Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Qupperneq 2
122
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ir lok sem þjóðarátrúnaður á ís-
landi og kristnin var lögtekin með
friðsamlegra hætti en nokkurs
staðar þektist í öðrum löndum
álfunnar. Og það er yfir allan
efa hafiðr að bestu og vitrustu
menn í landinu, sem þannig köst-
uðu átrúnaði feðra sinna og
fle.vgðu fyrir borð eldgömlum arfi
ættanna, sem þeim gat engan veg-
inn verið sársaukalaust, stigu
þetta spor vegna þess, að af víga-
ferlum og hryðjuverkum Sögu-
aldarinnar höfðu þeir sannfærst
um, að hin unga þjóð, í eylandinu
norður við íshaf, yrði að læra
nýtt mat á mannslífinu ef húu
ætti að standast, og yrði að læra
annað svar en hún ennþá kunni
við hinni þýðingarmiklu spurn-
ingu: Á jeg að gæta bróður míns?
í rúmar níu aldir hefir þjóðiu
síðan búið við kristna trú, og ef
borið er saman við hefndar-hug-
sjónir forfeðranna eru áhrifin
auðsæ.
í þessu sambandi get jeg ekki
stilt mig um að vitna til orða eins
af gáfuðustu rithöfundum vorum
af þeirri kynslóðinni, sem nú má
teljast hafa náð miðjum aldri. í
ræðu, sem hann flutti í erlendu
útvarpi fyrir nokkrum árum, setti
hann fram þá fullyrðing, að eng-
in þjóð álfunnar hefði fjarlægst
hugsunarhátt Ásatrúarinnar eins
mikið og íslendingar, og að nú-
tímamenning þeirra bæri þess
skýran vott, að með þeim hefði
þróast fremur en öðrum þjóðum
„sá mjúki máttur, sem nefndur er
mildi“. Hann heldur því fram, að
frá öndverðu hafi íslendingar átt
mikið af karlmensku og stillingu.
Þeim arfi hafi þeir ekki glatað,
en að í þrautum þjóðarinnar hafi
mildin þróast. (Guðm. Kamban,
Vörður, í mars 1926).
Annar rithöfundur, látinn fyrir
fáum árum, einn fremsti þeirrar
kynslóðar, sem nú er liðin undir
lok, er sömu skoðunar. Og því til
stuðnings, hve vald hinnar mildu,
kristnu hugarstefnu sje ríkt með
ísl. þjóðinni, bendir hann á þá
staðreynd, að samúð alþýðunnar,
þegar hún las fornsögurnar, hafi
ekki fylgt þeim mönnum, sem
hæst báru hugsjónir Víkingaald-
arinnar, heldur þeim, sem í einu
voru atgervismenn, gáfumenn og
ógæfumenn, og hann segir: „Yfir
endurminningunum um þessa
menn hafa íslendingar ausið öll-
um þeim skilningi, þeirri mannúð
og mildi og þeim brjóstgæðum,
sem búa í sálum þeirra“. (E. H.
Kvaran, Morgunn, VII, 1.)
Enn langar mig til að vitna til
eins af skáldunum, sem engan
veginn var talinn kristið trúar-
skáld, og. var rammíslenskur í
hugsun og hjarta. Hann kveður í
sambandi við skírn sonar síns á
þessa leið:
„Þó þætti okkur vænst, að þú
ættir þann auð,
sem ekki er með fjemunum talinn:
þá blessun, sem hlýst fyrir hjálp-
semi í nauð
við hræddan og fóttroðinn val-
inn . . .“
Þarna sjáum vjer í rammís-
lenskri sál, hve djúp ítök þar á
sá „mjúki máttur, sem nefndur
gr mildi“. (Þorst. Erlingss., Þyrn-
ar).
Jeg hefi nefnt dæmi af þesum
þrem andans mönnum þjóðarinn-
ar, sem þó voru hvorki klerkar
nje sálmaskáld, til að sýna, hve
djúptæk áhrif hin kristna mildi
og mannúð hefir haft á ísl. þjóð-
ina og hvernig hún hefir svarað
spurningunni, sem vaknaði í sálu
fyrsta bróðurbanans á jörðunni:
Á jeg að gæta bróður míns? Þess
vegna skyldi það engan furða,
þótfc vopnlaus þjóð, sem öðrum
fremur hefir tamið sjer „þann
mjúka mátt, sem nefndur er
mildi“, eigi örðugt með að átta
sig á þeim djöfullega leik, sem nú
er leikinn í heiminum, og verði
lostinn þögulli skelfing, þegar sá
grimmi leikur hittir hana sjálfa,
eins og nú hefir orðið síðustu vik-
urnar hjer hjá oss. En ef hin sanna
menning er að nokkru metin skal
það verða talið oss til gildis, að
hjer á landi hafa ekki farið fram
aftökur í meira en hundrað ár,
og fara væntanlega aldrei fram
hjer aftur,\ en þeim mun dýpri hlýt
ur harmur vor að vera yfir þeim
atburðum, sem í löndunum um-
hverfis oss eru að gerast, og á
hafinu nálægt vorum eigin strönd-
um.
Á jeg að gæta bróður míns?
Hann kunni að svara_ þeirri
spurningu ungi skipstjórinn, sem
bað um að sár bróður síns væri
bundin á meðan honum var sjálf-
um að blæða út. En hvernig svara
þeir menn spurningunni, sem á-
byrgðina bera á því, að nú drekk-
ur bæði haf og jörð blóð saklausra
manna, en tár og grátstunur fylla
heimili friðsamra borgara, jafnvel
í hlutlausum löndum?
Hvað er þetta, sem vjer sjáum?
Fyrir þúsundum eða tugþús-
undum ára stóð fyrsti bróðurban-
inn lostinn skelfing yfir líki bróð-
ur síns. Hefir mannkynið ekkert
lært á þeim óratíma, sem síðan
er liðinn?
Þá heyrði hann þó rödd úr dul-
ardjúpum óendanleikans fyrir of-
an kalla til sín þessum voðalegu
orðum: „Blóð bróður þíns hrópar
til mín af jörðunni!“
Er þessi rödd hljóðnuð? Eða
heyrir enginn hana nú? . . . Nei,
hljóðnuð er hún ekki, en í ófrið-
arlöndunum er vígdynurinn svo
tryllingslegur, að menn heyra
hana ekki. Og þó hrópar sama
röddin enn, sem forðum hrópaði
til Kains, rödd Hans, sem hið efra
þjáist með mönnunum í þrautum
þeirra og hörmungum.
Hvernig bregðast þjóðirnar við
þeirri rödd?
Jeg hefi áður á það minst og
rökstutt það með dæmum, hvern-
ig þróun hinnar kristnu hugar-
farsmildi hefir kent vorri fá-
mennu þjóð að fyrirlíta blóðsút-
hellingar og blóðhefndir sem sví-
virðilegt athæfi, ósamboðið mann-
legu lífi og skoða hverskonar her-
búnað sem vott um ástand, sem
mannkynið ætti fyrir löngu að
vera vaxið frá, en jeg fullyrði af
eigin reynd, að þær þjóðir, sem
alist hafa upp við að skoða hern-
aðinn sem sjálfsagða nauðsyn,
skilja illa hugarfar íslendinga í
þessum efnum. Það er ekki langt
síðan útlendingur spurði mig,
hvort vjer íslendingar værum yf-
irleitt þeirrar skoðunar, að hern-
aðurinn ætti ekki að eiga sjer
stað. Mjer fanst hann skilja jafn
illa svar mitt og jeg geri ráð fyr-
ir að jeg hafi skilið spurningu
hans, sem honum fanst eðlileg eu
mjer hneyksli.