Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Blaðsíða 5
____ __ ___LESBÓK MORGUNBLAÐSINS__801 PÁLL ZÓPHÓNlASSON ráðanautur: FJALLSKIL Sumarbeit sauðf/ár samsvar- ar 2./30.000 töðuhestum. Eins og áðnr er sagt, þá taka göngurnar víða marga daga, (mest 11 á Landmannaafrjett), og þar verða þær með öðr- um hætti en hjer er lýst. Sum- staðar næst ekki að rjetta gangnadaginn, en fjeð verður að geymast næturlangt, og rjettast næsta dag. Ætíð vilja menn byrja göngu strax og sauðljóst er, en til þess að vera komnir á gangna- mörk að morgni, um leið og lýsir, þarf oft langt að fara og sum staðar tvær dagleiðir. Þeir gangna menn, sem þurfa að vera marga daga í göngum, , þurfa að veru öðruvísi útbúnir en hinir. Þeir hafa með sjer margra daga nesti, og flytja það á reiðingshesti eða í þverbakstöskum, en sömu hest- ana má svo líka nota til að flytja á til bygða skrokka af því, sem uppgefst í göngunum. Sje ekki búið að byggja nógu marga leit armannakofa í næturáfangastöð- um, þurfa þeir að hafa með sjer tjald, og altaf verða þeir að hafa með sjer hitunartæki, því kaffi verða þeir að hita sjer í næt- urstöðum. Leitarsvæðin eru nú meira flatar eða öldóttar heiðar, svo og sjerstök fjöll upp úr há- lendinu, og leitarsvæðunum verð- ur ekki skift á eins eðlilegan hátt eftir landslagi og í dalaafrjettun- um. Þó er upprekstrarsvæðunum skift í leitarsvæði, en þar þarf þess oft að gæta, að menn af fleiri leitarsvæðum og stundum af að- liggjandi upprekstrarsvæðum, gangi samhliða, svo ekki renni fje á milli. Gangnaforinginn eða fjallkóngurinn tekur sjaldan á- kveðna göngu sjálfur, heldur ríð- ur meðfram gangnamannaröðinni aftan við hana, til þess að geta sem best stjórnað, og sjeð um að ekki misgangist. Pjeð, sem finst næst gangna- mörkum milli fjarliggjandi rjetta er oftast rekið að í óbygð- um og dregið eftir upprekstr- arsvæðum. Til dæmis reka Biskupstungnamenn og Svíndæl ingar að bæði í Gránunesi og við Seyðisá, til þess að aðskilja sem mest norðan og sunnanfje, Hún- vetningar og Reykdælingar í Rjettarvatnstanga, o. s. frv. Með þessu er mjög minkað það, seni rekst suður af norðan fje og norð ur af sunnanfje. í þessum göng- um hittast menn, sem kannske aldrei sjást annars á æfinni. Það myndast milli þeirra kunnings- skapur og vinátta. Og skrafið í gangnamannakofanum, þar sem saman eru komnir menn úr fjar- lægum sýslum, hefir oft orðið til þess, að nýir siðir og hættir hafa borist milli sýslna, og væri það út af fyrir sig merkilegur þáttur að rita um. Göngurnar á stóru, víðlendu afrjettunum eru óskaplega mis- jafnar. Haustveðrin á íslandi eru ekki altaf eins. Það er mest smalað ríðandi, og í góðu veðri getur það verið dásamlega skemti- legt að vera í göngum á háheið- um, fjarri öllum mannabygðum. Og þá getur það verið ljett verk En tíðarfarið getur líka verið þannig, að það sje mjög erfitt verk. Þegar hríðar koma og frost, þá verður gangan öll önnur en í góðviðrinu. Þegar snjórinn verður það mikill, að troða þarí slóð undan fjenu til að koma þv' áfram, þegar árnar leggja og bólgna upp af krapi, svo brjóta verður á þeim með því að vaða yfirum þær í læri, mitti, geirvört- ur, til þess svo að reyna að reka fjeð í á eftir, þá finst sumum að gamanið hverfi. Þess eru dæmi, að unglingar, sem enga ósk áttu heitari en fá að fara í göngur hafi í slíkri tíð orðið fyrir þeim vonbrigðum af skemtuninni, að þeir hafa aldrei síðar á æfinni í göngur farið. En öðrum þykir mest gaman, þegar erfiðleikarnir eru sem mestir. Þá reynir fyrst á kappann. Þá finna þeir mun- inn á manninum og skepnunni, og þá sjá þeir, hvers virði það er að vera kominn á það þroskastig að geta hugsað, ályktað og fram- kvæmt með ákveðið markmið fyr- ir augum. Þá finna þeir ábyrgð- ina, sem þeir hafa á skepn- unum, sem þeim er trúað fyrir. Þeir hefjast í hærra veldi, þeiv vaxa að manngildi. Altaf verður eitthvað af fje eft ir í göngunum. Því er alstaðar gengið og rjettað tvisvar og víða þrisvar, og kemur altaf eitthvað í síðari rjettum. Enginn veit,. hvað það fje er margt, sem eftir verð- ur á afrjettum. Ræflar finnaat oft, sem bera vott um, að það er eitthvað, en sennilega finnast ræflar af fæstu því fje, sem eftir verður og úti ferst. En nokkuð af fjenu, sem eftir verður, lifir vet- urinn af, og á hverju vori nú í síðastliðin 15 ár hafa menn að vorinu fundið kindur einhvers- staðar á landinu, sem lifðu af veturinn. Mest er það á vissum afrjettum og svæðum, sem fjeð gengur vet- uíinn af. Þannig hefir t. d. fje gengið af í Barðanum, Seldaln- im, botni Langadals, Arnarvatns- og Grímstunguheiði, Hofsafrjett. Laugarfelli, Tindastól, Hóla- •Haga, Bárðardalsafrjett, Mývatns- öræfum, Herðubreiðarlindum, Arnardal, Búrfellsheiði, Mælifelli, Brúaröræfum, Pljótsdalsöræfum, Víðidal, Eystrafjalli, Skaftár- tunguafrjett, Þórsmörk, Emstr- am, Arnarfelli o. fl. Bar- átta þessara kinda hlýtur oft að vera erfið. Þær hljóta oft að líða sult. En þær elska frelsið, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.