Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 4
124 LESBOK MORGUNBLAÐrtlNS f\ alclarafmæli Hailgrims biskaps Svcinssonar Eftir Dr. theol. Jón Heigason, biskup Pann 5. apríl síðastliðinn voru liðin nákvæmlega 100 ár síðan Hallgrímur biskup Sveins- son fædd^st norður í Blöndu- dalshólum, sem þá var prests- setur í samnefndu prestakalli. Þó ekki væri annað en það eitt, að Hallgrímur Sveins- son lifði öll starfsár sín í embætti hjer í bæ og að 18 fyrstu árin af þeim alls 37 ár- um, sem hann starfaði hjer, voru alveg sjerstaklega helguð Reykjavíkur-dómkirkjusókn, er þar naut þjónustu hans sem vel metins sóknarprests síns, þá væri það eitt nægileg ástæða til að minnast þessa afmælis hans í stærsta dagblaði höfuðstaðar- ins. En í sambandi við æfistarf Hallgríms biskups er vissulega fleira, sem ástæða er til að minnast, en nú virðist grafið í gleymsku með þeirri kynslóð, sem nú er uppi, þótt ekki sje nema rúmlega mannsaldur síð- an er hann hvarf af sjónarsvið- inu. Hjer skal þó ekki rakinn æfi- ferill Hallgríms biskups, enda ætti þess ekki að gerast þörf. Þær minningar, sem jeg vildi dvelja við í þessari stuttu blaða- grein í tilefni aldarafmælisins, snerta aðallega prests- og biskups starf hans. Aðeins 30 ára að aldri — ár- ið 1871 — settist hann að hjer í bæ, þá nýskipaður og ný- vígður dómkirkjuprestur. En Dómkirkjuprestakallið var í þá daga orðið fjölmennasta presta- kall landsins og um leið hið þýðingarmesta sem prestakall höfuðstaðarins. Fyrir því reið á, að það væri sem best skip- að. Blaðið „Þjóðólfur" reyndi að vísu að gera „hvell“ Hallgrímur Sveinsson, biskup. út af veitingunni, aðal- lega vegna eins af umsækjend- unum, sem blaðinu þótti rang- lega hafa verið gengið fram hjá við veitingu embættisins. Þessi umsækjandi var að vísu 20 ár- um eldri kandidat frá háskól- anum og að auki með hærri prófseinkunn en sá, er veitingu fekk, en hann hafði cll þessi 20 ár verið latínu- og dönsku-kenn- ari við lærða skólann, sem vit- anlega gat ekki gefið honum sjerstakan aldursrjett til prests- skapar hjer fram yfir hinn. En blaðinu tókst ekki að gera sókn- armenn fráhverfa hinum unga presti. Mörgum hjer í bæ var enn í minni, með hve miklum heiðri Hall- grímur Sveinsson hafði, átta árum áður, verið brautskráður úr skóla 'sem fyrsti ágætiseink- unnarstúdent (,,præisti“) lærða skólans þau 63 ár, sem liðin voru af öldinni, og þá ekki síður hinn glæsilegi vitnisburður, sem Bjerni rektor hafði gefið stúdent inum unga við það tækifæri (sbr.Skólaskýrsluna fyrir skóla- árið 1862—63, bls. 136). Þeir hinir sömu gátu ekki annað en gert sjer hinar bestu vonir um hann sem dómkirkjuprest og tal- ið það happ fyrir söfnuðir.n, að fá hann í þá stöðu. Og þeir, sem ekki þektu hann áður, gengu þegar við fyrstu kynningu úr skugga um, að síst væri ástæða til að amast við hinum unga dómkirkjupresti. Dagfarið alt, yfirlætisleysið og prúðmenskan var með þeim ágætum þegar frá upphafi veru hans hjer, að menn gátu ekki annað en fengið mæt- ur á manninum, enda varð það brátt almannarómur um sjera Hallgrím, að leit mundi vera á ,,prestlegri“ manni en honum, hvort heldur væri í kirkju eða utan kirkju. Hann þótti frá fyrstu byrjun prestskapar síns góður kennimaður í prjedikun- arstól. Prjedikanir hans voru hvað framsetninguna snerti, ávalt samdar af sýnilegri vandvirkni hins samviskusama og gáfaða kennimanns, og /itnisburðurinn ómengaður kristindóms-vitnis- burður manns, sem „veit á hvern hann trúir“. Þó fór enn meira orð af sjera Hallgrími sem ung- mennafræðara. Alúð hans við það þýðingarmikla starf var svo frábær, að mjer er geði næst að halda, að í þeirri grein tæki enginn samtíðarpresta hjer á landi honum fram, enda hefi jeg aldrei heyrt annan dóm iagðan á það starf hans af nein- um þeirra, sem áttu fræðslu hans að njóta, en sjálfur var jeg einn af þeim. Einnig var sjera Hallgrími viðbrugðið sem sálu- sorgara af öllum, sem til hans leituðu með vanhagi sína eða sem hann leitaði upp óbeðið, til þess að ljetta þeim byrðar mót- lætis og rauna, enda urðu spor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.