Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 Graf Spee í björtu báli. há. Hið fríða skip sprakk. Alt skipið var eitt eldhaf, en ekki fórn í höndum óvin- ar. Skipið brann ......... nú var aðeins einn fáni sjáanleg- ur og síðan hvarf skipið í sæ. Breska beitiskipið sendi flug- vjel til að athuga .... Þegar það varð kunnugt að öll skips- hÖfnin hafði yfirgefið skipið getur enginn ímyndað sjer á- nægjuna sem það vakti. Jeg sá marga menn tárfella, eins gerðum við. Stundin var of áhrifamikil fyrir okkur. Þess- ir góðu drengir, þetta fríða skip .... Hálfri stundu síðar tilkynti herstjórnin, að for- inginn hefði fyrirskipað að skipið skyldi eyðilagt .... “ Langsdorff skipherra hafði ver- ið í sambandi við Berlín, bæði með loftskeytum og símasambandi, og það er vitað að hann talaði í síma við Hitler sjálfan. Opinber þýsk frjettastofa tilkynti; „Það hefir verið gert kunn- ugt, að foringinn og æðsti her- foringi gaf Langsdorff skip- herra skipun um að eyðileggja skipið með því að sprengja það upp, þar sem ríkisstjórn Uruguay neitaði um leyfi til að skipið fengi að vera í höfn nægilega lengi til að hægt 7æri að gera það sjófært“. Klukkan 8.45 tilkynti flugmað- urinn á Ajax-flugvjelinni: „Ad- miral Graf Spee hefir verið sprengdur af eigin skipshöfn". — Bresku beitiskipin þrjú hjeldu í áttina til Montevideo og fóru fyr- ir norðan Banco Ingles. Á leið- inni stöðvaðist Ajax til að taka fiugvjel sína um borð og Achilles fór framhjá rjett hjá. Á þilförun- um var krökt af sjóliðum og gleðihróp skipshafnanna heyrðust langar leiðir er skipshafnirnar skiftust á gleðihrópum — Bretar og Ný-Sjálendingar. Með fullum ljósum sigldi flota- deildin framhjá hljóðduflinu, sem markar innsiglinguna til Monte- video og innan fjögra mílna frá Admiral Graf Spee. Harwood flota foringi skrifaði í skýrslu sína: „Það var orðið dimt og skipið logaði stafna á milli, eldtungurn- ar náðu alveg upp með stjórn- turninum, stórkostleg og gleðileg sýn!“ ★ Það skiftir minstu mál hver fyr- irskipunina gaf um að eyðileggja Graf Spee. Skipið var sprengt um 5 mílur frá höfninni í Montevideo. Stórkostleg sprenging hristi hús í borginni og stórir reykjarstólpar risu til himins. Logarnir sleiktu brátt skipið stafna á milli. Fimm mínútum síðar heyrðist önnur óg- urleg sprenging, sem sennilega hefir verið er ein skotfærageymsla skipsins sprakk. Mikið af yfir- byggingu skipsins fór í sprenging- unni, en reykháfurinn og stjórn- turninn stóðu upp og sáust enn. Skipið sökk á um 26 feta dýpi. Eldur kom upp í olíubirgðum skipsins og sleikti sig upp með yfirbyggingu skipsins. Um tíma virtist geysimikið flæmi á sjónum vera eitt eldhaf. Þetta var stór- kostleg sýn í myrkri kvöldsins. Fleiri sprengingar urðu og eldur- inn, logaði enn næsta morgun. Kl. 9.45 fjell reykháfurinn og nú sást lítið eftir af skipinu nema stjórn- turninn. Flakið, eða það sem eftir er af hinu eitt sinn svo fríða skipi, er til trafala á ytri höfninni á Monte- video og frá skipum, sem sigla til og frá Montevideo og Buenos Aires, má sjá flakið. Þetta flak er ekki minnismerki um getu þýska flotans heldur er það minn- ismerki um breska sjómensku og hreysti. Blaðamanni frá New York Times fórust svo orð í blaði sínu: „Þessi orusta var unnin, er Graf Spee, þrátt fyrir hinar kraftmiklu fallbyssur sínar, var neyddur til að flýja í skjól frá sjóhernaðar- kænsku, sem er söguleg staðreynd og arfur í breska flotanum“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.