Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Side 1
6. tölublað Sunnudaginn 9. febrúar 1941. XVI. árgangur. WaUfymHiaH)* b.i. Síðasta ferð >Admira! Graf Spee« /. Sjóorustan milli „vasaorustuskipsins" Admiral Graf Spee og bresku beitiskipanna þriggja, Exeter, Ajax og Achilles, vakti á sínum tíma heimsathygli og enn mun um þá or- ustu talað á meðan hreysti og sjómenska er í heiðri höfð. — Flestum er kunnugt um sjó- orustuna og endalok hennar, en í eftirfarandi grein og í greinum, sem birtast í næstu Les- bókum, er sagan sögð öll eins og hún gekk fyrir sig. Höfundur þessarar greinar er kunn- ur breskur rithÖfundur, Taffrail, sem ritað hefir tug bóka um flotamál. í VÍKING Á ATLANTSHAFI ann 30. september (1939) var breska gufuskipinu Clement sökt nálægt Pernambuco, útaf Brazilíuströnd. Næsta dag sendi flotamálaráðuneytið skeyti til allra breskra skipa, þar sem var- að er við þýsku árásarskipi, sem sennilega sje á siglingaleiðum við Suður-Ameríku. Ekki var getið um tegund hins þýska árásar- skips. en þann 2. október, eftir EFTIR TAFFRAIL að skipshöfnin á Clement hafði náð landi, komst sú saga á kreik í nokkrum blöðum, að hjer væri um „vasaorustuskip“ að ræða. Það er lítið vitað um ráðstaf- anir þær, sem flotamálaráðuneyt- ið gerði vegna þeirrar hættu, sem skipum stafaði af árásarskipinu. Hinsvegar er það kunnugt, að þegar var hafin skipulagsbundin leit að árásarskipinu, og að á vest- urhluta Suður-Atlantshafs voru þrjú bresk beitiskip úr Suður- Ameríku flotadeildinni, undir stjórn flotadeildarstjórans (nú að- stoðarflotaforingi) Sir Henry Harwood. Forystuskip flotadeildarinnar var Ajax (skipherra C. H. L. Woodhouse), nýtísku 7.000 smá*. beitiskip, sem gengur 32^ sjó- mílu á kkikkustund og er vopnað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.