Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 Nú er föstunni lokið í kristnum löndum. Þeir, sem að einhverju leyti tóku þátt í kristnihaldi kirkj- unnar, hugleiddu „þá kvöl og dapr- an deyð, sem drottinn fyrir oss auma leið“. Vjer hugleiddum þjáningar sorg anna onar. Vjer tignuðum hann, sem færði fórnina miklu á hæð- inni austur í löndum, og í lífi hans, sem var þrungið sorg, vegna þess að það var fult af samúð og kærleika, lásum vjer fegursta svar- ið, sem á jörðunni hefir verið gefið við hinni miklu spurningu: „Á jeg að gæta bróður míns?“ . . . Þar sáum vjer ljóðaljóð elskunn- ar letrað yfir ásjónu hins deyj- andi Guðssonar. Fegurð sorgar- innar sáum vjer og heilög tár. Og þegar vjer sáum þessa mynd hans á bakgrunni styrjald- arbrjálæðisins, sem nii er að kom- ast í algleyming á jörðunni, sá- um vjer einnig, að þangað liggur leiðin, ekki að ofsækja aðra menn og baka saklausum sorg, heldur að gæta bróður síns, bera þjáning- ar hans ef með þarf og láta sam- úðina og elskuna ráða hugarfari sínu og athöfnum. Mannkynið hefir lítið lært enn, það er enn eins og á byrjunarstigi, enn eins og barn í reifum, og því hljóta enn að bíða þess miklar þrengingar. Eitt þýðingarmesta sporið er vafalaust það, að því lærist að meta mannslífið öðruvísi en enn er gert og finna þá voða- legu sakt, sem því fylgir að ger- ast bróðurbani. En þangað til það er lært mun bræðrablóð hrópa af jörðunni upp í himin Guðs og hafið óma líksöngsljóð, sem vekja sorgþrungið bergmál í sálum æðri heima, þar sem með hinu stríð- andi mannkyni er barist, þar sem synd þess og niðurlæging er þekt, og einnig sorg þess og harmur. iGuð veiti frið þeim, sem fallið hafa af völdum hernaðarins, hugg- un þeim, sem bera harm, — og mannkyninu öllu, að sú mynd, sem fastan bregður upp fyrir oss af hinum fyrirgefandi, fórnandi Guðssyni, risti óafmáanlegu letri í hjörtu mannanna þann mikla meginsannleik, að Mjer ber að gæta bróður míns, og gæta hans í Jesú nafni. Þegar illa leit út fyrir Bretum að er sagt að breska þjóðin sje nú að berjast fyrir til- veru sinni og að aldrei hafi Bret- ar átt í harðari baráttu; hefir þó oft áður litið illa út fyrir ensku þjóðinni, eins og sjá má af eftir- farandi staðreyndum sögunnar: Árið 1797 voru Frakkland, Spánn, Holland og Ítalía í banda- lagi gegn Bretum og Eystrasalts- löndin voru einnig óvinveitt Bret- um. Bandaríki Norður-Ameríku voru heldur ekki sjerlega vin- veitt Englandi á þeim tímum og Austurríki, sem var eina landið á meginlandinu, sem vinveitt var Bretum, var þó ekki nema hálf- volgt í afstöðu sinni gagnvart Englandi. Veðráttan var stirð og fjórir uppskerubrestir höfðu komið í löð. Skattar voru gífurlega háir og helmingur þjóðarinnar var að deyja úr hungri. Þenna vetur fundust á götum Lundúna rúmlega 70 lík manna, sem( dáið höfðu úr hungri. Þjóðin var langt frá því sameinuð gegn óvinunum og víða brutust út uppreisnir og óánægja fólksins. Þann 30. janúar 1797 nam reiðufje í Englandsbanka naumast einni miljón sterlings- punda og viku síðar ákvað bank- inn að stöðva greiðslur. Um sama leyti bárust fregnir um að Frakk- ar hefðu sett á land 16.000 her- menn í Bantry-flóa og að annar her væri að gera tilraun til að ganga á land við mynni Severn- árinnar. Til að kóróna ástandið braust út uppreisn í sjóhernum breska. Ríkisskuldabrjef fjellu niður í 53 og vextir af fje stigu uþp í 17 af hundraði. Alt benti til, að Bret- land væri á fallanda fæti og ekki annað sjeð, en að það yrði áhrifa- laust ríki með öllu. En bresku þjóðinni tókst að yf- irstíga alla örðugleika hjálparlaust og verða eitt mesta stórveldi heimsins. Ró%amál blaðamanna Erlendis verða dagblöðin oft að grípa til ýmsra ráða til að láta frjettaritara sína vita, ef' þeir eiga að kynna sjer eitt- hvert leyndarmál, sem blöðun- um leikur hugur á að vita um. Til þessa verður einkanlega oft að grípa á ófriðartímum, þegar ritskoðun er, og ekkert kemst út eða inn í landlð, nema sem yfirvöldin ákveða. Þannig er t. d. sögð saga um að er orustuskipið nýja, „King George V.“ fór með Halifax lávarð til Ameríku, átti enginn að vita um ferðir skipsins fyr en það væri komið vestur. Ritstjóri Lundúnablaðsins „Daily Tele- graph“ hafði þó einhverja hug- mynd um um þetta ferðalag og hann sendi frjettaritara blaðsins í New York eftirfarandi skeyti: „Því ekki að reyna nokkra daga veiðiför með „Potomac". Frjetta ritarinn skildt ekki skeytið og svaraði því engu. Klukkustund síðar sendi ritstjórinn annað skeyti: „Potomac, veiðiför, áríð- andi. Hvað ert þú að gera?“ — Nú loks skildi frjettaritarinn, að eitthvað merkilegt hlaut að vera að gerast í sambandi við „Potomac“ (skemtisnekkju Roosevelt forseta), og hann varð fyrstur blaðamanna á staðinn, þegar hið nýja orustuskip kom vestur. Annað dæmi um rósamál blaða manna sín á milli, er sagan um frjettaritara breska blaðsins í Ostende. Sú saga gerðist á frið- artíma. Lundúnablaó eitt hafði frjett lauslega, að frægur leikari hefði verið skotinn til bana í her bergi sínu í „Splendide“ gistihús inu. En öllu var haldið vandlega leyndu um atburðinn. Ritstjóri blaðsins sendi því frjettaritara sínum í Ostende eftirfarandi skeyti: „Fáðu Blank lávarð á Splendide til að spila við þig í kvöld“. Frjettaritarinn skyldi, að hjer myndi fiskur liggja undir steini — og hann náði sögunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.