxp; (í framhjáhlaupi; þ. e. til d 3) 16. Dxd3, (Hvítt á nú sýnilega mun betri stöðu.) 16..... Rg4; (Ef 16.....Bg4; þá 17. Hxf6!!, og hvítt vinnur mann). 17. Bf4, (Betra en BxR). 17.........Dc5+; 18. Khl, Rf2+; 19. HxR, DxH; 20. Hfl, Dh4; 21. Dd6, Bg4; (Staða Svarts er hræðilega erfið. Biskupinn verður að komast út á borðið, en hvert sem honum er leikið annað, tapast að minsta kosti skiftamunur). 22. Ba6, (Hót- ar Dc7) 22.... Bc8; 23. Bd3; — Stöðumynd — 23........... Be6; (Tapar manni. En hvað átti svart að gera? Hvítt hótaði b4, Rb7, Dxc6, og svart er enn bundnara en áður). 24. Db4, Dh5; 25. Bc7, Rc4; 26. BxR, Dh4; 27. Bf4??, (Örlagaríkur leikur. Tapar bisk- upnum, meistaratitlinum og 1000' dollurum í peningum. Eftir Hf4, er skiákin ljett unnin á hvítt). 27. .... BxB; 28. DxB, g5; 29. g3, Dg4; 30. Dxp, pxB; 31. Hxp, De6; 32. Df3, f5; 33. Dd5, Hae8; 34. Kg. 2, DxD+; 35. RxD, He2+; 36. Hf2, HxH+; og skákin varð jafntafli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.