Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 6
326 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flug yíir Sahara Þættir úr ferðasögu eftir Rieh. Halliburton NiCurlag. eg f jekk lykil að ' tanknum I Colomb Bechar og varðveitti hann í buddunni. Var svo til ætlast að við af- hentum okkur sjélfir svo mikið bensín, er við þyrftum að nota, síðan skyldum við loka tanknum og skilja lykilinn eftir í þorpinu Gao, sem er 60 mílum sunnar. Á þessari kynlegu bensínstöð var verðið 4 dollarar pr. gallon, m. ö. o., ef við fyltum geyma okk- ar þá kostaði það hvorki meira nje minna en 400 dollara. En þrátt fyrir það vorum við þakk- látir Shell-fjelaginu fyrir það, að hafa sett þessa bensínstöð þarna á eyðimörkina. Við vfirgáfum nú Adrar. — Nú var erfiðasti þáttur fararinnar eftir, stærsta prófraunin fyrir flugvjelina okkar. Vegalengdin var svipuð og New-York—Chicago, ekkert vatn, ekkert trje, ekkert hús, en næstum óteljandi ferkm af sólheitri sandauðn og bensín- tankur, sennilega hálf-sandkafinn, fullur af þessum glæra vökva, er við tæpast gátum reiknað til verðs, eins og á stóð. Við urðum að komast þessa leið, vjelin varð að vera í lagi. Sandbylurinn varð að halda sjei’ í skefjum. Við urðum að halda rjettri stefnu og síðast en ekki síst, við urðum að finna bensín- tankinn. Tíminn leið, míla eftir mílu 14 að baki. Við fjelagar horfðum stöðugt á brautina, varla sjáan- lega. Við týndum henni, leituðum — og fundum — og þetta endur- tók sig hvað eftir annað, — sama krákustigaflug allan morguninn. Þegar leið nær hádegi ágerðist hitinn og varð loks nær óþolandi. Við gripum oft til vatnspelahna. en alt kom fyrir ekki. .Jeg hafði gert einskonar mynd af Sahara, í huganum. Jeg hugs- aði mjer hana setta djúpum sprungum og klettabeltum, og hefði Ijónið þar bæli sitt milli þess er það snuðraði kring um tjaldstæði Beduinanna á lestaferð- um þeirra. Ekki ein einasta af hugmyndum mínum var í samræmi við veru- leikann. Á Sahara fyrirfundust engir klettar, engar gjár, engin ljón og engir Beduinar, bara endalaus viðátta af öskugulum sandi. Það var engin mannleg vera, ekkert dýr, ekkert blóm eða skor- kvikindi — ekkert líf. Þar var ekkert á hreyfingu nema sandur- inn. Enginn breytileiki nema skifti dags og nætur. Þegar jeg hafði ekkert fyrir stafni, hvarflaði hugurinn aftur og aftur að þeim miður fögru sög- um, sem jeg heyrði í Colomb Bechar, um það, hvernig dauðinn meðhöndlar fórnardýr sín á Sa- hara. Þar á meðal var saga um fransk- an hershöfðingja, er ætlaði frá Niger til Miðjarðarhafsins. Var áform hans að aka í litlum bíl til Algier. — Mann var svo óhepp- inn ,að vjelin bilaði á miðri eyði- mörkinni, 60 mílur frá næsta óasa. Vatn hafði hánn til hálfsmán- aðar. — Tvær vikur liðu og loks sú þriðja; oft lá hershöfðinginn undir bílnum, til að verjast á þann hátt mesta ofsahitanum — einn og yfirgefinn, méð bilaða bíl- inn sinn. Á 21. degi drakk hann síðustu vatnsdropana ,en þá hafði hann langan tíma neitað sjer um vatn. Hann hlóð skammbyssuna sína, ákveðinn í að stytta sjer hinar óbærilegu kvalir. f sama bili kom hermannalest á vettvang og hershöfðingjanum var bjargað á síðustu stundu. Þá var önnur saga um franska herflutningavjel, er skyldi flytja yfirhershöfðingja einn beina leið frá Fez til Niger. Flugmaðurinn misti sjónar á veginum (við viss- um af eigin reynd, að fátt er auðveldara) og nauðlenti. En þá tókst ekki betur til en svo, að vjelin fjell næstum lóðrjett niður og meiddist hershöfðinginn alvar- lega. Af tilviljun hafði vjelarmað- urinn tekið með sjer eina vatns- flösku — ein vatnsflaska handa þrem mönnum í þessu helvíti!! Á fjórða degi dó yfirhershöfð- inginn, vjelarmaðurinn á 6. degi og flugmaðurinn (samkvæmt dag bók hans) á sjöunda degi. Hjálparleiðangur var sendur út af örkinni, en kom viku of seint á vettvang. — Sögurnar voru næstum ótelj- andi og flestir enduðu á hinn öm urlegasta hátt. Nú máttum við ekki missa af veginum. Nýr ótti greip okkur. Við höfð- um gert ráð fyrir að finna bensín- tankinn kl. liy2 f. h., samkvæmt þeim upplýsingum, er við feng- um í Colomb Bechar. — Nú var kl. yfir tólf. Vorum við virkilegu komnir framhjá tanknum? óhugn- aðartilfinning okkar jókst jafnt og þjett. Tankurinn átti að vera næstum samlitur sandinum og gat hæglega farið á kaf í sand. — Alt í einu sjer Moye nokkra bensín- brúsa utan við brautina. Hafði þeim auðsjáanlega verið kastað þarna tómum. Hann ákvað þegar að lenda þarna, því ef til vill var þetta í einhverju sambandi við bensín- forðabúrið okkar. Þegar við kom- um nær sáum við sandhrúgn, er virtist dálítið einkennileg. Út úr sandhrúgunni sást á pumpuhand- fang. Við höfðum fundið tankinn okkar! Þúsund leitandi augu hefðu ekki fundið hann úr lofti. Hefðum við ekki komið auga á brúsana, mynd- um við eflaust hafa haldið áfram, þangað til bensínskortur hefði neytt okkur til að lenda á miðri eyðimörkinni. Þá hefðum við feng- ið tækifæri til að hvíla okkur svo um munaði, e. t. v, hefði það orð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.