Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 4
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og skilur annmarka og tómleik þess lífs, sem hann er að lýsa. En samt bregst honum bogalistin. Hann ræður raunar virkilega yfir meiri listtækni en áður, virðist yfirleitt hafa fengið um hana meiri hugmynd en hann hafði haft, þegar hann samdi fyrri bækurnar, en hann þekkir ekki nægilega vel sumar persónur sínar og getur ekki gert sjer það glögga grein fyrir áhrifum umhverfisins á eina einustu þeirra, að honum sje fært að gæða hana lífi og blóði á göt- um og í húsum borgarinnar. Hann ætlar að láta skáldafák, sem upp alinn er á graslendinu sunnan við Heklu, tipla nýtískan ganga á mal- hiki og samanþjapppaðri aurmold Reykjavíkurgatna, en hið miðlungi vel tamda góðhestefni úr Rang- árþingi víxlar og hoppar. Fákur- inn skeiðar ekki eða töltir á hin- um hörðu götum og með hinu nýja taumhaldi, og hann kann ekki að laga gang sinn eftir hljóðfalli frá harmóníku, grammófóni, jazzbandi — eða homaflokk, sem þenur út kinnar sínar á Austurvelli. Og einn góðan veðurdag, þegar skáld- ið stígur á bak á klámum, þá hendist hann af stað áleiðis norð- ur í land, fer á kostum í fjúki um vegleysur og rýkur heim á einn kotbæ í Borgarfjarðardölum. Og nú er alt annað uppi á teningnum en áður .... Lesandi góður, at- huga þú, þann kafla í Gegnum lystigarðinn, sem gerist á kot- bænum. í næturmyrkrinu heyrir þú dynkina frá slagborðinu í vef- stól örlaganna og skynjar þræð- ina, sem vefjast og falla saman í voð .... Og niðurlag sögunnar, það er ekki aðeins táknrænn end- ir þessarar bókar. Það virðist um leið táknrænt fvrir höfundinn sjálfan og val hans að sinni á við- fangsefnum .... Eitt skal svo að lokum tekið fram: Þó að bókin sje ekki vel heppnuð og í henni falskur tónn, þá er ekki vfir henni neinn ótótlegur blær. Höfundur- inn leggur ekki á sig neina þrek- raun til ónáttúra. Guðmundur hafði í þessum bók- um þreifað sig áfram, og mjer fyrir mitt leyti fanst, að nú væri kominn tími til þess, að hann sendi frá sjer bók, sem sýndi, að hann hefði virkilega fundið sjálfan sig, að honum hefði nokkurnveginn tekist að samlaða hæfileika sína lífsreynslu sinni og þekkingu. Ef hann sendi ekki frá sjer slíka bók, þá hvaðf Þá gat tvent verið til: annað það, að hann hefði leiðst af brautum sjálfstæðrar persónulegrar þróunar fyrir áhrif og áróður, hitt, að hann skorti mjög hæfileika til sjálfsgagnrýni og listrænnar mótunar. Svo er þá bókin komin, og jeg tel, að höfundurinn hafi með henni skorið úr um það, hveraig úr honum ætli að rætast. Ef það er rjett, sem Jónas Hall grímsson segir, að langlífi sje lífs- nautnin frjóa, þá ætti það a? lengja lífið að lesa bækur, sem þrungnar eru af þeirri tilfinningu höfundanna, að lífið sje þeim þrátt fyrir alt, bikar, sem þeii teygi af veigar vaxtar þrótts of lífsvilja. Hin nýjasta bók Guð mundar Daníelssonar er gagnsýrð af hæfileika höfundarins til þess að njóta þess, sem hann sjer, heyr- ir eða skvnjar á annan hátt, njóta, fjölbreytninnar, gróðurmagnsins og baráttunnar milli hinna eyð- andi og hinna frjóvgandi og líf- gefandi afla í sálum mannanna og náttúrunni umhverfis, njóta þessa sem styrkjandi, örvandi og svalandi drykkjar. Og hver sá, sem les bókina og er ekki að eðli eitthvert ónáttúruhimpi — eða hefir gert sig eða látið gera sig að slíkri vanmetaskepnu — hlýtur að hrífast með og njóta um leið og hann les. Það er best að taka það fram strax, að ýmsir gallar eru á þess- ari bók. Þar er sumt vanhugsað og vangert — stundum eins og bægri hönd höfundar hafi ekki vitað, hvað sú vintri gerði. Smekk- vísin er brigðul ennþá hjá höf- undinum og tök hans á persónun- um ekki æfinlega svo viss sem ákjósanlegt væri. En það er al- veg ótvírætt, að þessi bók hefir gildi. Stíll Guðmundar er nokkuð í annan veg en áður, en þó gætir þar margra hinna sðmu einkenna. Áhrif frá öðrum eru finnanleg, eu nú eru þau orðin algerð undan- tekning. Stíllinn er nú einfaldari og eðlilegri en á hinum bókunum, en það er í honum þungi og fyll- ing. Þar eru hinar sömu línur eins og í lágum öldum og hæðum þeirra sveita, þar senr höfundur- inn er uppalinn og sagan gerist. En stíll Guðmundar er enn ekki fullgerður. Enn er hann honum hálfgert vandamál. Guðmundur hefir yfir miklum orðaforða að ráða, og hann finnur vel blæ- brigði orðanna og áhrif, en þegar kemur til að velja og hafna, er hann engan veginn viss í sinni sök. Það er eins og honum finn- ist stundum vissast, að taka sem mest með. Þrátt fyrir þetta bregst Guð- mundi sjaldan að ná ákveðnum heildaráhrifum, hvort sem hann lýsir atburðum eða náttúrunni. Stfllinn fer aldrei í mola, ef svo mætti að orði komast. Lýsingarn- ar á umhverfi persónanna eru í þessari bók eins og oftar hjá Guð- mundi, alveg sjerlega ljósar og lifandi. Yið vitum nákvæmlega, hvar við erum stödd og hvernig þar er umhorfs. Eitt af því sjer- legasta hjá Guðmundi er lýsingar hans á veðurfari. Það er líkt og í honum sje samansöfnuð veður- viska forfeðranna, íslenskra bænda, í marga liðu, og svo fái þetta útlausn hjá honum í kjara- miklum og mjög málandi orðum. Þegar við lesum, er eins og við sjáum alt í einu íslenskan bónda standa úti fyrir dyrum sínum, horfandi til lofts og leggjandi við ytri og innri eyru, hlustandi á hljóð lækja, linda og fossa, sjáv- arhljóðið í fjarska og vindgný fjarlægra fjalla, athugandi lit og lögun skýja og blæbrigði heiða og himins. Atburðarásin í sögunni er yfir- leitt eðlileg, yfirleitt röferjett af- leiðing af því, sem hrærist hið innra með persónunum, og af þeim áhrifum, sem náttúran umhverfis hefir á hætti þeirra og hagi. Raun- ar kann sumum að virðast, að sumt af því, sem gerist í upphafi sögunnar, sje ekki sem eðlilegast, en mjer finst það alt í samræmi við hið óvenjulega og sýkta and- rúmsloft, sem skapast hefir kring- um gullsmiðinn og konu hans, en þeim og sambúð þeirra er ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.