Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 6
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sjúkraherbergi í bresku spítalaskipi. þess eru ekki fá dæmi, að kind ur, sem náðst hefir í að vorinu, hafa aftur næsta sumar lagt á sínar fyrri slóðir, ekki fundist næsta haust, og aldrei sjest aftur. Annar veturinn á öræfunum hefir þá orðið þeim að aldurtila. Og er þessu ekki líkt farið með okkur mennina? Hvað vinnum við ekki til, til þess að reyna að halda f relsinu ? Mikið finst mjer oft vanta á það, að sumarhaglendið sje met- ið eins og vert er. Öllum liggur þó í augum uppi, að það er mik- ilsvirði. Bufjeð þarf ekki að hýsa og gefa þann tímann, og það fitnar, stækkar og þroskast að sumrinu. Þetta sjá allir. En fæst- ir munu hafa reynt að gera sjer ljóst, hvers virði sumarhagarnir raunverulega sjeu. í vor var slept úr húsum 612 þús. fjár. Á meðan fjeð enn var í heimahögum, fæddust litlu lömb- in og má ætla, að um 500 þúsund af þeim hafi lifað og gengið í högunum í sumar. Þegar þau fæddust voru þau 3 til 4 kg., en í haust koma þau í rjettirnar og eru þá kringum 35—40 kg. að meðaltali. Þau hafa því minst þyngst um 32 kg. hvert að meðal- táli, eða um 16,000.000 kg. öll. 450 þúsund milkar ær, 50 þús- und geldar ær, 22 þúsund sauðir, 10 þúsund hrútar og 80 þúsund gemlingar hafa líka gengið í hög- unum og bætt við þunga sinn. Eftir lauslegri áætlun, sem þó mun ekki langt frá lagi, telst mjer til að alt fjeð, sem í surnar gekk í högunum, muni í haust koma úr þeim 21.3 miljónum kg. þyngra en það fór á fjall. Til þess* að bæta þessum þunga við sig hefir það auk þess að þurfa við- hald, þurft að fá fóður, sem svar- ar til 213 miljónum kg. af góðri töðu, eða 2.130.000 töðuhesta. Nú geta menn reiknað töð- una til verðs eins og þeir vilja, en hve lágt sem þeir reikna hana, þá hljóta allir að sjá, hvílík ó- grynnis verðmæti það eru, sem sumarhagarnir færa bændunum og þjóðinni allri. Ef við alt í einu vildum hætta að nota þá, og beita fjenu tjóðruðu á ræktað land, eins og gert er í sumum öðrum löndum, og láta það fá fóðrið aí því, þá þyrfti til þess meir en þrisvar sinnur stærri tún en nú erv^. Þetta gefa hagarnir fjenu. En þess utan fóðra þeir líka hinar skepnurnar, og þær- þurfa sitt. Þó hægt sje að gera sjer nokkra grein fyrir gildi sumarhaganna, með því að gá að, hvað skepnan hefir fengið í þeim af fóðri, þá er sagan ekki nema hálfsögð með því. Því skepnan sækir líka í sum- arhagana aukinn lífsþrótt, sem ekki verður mældur. Ur þeim kemur hún með forða af bætiefn- um, sem hún býr að allan vetur- inn. Þess vegna hepnast okkur oft að fóðra fjeð okkar á hröktu og ljelegu fóðri. Það mundi með öllu ómögulegt nema með miklu aðkeyptu fóðri, ef skepnurnar ekki hefðu forðann frá sumrinu. Og kannske er þetta enn dýrmæt- ara, þó það verði ekki reiknað í töðueiningum nje krónum. Kaupstaðarbúarnir eiga þess lítinn kost að fara í rjettir nje göngur. Sumir þeirra mundu líka sjálfsagt vera miður færir til þess, og óvíst hvort þeir yrðu taldir „gangnafærir" af fjall- kóngi. Þeir eldri, sem í sveit hafa verið, hafa þó endurminningarn- ar, og um rjettaleytið raula þeir vísuhlutann: „eins mig fýsir altaf þó aftur að fara í göngur“. En vængbrotinn fugl getur ekki flog ið, og við megum láta okkur nægja það, að óska þess að veðrið verði gott og að vel gang- ist. Og svo getum við, kvöldið sem göngurnar eru að byrja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.