Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 6
126
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Hann fetar i fótspor
föður sins.
r
Astamál
Michaels
Rúmeníukonungs
MICHAEL KONUNGUR
(18 ára og ástfanginn)
CAROL landflótta konungur Rúmena mlsti veldlssprota slnn
vegna ástar á konu. Margt bendir til, að á sömu leið munl
fara fyrir syni hans, Michael, núverandi Rúmeníu konungi. Nafn
Mögdu Lupescu, hinnar rauðhærðu, blóðheitu og skapmiklu hjá-
konu Carols konungs, er vel þekkt um allan heim. Ef til vill á nafn
Irenu Malaxa eftir að verða frægt af sömu ástæðum. í eftirfarandi
grein, segir maður, sem er kunnugur ungfrú Malaxa, frá ástum
hennar og hins unga Rúmeníukonungs:
sjaldan getið í sambandi við það.
Um störf Hallgríms biskups
að opinberum málum bæði bæj-
armálum( t. d. í sáttanefnd,
þar sem hann átti sæti í 21 ár og
í niðurjöfnunarnefnd, þar sem
hann tvívegis átti sæti í samtals
13 ár, þar af 9 ár samtals sem
formaður nefndarinnar) og þjóð
málum (sem konungskjörinn
þingmaður 1885—86 og 1893—
1903), skal ekki hjer rætt. Aðeins
þykir rjett að geta þess, að á al-
þingi reyndist hann einatt þjóð-
lyndari en menn áttu að venjast
af konungkjörnum þingmanni og
fór þar einatt sinna ferða eftir
því, sem sannfæringin bauð hon-
um.
Um einkalíf Hallgríms biskups
er það í fæstum orðum að segja,
að það hafði á sjer, engu síður en
störf hans í embættum, öll
hin sömu eiiikenni hinnar stak-
legu reglusemi og prúðmensku
mannkostamannsins, sem í engu
vildi vamm sitt vita. Svo mikill
alvörumaður sem biskup var í
eðli sínu, gat hann alt að einu
verið hinn skemtnasti er því var
að skipta, smágamansamur, en
gamanið jafnan græskulaust. —
Heimilið var ávalt með þeim á-
gætum, að í híbýlaprýði og heim-
ilisbrag stóð ekkert heimili þessa
bæjar prests- og biskupsheimil-
inu á Vesturgötu 19 framar,
enda var þar aldrei öðru að mæta
er fölskvalausri elskusemi af
hálfu húsráðenda, biskups og
hans ágætu eiginkonu. Um þetta
geta ekki aðrir vandalausir betur
borið en sá, er þetta ritar, enda
á hann þaðan svo margra ánægju
stunda að minnast, sem ljúft er
að rifja upp fyrir sjer nú á ald-
arafmæli íturmennisins, sem þar
gerði garðinn frægan.
Liðsforingi einn var vakinn um
miðja nótt, skömmu áður en Bar-
dia fjell, og honum tilkynnt, að
500 ítalskir hermenn vildu gef-
ast upp.
„Segið þeim að það sje ekki
hægt“, sagði liðsforinginn og
geispaði. „Orustan er ekki fyr en
á morgun. Segið þeim að koma
aftur seinna".
I Bukarest, borg hinna róman-
* tísku ástarævintýra, og glað-
værustu borg Balkanskaga, áður
en Þjóðverjar settust að í land-
inu, hefi jeg fylgst með atburð-
um innan konungsfjölskyldunn-
ar, sem virðast vera endurtekn-
ing á sögu fyrri kynslóðar á veld
isstóli Rúmeníu.
Aðalsöguhetjan í þessu nýja
ástarævintýri innan rúmensku
konungsfjölskyldunnar er upp-
skafningsleg tískumær, sem hef-
ir yndi af að þjóta um götur Buk
arestborgar í hárauðum Merce-
des-Benz bíl, án þess að hún taki
tillit til leyfilegs ökuhraða. ír-
enu Malaxa virðast yfir höfuð
lítil takmörk sett.
Michael Rúmeníukonungur,
sem nú er 18 ára, er ástfanginn
af þessari „almúgastúlku" og vill
giftast henni — alveg eins og fað
ir hans, Carol fyrverandi kon-
ungur kvæntist almúgastúlkunni
Zizi Lambrino, og síðar tók að
sjer aðra rauðhærða stúlku,
Mögdu Lupescu, sem nú hefir
fylgt honum í útlegð.
★
rena Malaxa er 22 ára og er
dóttir auðugs vopnasala af
grískum ættum. Eins og er, má
segja að Irena sje dökkhærð, en
hún er sífelt að breyta um hára-
lit. Stundum er hún ljóshærð,
eða jafnvel rauðhærð, alt. pftir því
hvað henni dettur 1 hug í það og
það skiftið. Hún notar mikið feg
urðarmeðul og klæðist ríkmann-
lega, en all-áberandi. Hún hefir
eignast fleiri óvini vegna klæðn-
aðar síns, heldur en vegna gá-
lauslegs aksturs, því hún sjer
jafnan svo um, að klæðnaður
IRENA MALAXA
(22 ára — auðug tískumær)