Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Page 4
36 LE8BÓK MORGUNBL-ADSINS Ólafar Jöh. Sigurðsson: Jeg ljek mjer fyrir löngu hjá litlum mýrarbrunni með ljósa fífu í munni. Þar óð jeg yfir keldur og ungu blómin tíndi og öllum mönnum sýndi. — Jeg gekk í kringum brunninn og gáði að hamingjunni. 0g sólin sendi geisla á silfrið vatnsins kalda með sorg og gæfu falda í dulu djúpi sínu. En dagur flaug í bláinn og döggin f jell á stráin. — Jeg sá huldumeyjar aldanna, sem húmsins blæjum tjald Og allar ágúststjörnur, ♦ # sem efst á hvelfiboga í eilífð sinni loga, — þær brenna skært í blánum, og á botni tærra linda í björtu gulli synda. Og brunnurinn er hafsær með himinbláa voga. En tímans straumur tók mig frá töfrum smárra blóma, sem titra í stjörnuljóma. Jeg sje þau ætíð síðan • • í svefnsins draumaheimi og sæla minning geymi: Jeg heyri bernskuhljómana ,.í hjarta mínu óma.---- Við förum eitt sinn austur, — og engan mun þá gruna, hve eldar kvöldsins funa. Þá blika blys í lindum og blöðkugrasið mjúka mun blóð af iljum strjúka. — Við göngum kringum brunninn og grípum hamingjuna. S k á k Skákþing íslendinga 1922. Reykjavík 8. apríl. Vínarleikurinn. Hvítt: Stefán Ólafsson. Svart: Ari Guðmundsson. 1. e4, e5; 2. Rc3, (Venjulegi og e. t. v. besti leikurinn í stöðunni er f. Rf3, en hinn gerði leikur er einnig mjög sterkur og gefur engu síður mikla sóknarmöguleika) 2. .... Rf6; 3. f4, d5; 4. fxe, Rxp; 5. Rf3, c61; (Miklu betra var t. d. Bg4. Svart vanrækir ekki ein- nngis að koma mönnum sínum út á borðið, heldur tekur reitinn c6 af drotningarriddaranum) 6. De2, Rc5; (Betra var RxR) 7. d4, Re6; (Hvítt á þegar miklu betri stöðu) 8. Df2, Bb4; 9. Bd3, Rd7; 10. 0—0, De7; (Tilþessað valda f7- reitinn. Betra var að hróka) 11. Dg3, Rdf8; 12. Re2!, Rg6; 13. Bg5, (Með þessum leik hefst loka- sóknin á hvítt. í fljótu bragði virðist sem nokkur vörn sje enn í svarta taflinu, en svo er ekki. Staðan er með öllu óverjandi) 13.....RxB; (13.......Dc7 hefði veitt meira viðnám) 14. RxR, Be6; 15. RxB!, DxR; 16. Rf4!, RxR; (Ef 16.......De7; þá 17. BxR, hxB; 18. c3, Ba4; 19. e6!, og hvítt vinnur auðveld- lega) 16. Dxg7, (Óþægilegur milli leikur) 17......0—0—0; (Ef 17. .... RxB; þá 18. Dxll+, Kd7; 19. DxH, með hótun um pxR, og Dxp-f-. Best virðist 17.....Rg6, og eftir 18. BxR, 0—0—0) 18. HxR, Hdg8; (Yfirsjón. En ef 18. .... De8; þá 19. Hxf7, með mát- hótun í 4. leik) 19. DxH-þ, HxD; 20. Bf5, Bd2; 21. BxD+, pxB; 22. Hf3, gefið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.