Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 826 mitt mjög vel og sjerkennilega lýst. Persónur sögunnar, ungar og gamlar, hefir höfundinum tekist að gæða lífi, þó að í sumu kunni að vera ávant, til þess að öllura þeirra sjeu gerð svo full skil sem efni hefðu staðið til. Þarna er ís- lenskt bændafólk, eins og það var fyrir nokkrum áratugum, og eins og það er að mestu leyti enn. Og samræmið milli lýsinganna á per- sónum og umhverfi verður til að styrkja áhrif bókarinnar. Land og þjóð er þarna í þeim nánu tengsl- um, sem koma svo glögglega fram í flestu af því besta, sem skáldin hafa ort og skrifað hjá oss ís- lendingum. Merkastar persónur í bókinni eru þau, Ávaldi og María. í raun- inni er Ávaldi talsverð nýjung í íslenskum bókmentum. Honum er erfitt að lýsa, en höfundi hefir tekist það furðu vel. Ávaldi er hvorki vondur nje góður, en hann er mjög ástríðumikill, og hann hefir gefið sig ástríðum sínum á vald, talið sjer trú um, að full- næging þeirra mundi veita hon- um heill og hamingju. Fjegirni, kynhvöt og valdafíkn eru þær ástríður, sem ráða gerðum hans, en hamingjan sækir hann ekki heim. Konan hans, María, hún er ein af þessum konum, sem virðast eingöngu skapaðar til að elska í fullu sjálfgleymi, njóta með þeim, sem þær elska, en fyrst og fremst þjást með þeim — og þó einkum fyrir þá. Þær þurfa ekki að sigr- ast á sjálfum sjer til að fyrirgefa. Það er í rauninni aldrei hægt að vinna þeim neitt til meins, því hver mótgerð verður þeim aðeins nýtt tækifæri til að láta í ljós ótakmarkaðan og venjulegum syndugum og breyskum mönnum óskiljanlegan kærleik sinn. Og í óhamingju sinni og forherðingu finnur Ávaldi, hve herfileg and- stæða hann er í allri sinni breytni Maríu, konu sinni. Hún er engill. Hann er djöfull. Þannig er það í rauninni fyrir honum. Hann fyllist sadistískri löngun til að sjá hana bogna, sjá hana særða og þjáða. Hann reynir að skjóta svanina, sem hún elskar og eiga hreiður sitt skamt frá bænum. Hún hefir sagt honum, að þeir hafi tjáð henni, að þau eigi eftir að verða hamingjusöm. En byss- an springur, og Ávaldi brennur og blindast. María annast hann og hjúkrar honum. Hann er dul- ur. Hún veit ekkert, hvað inni- fyrir býr. En eitt kvöldið, þegar hún kemur inn, þá er hann kom- inn út að glugganum. Hann er að hlusta eftir því, hvort hann heyri til gvananna. Hann hefir ekki viljað spyrja að því, hvort hann hafi drepið þá. María heyr- ir hann hvísla: — Drottinn minn, jeg heyri ekkert. Jeg hefi sjálfsagt drepáð þá eða flæmt þá burtu. Og María skilur. Hún sjer, að það bjarmar fyrir nýjum degi i lífi þeirra. Hvað varðar hana um það, þó að hún eigi að lifa með honum blindum ? Kærleikur henn- ar hefir sigrað beiskjuna og hörk- una, sem hann hefir brynjað sig með í áralöngum leik sínum við nautnirnar, brynjað sig gegn því góða í sjálfum sjer, gegn öllu því, sem honum hefir fundist vera veikt og veilt og verða honum til hindrunar á braut hans til ímyndaðrar hamingju í krafti á- stríðnanna. Þessi boðskapur, sem þarna er fluttur, er ekki fluttur með siða- prjedikun eða heimspekilegum bollaleggingum. Hið lifandi líf, eins og höfundurinn getur best sett okkur það fyrir sjónir, er látið flytja okkur hann. En hann er svo sem ekki nýr. Það er þús- und ára boðskapur bestu manna mannkynsins, sá boðskapur, sem nú er fótum troðinn á jörðu frek- legar en nokkru sinni fyrr, því ráðendur heilla þjóða eru Ávald- ar, sem hafa talið sjer trú um, að kærleiki og miskunnsemi væri veila og veiklyndi, og alt annað en kærleikur og miskunn þyrfti að koma til, ef mennirnir ættu að geta lifað farsælu og ham- ingjusömu lífi. Svo eru þeir þó til, sem vona það ennþá, að byss- urnar klofni að lokum í h.ndum þeirra, sem vilja fótum troða það fegursta og besta, sem mennirnir eiga. Margar fleiri eftirminnilegar persónur eru í bókinni, en þau tvö, Ávaldi og María. Það er ekkjan á Þúfu, mannleg og seig í sínu basli. Það er Davíð, harð- jaxlinn og hrottinn, sem er heill og mannlegur — og tilfinninga- næmur undir skrápnum. Sumum finst Davíð besta persóna bókar- innar. Það má vera, að hann sje heillegastur, en þar er þó ekki um að ræða eins merka persónu- lýsingu og lýsingarnar á Ávalda og Maríu. Það er tiltölulega lítill vandi að draga mynd Davíðs, en það er erfitt að gera Ávalda og Maríu þó ekki sje nema sæmilega góð skil .... Þá skal nefna Orm gamla á Grjótlæk, hörkutól og maurapúka, en þó manneskjuleg- an — þrátt fyrir alt, og loks Rósamundu, ástríðubamið, vilt og frumstætt, stærra og meira til lík- ama en sálar. Jeg tel, eins og áður er sagt, að Guðmundur Daníelsson hafi með þessari bók skorið úr um það, hvernig úr honum ætli að rætast. Jeg hygg, að af honum megi mí tnikils vænta. Um hæfileika hans «1 að spinna söguþráð, verðu' ekki efast. Hann hefir þegar til að bera mikla mannþekkingu. Jann á frumstæðan þrótt — og V’fir honum er blær hressandi heil- Vrigði. Hann er orðfrjór og kjarn- yrtur, þegar best lætur. Þegar honum vex vald yfir öllum þess- um ágætu hæfileikum og tekst að samstilla þá af næmum smekk og kunnáttu um listtækni, má vænta af honum glæsilegri afreka í bók- mentum en flestum öðrum íslensk- nm höfundum. 7. .... Og að lokum: Hvert ligg- ur svo vegurinn í bókmentum okk- ar íslendinga ? Liggur hann þang- að, sem fegurð himinsins og gróð- urmagn jarðar töfrar menn til að reyna að lifa eins og þeir ættu yfir höfði sjer Ijós- og lífgjafa — og ættu vor í vtendum, hversu sem vetur er harður og veður öll válynd, — eða liggur hann þang- að, sem mennirnir hafa gleymt því, að þeim er jafneiginlegt að gróa og njóta sólar og döggva eins og grasinu, sem jafnvel í góuþíðunum skýtur grænum kolli upp úr bleikum sverði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.