Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 8
304 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrir einu ári .... Þetta minnismerki, sem var vígt fyrir einu ári, reistu Frakkar til minningar um Marne-orustuna. Myndastytturnar sýna m. a. herforingjana Joffre, Foch, French og Galiéni. Ungan námumann í Suður-Wal- es dreymdi fyrir mörgum árum síðan, þrjár nætur í röð, að hann var að mála málverk með mjög fögru landslagi. í frístundum sín- um fór hann að fást við að mála og varð þá þess viss, að draum- urinn hafði einhverja þýðingu. Hann hætti námuvinnu og gaf sig að málaralistinni. Maðurinn var Hugh Richadson, einn af þektustu málurum vorra tíma. ★ Ferðamaðurinn-. Hún er auðsjá- anlega æfagömul þessi kirkja. Bóndinn; Já, sú er nú komin til éra sinna; hún er yfir 2000 ára gömul. Ferðamaðurinn: Svo gömul get- ur hún ekki verið, því þá væri hún bygð áður en Kristur fædd- ist. Bóndinn: Nei, ekki þarf það að vera, það er nú langra síðan hann fnddist. Hreppstjóri nokkur skrifaði á skjöl skipstjóra, sem strandaði með skipi sínu: „Við dagbókina er ekkert að athuga; skipið er löglega strandað“. ★ Enskur rithöfundur, Georg Hann, hafði látið taka úr sjer botnlangann. Uppskurðurinn átti sjer stað snemma morguns og þeg- ar hann vaknaði, var niðadimt í herberginu. Hann gat ekki skilið, hversvegna það var svona dimt, svo hann spurði hjúkrunarkon- una um ástæðuna. Hún skýrði hon um frá, að mikill eldsvoði ætti sjer stað í húsinu á móti og að þau hefðu verið hrædd um að uppskurðurinn hefði mishepnast og að hann væri dauður. Að hann, eftir þessu að dæma, skildi hvert aðrir hjeldu að hann færi eftir dauðann, þarf náttúrlega ekki að segja frá. ★ Hermannaföt úr khakiefni voru fyrst notuð í uppreisninni í Ind landi 1856. Khaki er persneskt orð og þýðir sandur. Það var nafn á þrælsterku fataefni, sem’ ind- versku uppreisnarmennimir not- uðu. Bretar sáu brátt, hve hent- ugt þetta fataefni var — mikið hentugra heldur en rauða bóm- ullarefnið, sem hermannaföt voru þá búin til úr. Khakiliturinn varð svo vinsæll, að hermennirnir lögðu fötin sín í bleyti. til þess að fá á þau brúnan lit. ★ Eitt sinn var ein Spánardrotn- ing (kona Karls annars) á skemti- reið og með hénni 43 menn og konur. Hún fjell af baki og fest- ist í ístaðinu og varð að hanga þar alllanda hríð, meðan verið var að sækja þann aðalsmann, er einn þótti svo tiginborinn í öllu ríkinu, að mætti koma við hennar hátign.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.