Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 8
328 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þá myndi sennilega sólargeisl- arnir á daginn og kuldinn á nótr- unni verka álíka miskunnarlaust — skýlaus himinn, eilíf þögn. Þar myndi sennilega ríkja tröllslegur evðileiki, óendanlegur, vonlaus. Hjer er aldrei vor. Ekkert blóm hefir fest rætur í þessari óskap- legu auðn sandhafsins. Á hinum miklu víðáttum Sahara hefir fugl aldrei fæðst — ekkert dýr. Þegar guð skóp heiminn gaf hann hverjum hluta hans ofur- litla hlutdeild í gróanda lífi — nema Sahara. ★ f sama mund og hin upprenn- andi sól sendi frá sjer nægilegt ljósmagn til þess að við gætum ratað, stigum við upp í flugvjel okkar og stefndum nú á Tim- buktu. Næstu tvær klukkustundirnav liðum við sömu þjáningar af völd- um hitans, og daginn áður. Landið var enn nákvæmlega eins, sama öskugula sandhofið. Við einblíndum á brautina, sá- um aðeins móta fyrir henni. Loks sáum við Niger í órafjar- lægð, mjög óglöggt. Það var næst- um eins og þar kæmi fram ósam- ræmi í landslaginu. , Sandur, sandur, sandur, mílu eftir mílu, og svo alt í einu stór- vatnsmikil á. Vatn — — en ekkert, sem skugga bar á. Bara stór á, sem rann í bugð- um um sandauðnina. Hinn langþráði ákvörðunarstað ur okkar var enn 50 mílur vestui með ánni. Eftir að við skiluðum lyklinum að bensíntanknum, í Gao, og greiddum reikning okkar, beygð um við hornrjett til vesturs. Vi? flugum hátt yfir ánni, og leituð- um hinnar merkilegu borgar, er samkvæmt kortum okkar átti að vera, í nokkurra km. fjarlægð frá bökkum hennar. —-------- Timbuktu! í margra mílna fjar- lægð og í 3000 metra hæð eygð- nm við hana fyrst. Takmark hinn- ar löngu ferðar okkar — og laun hennar. H&raldnr Guðnason þýddi. Fjaðrafok Brynki, sem var í vegavinnu, vildi bregða sjer í kaupstaðinn um helgina og biður verkstjórann að lána sjer 20 krónur upp í lauu sín. Verkstjórinn brást illa við og sagði, að það mundi alt fara í óþarfa hjá Brynka. Brynki: Nei, ekki eyrir; jeg fæ ókeypis far hjá honum Jónsa fram og aftur, svo þú mátt verá viss um, að jeg skal ekki láta neitt fara í annað en brennivín. ★ 1. sjómaður: Óskaplegustu storm ar, sem jeg hefi lent í, eru í Rauða hafinu. Jeg var þá háseti á Maríu og við vorum að hökta þar í marga mánuði, því rokið var svo mikið, að við sáum í botn milli aldanná. Já, þvílíkur skratti. 2. sjómaður: Milli hvaða hafna siglduð þið þá? 1. sjómaður; Milli Hull og Ant- werpen. 2. sjómaður: Hvað voruð þið þá eiginlega að flækjast í Rauðahaf- inu? 1. sjómaður; Já, það var ein- mitt það sem jeg sagði við skip- stjórann: Hvern skrattann þurf- um við að vera að slangra hjer? ★ Jói (er sendur í banka): Jeg átti að spyrja, hvort hjer væri nokkur víxill á Jósef Jónsson. — Er hann samþykkjandi? — Nei. — Er hann fallinn? — Nei, hann er í Bretavinnu. ★ Á búnaðarskóla. — Komdu hingað, jeg skal sýna þjer hvernig á að mjólka kú. Lærisveinninn: Væri ekki betra að byrja á kálfi. ★ Jón á Gili (var í kaupstaðnum í verslunarerindum): Og svo átti jeg að fá almennilega sápu, ekki eins ljelega og jeg fekk síðast. Afgreiðslumaðurinn: Víst var sú sápa góð — eins sú besta sem við höfum. Jón: Nei, ekki aldeilis! Þvotta- vatnið var svo skolótt og óhreint, •ftir að fólkið hafði þvegið sjer. S k á k Vínarleikurinn. Hvítt: J. E. West (Lancashire). Svart; Cambridgeshire. 1. e4, e5; 2. Rc3, Rf6; 3. f4, d5; 4. fxe, Rxp; 5. Rf3, (Auðvit- að ekki strax d4, vegna 6.......... RxR; 7. pxR, Dh4-f; o. s. frv.) 5 ..... RC6; 6. Bb5, (Betra er talið 6. De2, en hinn gerði leikur virðist sterkur, og er eðlilegri.) 6 .....Be7; 7. 0—0, 0—0; 8. d4, f6; (Svart vill líka eignast opna f-línu.) 9. pxp, Bxp; 10. Be3, He8; (Hótar RxR; og síðan HxB.) 11. RxR, HxR; (Ef 11.........pxR; þá 12. Rel.) 12. Dd2, Bg4; 13. c3, De7; 14. Bf4, BxR; (Ástæðulaust, en svart hefir e. t. v. óttast 15. Rg5.) 15. HxB, He8; (Svart á ekki góða stöðu. Biskupinn á f6 stæði betur á d6 og riddarinn á c6 stæði betur á f6, en nú er eng- inn tími til svo tímafrekra breyt- inga á stöðunni.) 16. Hafl, a6; 17. Bd3, He6; 18. g4, (óneitanlega djarft leikið, en hvítt hótar að vinna mann og staða svarts er erfið.) 18.....h6; (Betra virðist g6 og síðan Bg7.) 19. Kg2, (Nauð- synlegt. Hvítt getur ekki leikiö 19. Bxh6, pxB; 20. Dxp, vegna Bxd4-f.) 19........ Rd8; 20. Bxh6!, pxB; 21. Dxh6, Dg7; (Ef 21.....Bg5; þá 22. Hf8+, HxH; 23. HxH-h DxD; 24. Dh7 mát.) 22. Dh5, gefið, því svart á ekkert viðunandi svar við hótun- inni 23. HxB, HxH; 24. HxH, og ef svart leikur DxH; þá 25. DxH-{- o. s. frv. Skákin var tefld í brjef- skákakepni milli ofangreindra staða & þessu iri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.