Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1941, Qupperneq 2
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Admiral Graf Spee í heimahöfn. 8 sex þumlunga fallbyssum. Hann stjórnaði einnig Achilles (skip- herra W. E. Parry), svsturskií) Ajax — úr Nýja Sjálands-deild hins konunglega flota. Skipshöfn skipsins var að mestu leyti Nýja- Sjálands menn, og loks Exeter (skipherra F. S. Bell), sem var sent í hernað á ný í byrjun ófrið- arins. Exeter var stærst þessara þriggja skipa, 8.400 smálesta beitiskip, með 32 sjómílna gang- hraða og vopnað 6 átta þumlunga fallbyssum. Það revndist rjett vera, að þarna var „vasaorustuskip“ á ferðinni. í þýska flotanum voru 3 slík skip, 10.000 smálestir að stærð, með 26 sjómílna ganghraða. vopnuð 6 ellefu þumlunga fall- byssum og átta 5.9 þuml. byss- um. Þessi skip eru betur vopnum búin en beitiskip og eru betur brynvarin gegii skotum frá 6 þuml. fallbyssum. Þau ganga betur en nokkuð orustuskip. Sannleikurinn var sá, að einustu skipin í flotum bandamanna, sem bæði voru bet- ur vopnuð og gengu hraðar, voru bresku orustubeitiskipin Hood, RenoHvn og Repulse og frönsku herskipin Dunkerque og Strass- bourg. ★ Samkvæmt dagbók eins skips- mannsins á Admiral Graf Spee fór skipið frá Wilhelmshafen 21. ágúst. Farið var norður með ströndum Danmerkur og Noregs og vestur á Atlantshaf milli Fær- eyja og Islands. Altmark, birgðaskip Graf Spee, sem síðar er frægt orðið, fór frá Þýskalandi þann 5. ágúst og kom til Port Arthur í Texas tólf dög- um síðar. Eftir að hafa tekið olíu- birgðir fyrir sig og árásarskipið fór það frá Texas þann 19. ágúst Þann 28. ágúst, þremur dögum fyrir innrás' Þjóðverja í Pólland og sex dögum áður en Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, hittust Graf Spee og Altmark úti á rúmsjó. Vasaorustu- skipið fjekk olíu og matvæli eins og það þurfti. í sama skifti voru settar tvær vjelbyssur um borð í Altmark frá Graf Spee. Þauu 2- september. daginn áð ur en stríðið braust út við 3ret- land og Frakkland, var Altmark málað upp á nýtt og nafni skips- ins breytt í Sogne, frá Osló. Ef athugaðar eru allar kring- umstæður þykir ekki ólíklegt að Clement hafi verið sökt og skips- höfninni leyft að komast til lards til þess að villa sýa. Langsdorff skipherra vissi, að skipshöfnin á Clement myndi segja frá því, að vasaorustuskip væri á þessum slóðum. Hann hefir sennilega vilj- að að fregnin bærist út, í þeirn von, að bandamenn bindu mikinn skipakost við gæslustarf á hinni þýðingarmiklu siglingaleið við Suður-Ameríku, og hánn gæti svo framið árásir sínar á kaupskip á öðrum slóðum á meðan. Það var yfirmaður breska flotans, Chat- field lávarður, sem sagði um þetta leyti: „Að finna nál í hey- stakk er auðvelt, miðað við að finna eitt árásarskip á hinni miklu auðn úthafanna, þar sem bresk skip eru í förum. Það væri erfitt þó dagsbirta væri allan sól- arhringinn, stöðugt bjartviðri og mikill fjöldi herskipa til að taka þátt í leitinni . . . Við skulum hafa það í huga, að aðal áhyggjur flotamálaráðuneytisins, alt frá fiotamálarf.ðbcrrár.um og niður, voru stjórn leitarskipanna og hvernig ætti að haga leitinni". ★ Graf Spee gerði alt sem hægt var til að torvelda leitina. Eftir að Clement hafði verið sökt hjelt Graf Spee austur á bóginn, yfir Suður-Atlantshaf og fór milli Ascensioneyjar og St. Helenu. Milli 6. og 22. október var vasaorustuskipið á siglinga- leiðum við Góðrarvonarhöfða á Austur-Atlantshafi. Þar sökti það fjórum gufuskipum, Newton Beach, Ashlea, Huntsman og Trevanion. Yfirmenn og skipshafn- ir voru fluttar um borð í Altmark, sem var í sambandi við Graf Spee frá 14.—18. október. Árás- arskipið fjekk nýjar olíubirgðir, og frá einu herteknu skipanna voru teknar birgðir. Þýska dag- bókarhöfundinum farast um það orð á þessa leið; „Við tökum miklar birgðir, það verðmætasta er úr Huntsman og er flutt um borð í Altmark og Spee. Aðal vörurnar eru te, gólf- teppi, hvítir skór og sólhjálmar". Það er einnig vitað, að Þjóðverj- ar sóttust eftir öllum tækjum, eins og t. d. kronometrum, sólar- hæðarmælirum og sjónaukum. Frjettirnar um nð skipunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.