Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Side 2
84 LESB(*>K MOnGTTNBLAÐSINB kjörum verslunarfólks ekki mikil. En árið 193£J)eitti fjelagið sjer fyrir því, að vinnutími verslunar- fólks yrði styttur frá því, sem áður var, með því að lokun sölu- búða yrði ákveðin kl. 6. Var þetta verslunarfólki mjög kær- komin kjarabót. — En hver hafa afskifti fje- lagsins í stuttu máli verið af kaup- gjaldsmálumí — Þau urðu einna mest á síð- astliðnu ári, þegar verslunarfólk varð afskift að því er snerti dýr- tíðaruppbótina. Var fyrst reynt að fá það í lög leitt, að verslunar- fólk fengi sömu dýrtíðaruppbót og opinberir starfsmenn. En þeg- ar það tókst ekki, þá gekst fje lagið fyrir því, að leitað var samn- inga við vinnuveitendur innau verslunarstjettarinnar, og þá eink- um kaupmannafjelaganna, um að verslunarfólk fengi þá umræddu dýrtíðaruppbót. Gengu þeir samn- ingar mjög greiðlega. Nú eru þess ir samningar gengnir úr gildi og tók fjelagið þá að sjálfsögðu upp samninga að nýju um fulla dýr- tíðaruppbót. Það er mjög ánægjulegt, hve vel hefir tekist innan V. R., bæt- ir Friðþjófur við, að leysa við- kvæm hagsmunamál, er varða vinnuveitendur og launþega. Sýn- ir þetta í verki, hve samtökin inn- an verslunarstjettarinnar eru heil- brigð og sterk. Það var á árinu 1919, að þau straumhvörf urðu í þessu máli, sem reynst hafa fjelagsskapnum mjög heillavænleg. Þá reis ágrein- ingur í Verslunarmannafjelaginu Merkúr um pólitískt mál. Mörgum meðlimanna í því fjelagi varð þá ljóst, að best færi á því, að kaup- menn og starfsfólk þeirra ynni saman í einu fjelagi. Að öðrum kosti myndi leiða til sundrungar innan verslunarstjettarinnar, sem haft gæti mjög víðtækar og slæm- ar afleiðingar. 70 manns gengu þá úr Merkúr í V. R. og varð þar vel fagnað. Árin næstu þar á und- an hafði starfsemi V. R. verið með allra daufasta móli, fjelagsskap- urinn að miklu leyti lifað á því, að þar var frá fyrstu tíð starf- rækt útlánabókasafn. En nú kom nýtt líf í fjelagið sta-fi'’min óx, Th. Thorsteinsson, fyrsti formaður V- lt. fundum fjölgaði, áhugi magnaðist og samheldni. Árið 1922 var stofnaður sjer- stakur sjóður með því markmiði að koma upp sjerstöku húsi fyrir fjelagið og starfsemi þess alla. Var frá öndverðu fastmælum bundið, að hús þetta skyldi verða mikil og vönduð bygging, bæði sam- komuhús og fyrir skrifstofur fje- lagsins og annara skyldra stofn- ana. í mörg ár hefir fjelagið átt lóð á horninu á Tjarnargötu og Von- arstræti, og þar hefir bygging þessi verið fyrirhuguð. Árið 1939 var að því unnið að mynda samtök milli V. R. og sjer- fjelaga kaupmanna um að reisa sameiginlega byggingu á Vonar- strætislóðinni fyrir verslunar- stjett bæjarins. Var þetta mál komið vel á veg er ófriðurinn braust út. Var þá sjeð, að um húsbyggingu yrði ekki að ræða fyrst um sinn. En til þess að tryggja sem best húsbyggingar- sjóð fjelagsins, sem nú var orð- inn kr. 45.000 í peningum, var ráðist í að kaupa húsið Vonar- stræti 4, sem bráðabirgða fjelags- heimili V. R. Hefir fjelagið efstu hæð þessa húss til afnota, sem kunnugt er. Þar er samkomusalur fyrir fundi, veitingar og spila- samkomur, fundarherbergi fyrir stjórn og starfandi nefndir fje- lagsins, lestrarstofa o. fl. En á 1. hæð hússins er skrifstofa fjelags- Stjóm V. R. 1906. Standandi: Sigurður Þorsteinsson, Egill Jaeobsen, Ólafur Johnson. Sitjandi: Árni Jóns- son og Gísli Jór.sson-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.