Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1941, Blaðsíða 8
40
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
t
„Það, sem ræður áformum
manna og breytni, er ekki )>að,
sem er satt, heldur það, sem þeir
trúa að sje satt, eða: sannleikur'
er það, sem nógu margir trúa“.
Við þetta má bæta annari stað-
reynd, 6em ekki leynist neinum,
sem opin hafa augu og eyru: Sú
trú, sem ræður hegðun manna í
einstökum atriðum, er margoft, ef
ekki oftast, fengin að láni, helst
frá þeim, sem taldir eru í heldri
manna röð og hafa lag á að koma
því inn hjá fólki, að þeir sjeu öðr-
nm fremur dómbærir um það efni,
sem á döfinni er í hvert sinn.
Fjöldanum hættir við að trúa 1
blindni því, sem slíkir menn trúa«
— eða látast trúa. Flestir vilja
endilega tolla í tískunni svo um
klæðaburð sem bókmentasmekk og
hverja aðra háttsemi, sem þeir
búast við að einhver gaumur sje
gefinn. Alt þetta vita þeir auð-
vitað mæta-vel, sem ljá sig til
skrum-auglýsingastarfsemi, hvort
heldur í eigin þágu eða annara,
og kunna að nota sjer út í æsar.
Menn kannast líka við, að „það
er lakur kaupmaður, sem lastar
sína vöru“. Það á jafnt við hver
sem varan er, sú er á boðstólum
er höfð, hvort þar er nytsamur
hlutur í boði eða vka-gagnslaus
eða þaðan af verri. Til þess að
varan gangi út, er ekki nauðsyn-
legt að hún sje góð, heldur hitt,
að það takist að telja nógu mörg-
um trú um að hún sje góð. Mun-
urinn er sá einn, að það þarf
slingari auglýsingastarfsemi til
þess að gera ónýtu vöruna út-
gengiiega. En sje t. d. unt að
telja nógu mörgum trú um, að
Voltakrossinn sje „dásamlegt
lækningatæki“ eða að ritverk H.
K. L. sjeu „ilmandi skáldskapur“,
þá flýgur hvort um sig út, og þá
er tilganginum náð.
Eitt af snildarlegustu æfintýr-
um H. C. Andersens er æfintýrið
um nýju fötin keisarans. Það mun
tæpast gleymast, meðan mannkyn-
ið er ekki vaxið upp úr þeirri ríku
hneigð til þess að láta blekkjast,
sem líklega hefir meira en flest
annað í fari þess hindrað framför
þess og vöxt 1 visku og andleg-
um þroska. Jeg geri ráð fyrir, að
æfintýrið sje «.vo nlkunnugt, að
úþarfi sje að rifja það upp. Jeg
skal aðeins minna á, að það var
saklaust barn, sem kvað upp úr
með það, að hinn dýrðlegi skrúði
keisarans væri ímyndun ein. Það
var ekki vaxið upp í þann heigul-
skap fullorðna fólksins, að afneita
skírum vitnisburði skynjana sinna
af hræðslu við heimsku-brigsl.
Skjddi ekki vera svo mikið til af
kjarki og óspiltum bókmenta-
smekk meðal almennings, að þeg-
ar barn í bókmentum, eins og jeg,
bendir á sýnishornin hjer á und-
an, verði þeir fleiri en færri, sem
þori að treysta sinni eigin dóm-
greind um „hinn ilmandi skáld-
skap“ og sjái berstrípaða nekt
Ólafs Kárasonar Ljósvíkings
gegnum auglýsingadúðurnarf
Það skal að endingu tekið
fram, þótt óþarft ætti að vera, að
menn mega ekki ætla, að jeg leggi
auglýsendur Kiljans að jöfnu við
vefarana í æfintýrinu, þótt þeir
minni mig á þá. Vefurinn var
ekkert annað en blekking. Þess
vegna voru vefararnir ekkert ann-
að en falsarar. Slíkt verður ekki
sagt um þá „forverði andans“, er
hafa mestan dyn á skáldskap II.
K. L., þótt þeir kríti liðugt.
Bkáldskapur H. K. L. er til, en
um alt, sem til er, getur misjafnt
mat átt sjer stað. Mig minnir
„list“ H. K. L. á þessar vísur eftir
Steingr. Thorsteinsson:
Mærum vors á morgni gekk
málarinn um teiginn;
öðru megin eygði hann þrekk,
ungrós hinumegin.
Eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt
á við tíðar smekkinn;
minna rósblóm mat hann frítt,
málaði svo þrekkinn.
Jeg get skilið það, að „forverð-
ir andans“ hafi „tíðar smekkinn“,
því að „svo er margt sinnið sem
skinnið“. En hvernig menn, sem
skrifa sjálfir óaðfinnanlegt mál,
sumir meira að segja prýðilegt,
geta hafið málfar H. K. L. og stíl
til skýjanna í alvöru — það er
mínum skilningi ofvaxið. Hvernig
þeir geta verið blindir í Kiljans
sök, en sjáandi, er þeir eiga sjálf-
ir í hlut, eða — ef þeir mæla um
hng fiier — hvernig þeir geta var-
ið það fyrir sjálfum sjer að stuðla
með skruminu um H. K. L. að
þeirri spillingu tungunnar, sem
misþyrmingar hans á henni hafa
valdið og munu valda, það er í
mínum augum „hinn óttalegi
leyndardómur“, sem jeg leiði
minn hest frá að botna í. Lesend-
ur sýnishornanna hjer á undan
geta reynt, hvort þeim gengur
það betur.
Verslunarmannafje-
lag Reykjavíkur.
Framh. af bls. 35.
En þegar minst er á fræðslu-
áhuga fjelagsmanna, er rjett að
geta þess, að í V. R. var hreyft
stofnun Verslunarskóla íslands, og
komst það skólamál þar á þann
rekspöl, sem dugði.
Fræðandi fyrirlestrar eru oft
haldnir í fjelaginu enn í dag, og
ekki síst nú eftir að fjelagsmenn
þurfa ekki að vera í leigðum húsa-
kynnum hjer og þar í bænum, en
geta sótt fyrirlestra á fjelags-
heimilinu.
En síðustu tvö árin hefir
fræðslustarfsemi V. R. fengið nýj-
an og mikilsverðan þátt, þar sera
er útgáfa „Frjálsrar verslunar".
Um blaðaútgáfuna komst Frið-
þjófur að orði á þessa leið:
— Undir stjórn Einars Ás-
mundssonar og ritnefndar, sem í
eru: Adolf Björnsson, Björn
Ólafsson, Pjetur ólafsson, Pjetur
Ó. Johnson og Vilhj. Þ. Gíslason,
hefir „Frjáls verslun“ orðið okk-
ur mikil lyftistöng. Ritið hefir
náð miklum vinsældum. Það er
aðgengilegt bæði að efni og ytra
frágangi. Þar eru rædd hagsmuna-
mál þjóðarinnar alment og versl-
unarstjettarinnar sjerstaklega. Eu
auk landsmálagreinanna eru þar
altaf aðgengilegar greinar, sem
eru bæði fróðlegar og skemtileg-
ar. Alt er ritið að efni og frá-
gangi með nýtísku sniði.
-¥■
Hjer er farið fljótt yfir sögu
og aðeins minst á nokkra helstu
þætti í starfsemi hins fimtuga fje-
lags, sem nýtur vaxandi vinsælda
og álits og sem á morgun heldur
hátíðlegt afmælí sitt.
V. St.