Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1941, Side 8
80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Af 1153 yfirmönnum og undir- mönnum á Graf Spee, voru 30 jarðaðir í Montevideo, 40 voru áfram á spítala og 32 í þýsku sendisveitinni eða um borð í Tac- oma. Þeir 1054, sem þá voru eftir, komust til Buenos Aires á tveim dráttarbátum í eigu Þjóðverja, þar sem yfirvöldin tóku við þeim. Langsdorff skipherra. Að kvöldi hins 19. desember framdi Langsdorff skipherra sjálfs morð í hergagnabirðastöð flotans í Buenos Aires. Það er sagt að áður en hann skaut sig með skamm byssu sinni hafi hann gefið liðs- foringjum sínum myndavjelina sína og aðra persónulega smáhluti til minningar um sig. Einnig er sagt að hann hafi kallað saman liðsforingja sína og skipshöfn, haldið yfir þeim ræðu, þar sem hann gaf þeim til kynna um fyrir- ætlun sína og þar sem hann sagði að hann hefði heldur viljað fara út og berjast, en .yerið bannað það af æðri yfirvöldum. Lík hans fanst klætt sjóliðsforingjabúningi og sveipað fána hins gamla keis- aralega Þýskalands, en hann hafði gengið í sjóherinn þýska 1912. Sjálfsmorðið var tilkynt frá skrifstofu þýska sendiherrans í Buenos Aires: „Skipherra hins glæsilega beiti- skips Admiral Graf Spee, Langs- dorff skipherra, fórnaði' lífi sínu fyrir ættjörðina í gærkvöldi með því að ráða sig af dögum af sjálfs- dáðum. Frá upphafi hafði hann á- kveðið að láta eitt yfir sig og skip sitt ganga og einungir sjálfsstjórn hans og skylda við menn sína að koma þeim heilu og höldnu í land fjekk hann til að fresta ákvörðun sinni, þar til hann hafði komið rúmlega 1000 skipsmönnum sínum örugglega á land. Yfirmönnum hans var vel kunnugt um áform hans. Þegar þessu skylduverki var lokið beygði hann sig fyrir for- lögum sínum, hraustur sjómaður, sem hefir ritað enn eina síðu til heiðurs hinum þýska flota“. Þann 20. desember gaf yfir- stjórn þýska flotans út aðra til- kynningu: „Hans Langsdorff skipherra átti enga ósk um að lifa eftir að skip hans var sokkið. Trúr gömlum venj um og í samræmi við kenningar liðsforingjafjelagsskapar, sem hann tilheyrði í nærri þrjá tugi ára, tók hann sína ákvörðun .... Flot- ir.n skilur og virðir gerðir ham>. Sem bardagamaður og hetja gerði Langsdorff skipherra það sem for- ingi hans, þýska þjóðin og flot- inn ætlaðist til af honum“. Þrátt fyrir alt þetta kom sjálfs- morð Langsdorffs skipherra þýsk- um yfirvöldum á óvænt. Þýska áróðursmálaráðuneytið átti bágt með að skýra, hvernig á því gæti staðið að maður, sem það sagði að hefði unnið orustu og komið hreystilega fram, hafði ástæðu ti! að fremja sjálfsmorð. Samkvæmt skýringum fjölda blaðamenna, bæði í Montevideo og Buenos Aires, varð Langsdorff skipherra á alvarleg sálfræðileg skyssa, sem án efa jók á vonbrigði hans og leiddi til þess að hann kaus að fremja sjálfsmorð. Hann misskyldi virð- ingu þá,- sem almenningur í Monte- video sýndi hinum látnu sjóliðum hans sem fögnuð hins suðræna fólks yfir því sem hann og menu hans höfðu gert í sjóorustunni. Hann fór til Buenos Aires í þeirri von að þar yrði honum tekið sem sigurvegara, en mætti í þess stað kulda. Yissulega var sigurinn yfir Graf Spee jafn vel þeginn um alla Ameríku og í hinu breska heims veldi. Amerískur blaðamaður, sem skrifaði um orustuna, sagði: „Ó- sjálfrátt mun almenningur bera saman þetta atvik í Buenos Aires og það sem átti sjer stað í hinu stormasama, kalcj^ Norður-Atlants hafi, er Edward Kennedy, skip- stjóri á hjálparbeitiskipinu Rawal- pindi, sá systur Graf Spee birtast í mistrinu. Gröf Kemnedy skip- stjóra er í Norður-Atlantshafi. Langsdorff skipherra mun liggja í gröf, sem er annars eðlis. Heim- urinn mun hugsa með sjer, hvort sjálfsmorðshugsunin gangi ekki eins og rauður þráður sorgar og örvæntingar gegnum raði nazista- skipulagsins”. S U. á k London 1899. Hvítt: Wilhelm Steinitz. Svart: Emanuel Lasker. 1. e4, e5; 2. Rc3, Rf6; 3. f4, (Ekki talið gott, en gefur þó svörtu vandasama stöðu) 3....... -d5; 4. d3, Rc6; 5. fxe, Rcxp; 6. d4, Rg6; 7. pxp, (7. e5, er ekki talið gott) 7. .... Rxp; 8. RxR, (Betra var Bc4, eða Rf3. Svart nær nú sókninni) 8.....DxR; 9. Rf3, Bg4; 10. Be2, 0—0—0; 11. c3, Bd6; 12. 0—0, IIhe8; 13. h3, Bd7; 14. Rg5?, (Með þessum leik ætlaði Steinitz að vinna tíma tii þess að leika Bf3, og ná sókn drotningarmegin) 14......Rh4!; 15. Rf3, (Ef 15. Bf3, þá RxB-þ; 16. RxR, Bf5; og síðan Bg3; með yfirburða stöðu á svart) 15.....Rxg2!!; 16. KxR, Bxp!!; (Nú getur dauðlegur mað- ur fyrst látið sjer detta í hug að eitthvert vit sje í fórninni) 17. Kf2, (Ef 17. KxB, þá Df5+; 18. Kg2, Dg4+; 19. Khl, Dh3+; 20. Kgl, Dg3+; 21. Khl, He4; og nú sjáum við að meiningin með 15. leik svarts, Rxg2, var að máta hvíta konginn. Það er venjuleg- um manni óskiljanlegt, hve yfir- burðamennirnir geta skilað mik- illi vinnu á skömmum tíma) 17. .... f6!; (Lasker er ekkert að drepa hrókinn. Hann veit að peð- in eru riddara ígildi og meira til) 18. Hgl, g5; 19. Bxp!, (Seinitz sjer að eina vonnin er að endur- fórna) 19.....pxB; 20. IIxp, (Og nú er aftur alt jafnt — nema staðan) 20......De6; (Hótar að vinna mann) 21. Dd3, Bf4; 22. Hhl, BxH; og hvítt gaf eftir nokkra leiki. — Lasker fekk fyrstu verðlaun fyrir þessa skák.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.