Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 4
300
LKSBÓK MORGUNBLAÐSIN8
Rústirnar í Brattahlíð. Fremst eru gripahús og hlöður. T. h. eru
kirkjurústir og bæjarhúsin til vinstri. — Myndin tekin úr lofti.
mikla og framtakssama bænda-
þjóð á allháu menningarstigi, eins
og Islendingarnir á Grænlandi
voru framan af. Það virðist
liggja í augum uppi, að svo er
ekki, og er meira að segja vafa-
inál, hvort Eskimóarnir voru ekki
aðeins lokaþátturinn í löngu
hnignunarskeiði, sem hlaut ao
enda aðeins á einn veg. Margar
ástæður stóðu að þessari hnign-
un. Ber þar fyrst að nefna kóln-
un, sem átti sjer stað seint á mið-
öldum víða um lönd. Á íslandi
var t. d. ræktað korn til forna,
en mun hafa iagst niður að ein-
hverju leyti vegna þessarar kóln-
unar, og alkunna er, að íslensku
jöklarnir eru til muna víðáttu-
meiri nú en í fornöld og hafa
jafnvel lagst yfir bæi. Á Græn-
Jandi má sjá kólnun þessa af því,
að alstaðar þar sem raki er í
jörðu, er nú þeli alt árið, jafnvel
allra syðst. Eru tún og tóftir
gaddfrosin upp undir grasrót um
hásumarið. Getur hver sagt sjer
sjálfur, að svo var ekki, meðau
bændur áttu þar heima. Það er
líka mjög greinilegt, að græn-
lenski jökullinn hefir færst í auk-
ana síðan á dögum landnámsins.
Margir firðir með forn býli á
ströndunum, eru nú fullir af ís
og óskipgengir alt árið. Geta má
nærri, hve afdrifarík þessi kóln-
un hefir verið landbúnaðinum
grænlenska, sem fyrir rambaði á
barmi glötunarinnar.
Sjaldan er ein bára stök. Fyrir
nokkrum árum færði merkur,
danskur grasafræðingur, Johann-
es Iversen, rök að þeirri kenn-
ingu, að lirfuplága hafi átt nokk
urn þátt í eyðingu bygðanna, að
minsta kosti Vestribygðar. Það
kemur fyrir endrum og eins á
Grænlandi, að fiðrildategund einni
fjölgar gífurlega, svo að lirfur
hennar liggja sumstaðar í sam-
feldum breiðum, eyðandi öllum
gróðri. Seinast 1932 gekk slík
plága yfir nokkur hjeruð. Nú hef-
ir Iversen fundið púpur þessara
fiðrilda í þjettum breiðum í mýr-
um í Vestribygð, einmitt í þeim
lögum, er myndast hafa á tímum
eyðingarinnar. Bændurnir hafa
því, ætlar Iversen, ekki getað
gjeð kvikfje sínu farborða þetta
fiðrildaár, og voru þar með svift-
ir meginstoð sinni í lífsbarátt-
unni. Ef þetta er rjett, má líkja
þessu við engisprettupláguna í
Egyptalandi á sínum tíma.
Þess má og geta, að eftir rann-
sóknum, sem gerðar voru á beina-
grindum frá Herjólfsnesi, virðist
svo, sem mikil úrkynjun hafi átt
sjer stað meðal íslendinganna, ef
til vill vegna tíðra skyldmenna-
giftinga. Fólkið var smávaxið og
sumt vanskapað, en þó fleira
þjáð af þeim kvillum og líkams-
lýtum, sem langvarandi vaneldi
hefir í för með sjer. Það er þó
varla rjettmætt að algilda þetta
sem reglu, út frá þessum fáu til-
fellum.
En hvað sem því líður er víst,
að flest lagðist á móti Grænlend-
ingum, fátt með þeim, þegar líða
tók á aldirnar. Kuldi, skortur,
sjúkdómar, gleymska og hirðu-
leysi frændanna í Evrópu, ðllu
þessu urðu þeir að mæta í fæð
sinni og fangaleysi. Fáir, fátækir,
aðsorfnir og jafnvel úrxvnjaðir
voru þeir orðnir, þegar Eskimó-
arnir, synir norðurhjarans, komu
og ráku smiðshöggið á verkið.
Hver er nú ástæða þess, að
Eskimóarnir hafa lifað sæmilegu
lífi fram á þennan dag á þerin
sömu slóðum, sem norrænir menn
ljetu yfirbugast af hörðum kjör-
um? Raunar ætti svarið að vera
ljóst, af því, sem fyr er ritað og
er í fám orðum þetta: Heim-
skautalöndin hafa sjálf skapað
menningu Eskimóa. Án heim-
skautalanda væri engin Eskimóa-
menning og „vice versa“. Hún er
þ&ð lífsform, sem í smáatriðum
er hnitmiðuð við þau kjör, er
Eskimóarnir búa við, meistaralega
sniðin eftir lífsskilyrðum þeirra.
og þessi samhæfing er grundvall-
arskilyrði fyrir bygð í heim
skautalöndunum. Menning og
atvinnuhættir íslendinga á Græn-
landi voru aftur á móti aðflutt.
áttu rætur í ólíkum staðháttum
Þegar þeir komu til Grænlands
gátu þeir lifað við þetta menn-
ingarform með því að tefla á tæp-
asta vaðið og með því að nota til
fulls hvern möguleika. Ef harðn-
aði í ári eða móti bljes, var ekki
til neins að hverfa. Því voru þeir
dæmdir til tortímingar. Þegar alt
kemur til alls, virðist það lögmál
náttúrunnar hafa verið hjer að
verki, að á hverjum stað skuli
þeir lifa og þroskast, sem hæfi
skilyrðunum, en hinir, sem óhæf-
ir eru, skuli glatast. „The survi-
val of the fittest!“
Kristján Eldjárn.