Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK MORG-UNBLAÐSINS 323 leitar til eða kynnist, sje nú ekki meira mannval en þessi upptaln- ing sýnir, heldur er líka hitt, að það er ekki gætt þeim sennileik hins lifandi lífs, sem geri lesand- anum fært að vakna til áhuga fyrir svona persónum. Nei, síður en svo. Við finnum alstaðar, að þarna er hvergi skygnst það und- ir yfirborðið, að við sjeum sviftir þeirri tómleikatilfinningu, sem því fylgir, að horfa á illa gerða, slitr- ótta og ósennilega kvikmynd — og þannig iMkna, að við verðum .aldrei varir við neitt samband milli myndanna á tjaldinu og þeirrar lífigæddu fjölbreytni, sem kostur er á að skoða, strax og út á götuna er komið. Höfundurinn virðist hvorki þekkja til hlítar nje skilja það fólk, sem hann er að leitast við að lýsa, en þá afsökun er hægt að færa fram honum til málsbóta, að það sje alls ekki hægt að ætl- ast til þess af jafnungum og lítið lífsreyndum manni og höfundur- inn er, að hann skilji og kunni að skýra og gæða lífi persónur af því tagi manna, sem hann hef- ir að öllum líkindum kynst lítið eða ekkert, nema af afspurn, kannske grunnfærra og ef til vill miður vandaðra karla eður kvenna. Höfundurinn virðist hafa viljað lýsa tilgangsleysi og böli lífsins, lýsa harðúð og heimsku, tudda- skap og tortímingu allra mann- legra verðmæta. En hann hefir skort lifandi þekkingu .kunnáttu, getspeki, smekkvísi og dómgreind. og svo er hitt: Hann er ef til vill inni við beinið ennþá hinn sami og við kyntumst honum í barnabókunum og einnig að all- miklu leyti í Skugganum af bæn- um, er náttúrlegur, prúður, vel- viljaður og lífsunnandi sveitamað- ur, sem láti kannske betur að fylgja frumstæðum persónum með skilningi og samúð úr skugga til ljóss, heldur en að taka sjer fyrir hendur að sletta götuleðju og ræsalegi á sjer ókunnugt og að mestu lítt skiljanlegt fólk og mála svörtu yfir grátt í ásýnd tilver- unnar. En satt er það, og í því er nokkur afsökun, að til eru þeir, sem hafa þá trúarskoðun, að hið síðara sje hin einu rjettu vinnu- brögð í nútíðarlist og hið eina, sem hafi lista- og lífsgildi. 6. Fyrsta bók Guðmundar Daníels- sonar frá Guttormshaga kom út árið 1933. Það var ljóðabókin Jeg heilsa þjer. Guðmundur var 23 ára, þeghr hann sendi frá sjer þessa bók, og flest í henni mun ort, þegar höfundurinn var um og innan við tvítugt. Bókin er tví- mælalaust ein hin allra besta, sem ungur byrjandi hefir frá sjer sent, og þegar jeg nú lít yfir hana á nýjan leik, virðist mjer, að hún hefði mátt vekja meiri athygli en raun varð á. Það er í henni æska, fjör og undarlegt sambland af djarflegu raunsæi og draumhöfgri rómantík, og mál og rím og lík- lingar sþá öllu góðu um framtíð höfundarins sem ljóðskálds. Auk þess kemur það fram, að þarna sje geðfeldur og rösklegur maður á ferðinni, maður, sem sje ekki lík- legur til að doðna niður eða láta gera sig að essreka í lest á leið m'eð gjafir og fórnir til hofs ein- hvers skurðgoðsins. Guðmundur hefir ekki gefið út neina ljóðabók síðan 1933, og það, sem eftir hann hefir sjest af kvæð- um, ber þess ekki vott, að hann hafi lagt þá rækt við Ijóðgáfu sína, sem vert hefði verið. En hann hefir gefið út eftirtaldar skáldsögur: 'Bræðurna í Grashaga 1935, Ilm daganna 1936, Gegnum lystigarðinn 1938 — og loks Á bökkum Bolafljóts I.—II. nú í sumar. Það er einkum þrent, sem gerir það að verkum, að Bræðurnir í Grashaga eru athyglisverð bók. f fyrsta lagi er yfir bókinni ölvandi lífsgleði og viltur þróttur. í öðru lagi eru í henni óvenjulega lif- andi lýsingar af íslenskri náttúru. Við finnum vindana blása, lyngið anga, heyrum regnið falla, sjáum liti og línur. Það er óhætt að segja, að mennirnir verði þarna ekki eins minnisstæðir og um- hverfi þeirra. Lestri bókarinnar má helst líkja við ferð upp í sveit, þar sem við hittum rannar mann og mann og skygnumst nokkuð inn í hugsunarhátt hans og til- veru, en útivistin verður okkur aðalatriðið. Loks er það stíllinn, fylling hans og litauðgi. í stílnum gætir mjög víða áhrifa frá Hall- dóri Kiljan Laxness, en þó er þar ótvírætt nálægur frjór og þrótt- mikill persónuleiki höfundarins sjálfs. En það er eitthvað kæru- leysislegt við bókina, frágang hennar og sitthvað í henni, eitt- hvað, sem bendir á, að höfundur- inn hafi hvorki tekið starf sitt fyllilega alvarlega nje haft fult vald yfir hæfileikum sínum til list- rænnar mótunar og samlöðunar efninu. . Ilmur daganna fjekk hjá ýms- um dauflegri móttökur en Bræð- urnir í Grashaga. Að vissu leyti var þetta eðlilegt. Bræðurnir í Grashaga voru hressandi nýjung, ekki vegna þeirrar stígandi, sem sje að finna í reisn sögunnar og atburðarás, heldur vegna þess ið- andi lífs og litríkis, sem í bókinni er. Ilmur daganna hafði í raun- inni ekki upp á neina nýjung að bjóða frá fyrri sögunni, bersýni- lcgir gallar til staðar og ekki svo sem neitt flug í atburðarásinm. En samt bar Hmur daganna vott um þróun, Höfundurinn sýndi þarna getu til ýtarlegri mannlýs- inga en í Bræðrnnum í Grashaga, og stíllinn, sem raunar ekki var alveg laus við áhrifin frá Lax- ness, var orðinn sjálfstæðari og höfngri hjer og þar mjög íburðar- mikill og jafnvel ankannalegur, án þess að þetta stæði að nokkru Ieyti í sambandi við sjerstakan hugblæ eða málfar persónanna, en um leið fullur af lífi, þrótti og sumstaðar hreint og beint glæsi- leik. í sögunni, Gegnum lystigarðinn, hleypir Guðmundur skáldafáknum, eftir stutta viðdvöl austur á Suð- urlandsundirlendinu, vestur vfir heiði og til Reykjavíkur. Þar tyll- ir hann honum á Lindargötunni og tekur sjer á honum smáreið- túra um bæinn. Það er greinilegt, að Guðmundur sýnir fjölbreyti- legri og meir meðvitaða viðleitni í þessari bók en þeim, sem á und- an vóru komnar til notkunar list- rænnar tækni og hnitmiðunar alls að vissu marki. Og hann skynjar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.