Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 Um auglýsingaskrum og „ilmandi skáldskap“ • \' - • • ' - Eftir Sigurjón Jónsson, lækni rv. Þriðja bókin er: Hús skáldsins. Fáeinar nýjar persónmr koma til sðgunnar; eru þær með nokk- urn veginn rjettu ráði. En flest fólkið er það sama og í Höll sum arlandsins, og auðvitað sömu af- glaparnir og þar. Er, eins og fyrri daginn, /útmálun afglapaskapsins svo herfilega ótrúleg og óeðlileg, að hún nálgast það ekki að geta heitið skrípamynd af háttsemi nokkurs óbrjálaðs manns, eða yf- irleitt af nokkrum sköpuðum hlut, nema ef vera skyldi sálar- ástand höfundarins. Um þetta mætti nefna fjölda dæma, en rúmsins vegna skulu aðeins til- færð tvö: lýsingin á atferli lækn- isins, er hann var sóttur til dauð- vona barns skáldsins, (bls. 156) og símasamtal þeirra Pjeturs Þrí- hross og Stassjónistans. Aðförum læknisins er lýst svona: „Hann drakk upp öll meðulin, sem konan hans hafði fyrirskip- að telpunni síðustu vikurnar, slatta á 3 flöskum. Hann meira að segja át upp allan áburðinn sem við höfðum til að bera á hana þar sem hún var aum“. En svona er símtalið (bls. 197—98): „Pjetur Pálsson framkvæmdar- stjóri, Sviðinsvík: Jæja elsku Júlli minn, nú á amma bágt. Stassjónistinn syðra: Jettu skít. P. P.: Hún er lík. Hún er liðið lík. St.: Farðu til helvítis. P. P.: íslenskt þjóðemi á í vök að verjast á Sviðinsvík. St.: Já, þú hefur æfinlega verið eitt djöfulsins reginfífl. P. P.: Þeir vilja heldur blóðsút- hellingar en vinna fyrir taxta sannra íslendinga. Getur þú' sent mannafla að sunnan? St.: Jeg skal senda menn rakleið- is hjeðan að sunnan og láta þá lúberja þig, og það skal ekki verða heilt bein í þínum skrokki. P. P.: Eigum við þá að leggja ís- lenskt þjóðerni* undir svipur þeirra ættjarðarlausu skilyrðis- laust ? St.: Ef þú spilar kjördæminu úc úr höndunum á mjer, þá skal jeg myrða þig sjálfur með eig- in hendi. St.: Jæja, vertu þá margblessaður og guð veri æfinlega með þjer elskulegi Júlíus minn. Stassjónistinn leggur upp heyrn- artólið án þess að svara“. ★ ■Söguhetjan, Ólafur Kárason Ljósvíkingur, var svo vandvirk- ur, að „hann sat uppi marga nótt yfir einni setningu sem hann strykaði síðan út í dögun“. Ef H. K. L. er jafn-vandvirkur, þá væri ekki að furða þó að málið væri kjarnyrt og skálskapurinn „ilmandi”. Annars er helst svo að sjá sem „vandvirknin“ hafi mest beinst að því, að leita uppi sem sjaldgæfust og fáránlegust orð og orðskrípi, sum löngu úr elt, önnur afbökuð úr dönsku; er engu líkara en að höf. hafi orð- tekið orðabók Sigf. Blöndals í þessu skyni, og bætt svo við ný- yrðum í svipuðum stíl frá eigin brjósti, þar sem orðabókina þraut, svo að hann fann þar ekki orð, sem honum fyndust túlka nógu vel sínar skáldlegu hugsan- ir og heimspekilegu „niðurstöður". Hjer koma nokkur dæmi: Bíslag (= skúr), bambra (á líkl. að þýða bjástra; Sigf. Bl. hefir samt ekki þá merkingu), borginmóði (= hrafn, löngu úrelt,. nema ef t. v. í kveðskap), beinasleggja (á líkl. að þýða: gelgjuleg stúlka), bínefna (= uppnefna), beitning (= beiting), bruna (nafnorð, þýð- ir fleygiferð, en höf. lætur það þýða fótskriðu), — þetta er bara sumt þeirra orða af þessu tægi, sem byrja á b og jeg hefi tekið eftir, yrði alt of langt mál, ef alt slíkt skyldi telja, og skal jeg því aðeins nefna í viðbót: lonní- ettur, stassjónisti, normall og edjót, því að þau eru höf. sjer- staklega munntöm. í „Ljósinu“, „Höllinni“ og „Fegurðinni“ úir og grúir náttúrlega af sömu eða sams konar málblómum, þótt ekki hafi jeg getið þeirra þar sjerstak- lega, nema örsjaldan. Hjer koma svo enn nokkur sýnishorn af hinum „ilmandi skáldskap“, valin svipað og sýn- ishornin úr „Ljósinu“ og „Höll- inni“, þ. e. ekki til að sýna orða- valið eitt, heldur — og öllu frem- ur — setningaskipunina og and- ann, sem gefur þessum kafla skáldritsins svip, jafnt og hin- um, og ólafi Kárasyni Ljósvík- ing „ódauðlegt líf við hlið Bjarts í Sumarhúsum". „Sá sem á veikt barn á hús“ (bls. 5). — „Menn skulu aldrei örvænta um að nú sje ímyndun- arafl skaparans á þrotum (þ. e.: menn skulu vona, að það sje nú á þrotum, bls. 11). — n,Það var samskonar þögn eins og þegar maður ber í pott og heldur um potteyrað" (bls. 12). —- „Hún hafði . . . kúpt brjóst, sem sátu hátt“ (bls. 40). — „í næmum augum hinnar nýuppgötvuðu dóttur hans birtist ósigrandi lífs- kraftur föðursins sem ofstækis- full eftirvænting stórra hluta án forms“ (fanatisk Forventning om store Ting uden Form, bls. 44). — ,,Vel á minnst Ólafur Kárason, sagði fundurinn, reiðubúinn að heyra andagift“ (bls. 45). — „Hann . . . strauk lófanum ofan eftir enninu, yfir augun, niður eftir andlitinu, eins og hann þjáð- ist af köngurlóarvef" (bls. 46)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.