Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 2
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arnir um sól og vor megi rætast“, verður alls ekki efast. Sá vilji er hreinn og ekkert tískufyrirbrigði. Þrátt fyrir áhrif frá öðrum, er þarna hið sama sinni og í fyrri bókunum. Níi hafa liðið fjögur ár, án þess að Ólafur Jóhann Sigurðsson hafi sent frá sjer bók. Aftur á móti hafa hjer og þar birst eftir hann smásögur og smákvæði. Sögurnar hafa alls ekki uppfylt þau loforð, sem gefin voru með Skugganum frá bænum. í sumum þeirra gætir meira bókmentalegs fikts, heldur en listar og lífs. En nokkur af kvæðunum gætu gefið vonir um, að Ólafur geti orðið sæmilegt ljóð- skáld. En svo er þá komin frá honum stærðar saga, sem heitir Liggur vegurinn þangað? Bókin er ósköp blátt áfram að útliti. Þar er ekki státað með neinu nýstárlegu eða á annan hátt sagt við lysthafend- ur,- Manni, sjerðu mig. Jeg greip þessa bók með eftirvæntingu, -- en sjá, þegar jeg hafði lesið eina kvöldstund, þá datt mjer í hug vísa eftir Sigfvis Sigfússon sagna- þul, sem kendi sig við Eyvindará í Múlaþingi. Vísan er þannig: Minna yrði um eymd og hel, ýmsir fyndu í nauðum vöm, yrðu allir vitrir vel, sem veru taldir skynug börn. Og síðan hefi jeg ekki mátt hugsa til bókarinnar hans Óíafs Jóhanns Sigurðssonar, án þess að þessi vísa flögraði að mjer. .... Þessi saga segir frá ung um rithöfundi. Hann er rjett að ljúka við skáldsögu, stóra bók. Fjelaus er hann, og hanm skuldar húsaleigu. Hann verður svo aö fara úr húsnæðinu, sem hann hefir búið í. En fer og selur fornbók- sala seinustu btekurnar í eigu sinni. En nú skánar fyrir honum. Ritstjóri kaupir af honum sögu, og prófessor einn hjálpar honuin til þess að selja handritið að stóru sþgunni. Hinn ungi rithöfundur leigir sjer nú herbergi, og svo tek- ur hann upp kunningsskap við stúlku. En það gengur smátt við skáldskapinn. Hann byrjar á einu og öðru, en verður ekkert úr. Hann slitur sambandi við stúlk- una, þegar hún er orðin óljett, og svo ráfar hann um bæinn eða hímir í herbergi sínu. Og ráfandi er hann seinast, þegar við sjáum hann. En stúlkan er búin að fá fóstureyðingardropa hjá eionum lækninum, þegar við skiljum við hana. Þetta gæti nú kannske verið söguefni, en á lesandann verkar [>að svo, að í rauninni sje ekkert ris á neinu í rás atburðanna. En látum það vera, ef ekki kæmi annað til: Það er ekki aðeins hið ytra, sem alt er flatt, langdrægt og leiðinlegt. Það skortir öll átök milli ills og góðs, milli tilfinn inga og ástríðna annarsvegar og vilja hinsvegar. Og stíllinn, — eltki bjargar hann bókinni. Höf- undinum er ekki aðeins horfið það hálfbarnalega látleysi, sem ein- kendi stíl og framsetningu í fyrstu bókunum, barnabókunum, heldur hefir hann ekkert fundið hjá sjálf- um sjer til að setja í staðinn. Þegar vart verður við einhver stíleinkenni, þegar einhver þúfa rís á flatneskjunni, þá er hún auðsýnilega aðflutt með þeim litla og ótótlega gróðri, sem á henni er. Halldór Laxness hefir auðsýni- lega orðið að þola ágang í sinrii landareign af hendi Ólafs Jó- hanns, en nú hefir Ólafur ekki farið til fanga um anganlendur Laxness. Þá hefir Ólafur tekið upp Ameríkuferðir á undan Eim- skipafjelagi íslands, og er ekki annað en gott um slíkt að segja, ef hann hefði sótt til Vesturálfu eitthvað það, sem hann hefði get- að gert að kjarngóðum og heil- brigðum gróðri í íslenskri mold. Hann hefir svo sem ekki farið til þeirra, sem verst búa í Ameríku. Hann hefir brugðið sjer til Ernest Hemingway. En það er hvort- tveggja, að Ólafur JóKann hefir ekki leitað hjá honum að ilm- grösum og ekki er hverjum og einum hent að rækja svo græð- linga frá Hemingway, að þeim þyki ekki skift um til hins verra, enda er hörmung að sjá hinn ameríska gróður hjá Ólafi — og þefurinn af honum ekki góður. En svo eru það persónurnar og sá andi, sem rfkir í bókinni, ef það þá er ekki of hétíðlegt að nefna orðið andi í sambandi við hana. Það er fljótasgt, að engin per- sónan er gædd verulega lífi, engin dregin glöggum og lífgandi drátt- um — nema gömul sveitakona, sem kemur allra snöggvast við sögu, meðan hún er að bíða eftir að komast yfir götu. Sjálf aðal- persóuan, rithöfundurinn, hvað er hún? Rolumenni og ræfill, sem ekkert virðist vera í. Við höfum það alls ekki á tilfinningunni, að þarna sje mannsefni að fara í hundana. Við kynnumst því ekki, að hann sje svo mikið sem greind- ur. Hann er rola, letingi og vesa- lingur, sem hefði þurft að taka og setja á vinnuhæli, líklega við störf, sem til hefði þurft hvorki andleg- an nje líkamlegan þrótt, svo að nokkru nemi, — ef hann hefði þá ekki fengist til að rolast eftir skipun manna til vatnsburðar á eitthvert sveitaheimili — því ekki væri nokkurt vit í að senda svona sauðkind út á sjó, nema þá í þeim einum tilgangi, að hún færi sjer þar að voða. Höfundur skilur við þessa mannkind sína á ráðleysis reiki, en kannske hefir nú mann- skepnan haft sig upp í það, að fara heim til sín og skrifa þar sögu af svipuðu tagi og Liggur vegurinn þangað ? Hinar persón- urnar? Um gömlu sveitakonuna hefir þegar verið getið. Henni fylg- ir skilningur og samúð höfundar, svo stutt sem það nær. Já, hinar persónurnar: Ritstjórinn er ræfiil og mannleysa, prófessorinn asni og afglapi, bókavörðurinn hálfvit- laus fylliraftur, skrankaupmaður- inn fantur, drykkjubolti, saurlífis- maður og að minsta kosti háK' brjálaður, læknirinn glæpamaður, útgerðarmaðurinn steingervingur, fjölskylda hans ósiðaðir dónar, hmn kunni rithöfundur samvisku- laus og skapgerðarlaus loddari. Þetta er nú nokkuð. Svo er stúlk- an, rolutetrið, sem söguhetjan ger- ir þungaða, ankannalegur forn- bóksali, kúguð prófessorsfrú, sem hefir haldið og vill áframhaldandi halda fram hjá manni sinum, eitt- hvað af mellum, barrónum, fá- bjánum, sturiuðu og bækluðu kven fólki o. s. frv. En ekki nóg með það, að fólkið, sem söguhetjau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.