Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Side 14
134
LESRÓK MOROUNBLAÐSINS
meginhluti þess kartöfluakur, en
hitt með ýmiskonar matjurtum.
Við veginn stóð íbúðarhús úr gul
um tígulsteini, allstórt, að því er
mér fannst, en á bak við það um
20 metrum innar á lóðinni, hest-
hús og vinnuskúr með lágu lofti
yfir. Þjóðvegurinn afmarkaði
landið vestan megin, en járn-
brautin milli Hróarskeldu og
Hróarskeldu og Krosseyrar
(Korsör) að austan. Norðan við
var bóndabær, en að sunnan lá
vegarspotti frá þjóðveginum til
dálítils þorps, þar sem vegurinn
lá yfir járnbrautina var lítið hús
úr rauðum tígulsteini. I því bjó
vörðurinn, sem sá um að loka
veginum í hvert sinn, sem járn-
brautarlest þaut um teinana, en
það var oft á dag, því þetta var
ein aðalleið hinna dönsku járn-
brauta.
Hinn nýi húsbóndi minn var
ekki Hróarskeldubúi, heldur að-
fluttur fyrir 2 árum, ásamt konu
sinni, frá Borgundarhólmi og
þau áttu einn dreng á fjórða ári.
Ein bjuggu þau í hinu stóra
húsi.
Þegar ég hafði borðað, fór jeg
út að skoða umhverfið. Þar man
jeg að fyrst gekk jeg að hinum
stóru trjám á bóndabænum, því
mig fýsti að vita, hvort hægt væri
að klifra upp í toppinn á þeim.
Það var hægt. Og margt bar fyr
ir augu nýstárlegt undir eins
þennan fyrsta dag. Einna star-
sýnst varð mjer á hinar dönsku
bændur, sem komu akandi til
kaupstaðarins með sína feitu
grísi. Flestir fóru þeir afarhægt
og flestir voru þeir með hálf-
langa tóbakspípu, með postulíns-
haus á, í munninum. Það var ó-
líkt íslensku bændunum, þegar
þeir toguðu lestina sína áfram
eða þeystu lausríðandi ,,í loft-
inu“. — Sinn er siður í landi
hverju.
Svo leið þessi viðburðaríki dag
ur að kveldi og háttatíma. Hvar
átti ég nú að sofa, þessa fyrstu
nótt og næstu fjögur árin? Um
kvöldið vísaði húsbóndi mér til
sængur í herbergi uppi á lofti
yfir hesthúsinu. Gólfið var alls
ekki svo lítið, en herbergið var
undir flatri súð, svo jeg gat að-
eins staðið upprjettur í svo sem
þriðjung herbergisins — og var
jeg þó lítill að vexti.
Þetta þótti mjer heldur en ekki
óþægilegt að eiga að sofa þarna,
einn í húsi, langt frá öðrum
mönnum. Heima á fslandi hafði
jeg gleypt í mig allar draugasög
ur, sem jeg gat náð í. Afleiðing
þess hafði orðið myrkfælni og
það svo, að það hálfa af henni
hefði verið ærið nóg. Nú hefndi
það sín að hafa svikist um við
að læra dönskuna hjá Morten
Hansen. Annars hefði jeg getað
sagt frá kvíða mínum yfir að
vera ein í húsi. Þó er það auð-
vitað ekki víst að húsbóndi minn
hefði skilið hvað myrkfælni er,
því í Danmörku eru menn stein-
hættir að ganga aftur, og vita að
það er miklu meiri ástæða til að
óttast lifandi menn en dauða.
Jeg kom norðan frá yndisleg-
um, björtum maí nóttum, en
þarna syðra var komið niðamyrk
ur klukkan að ganga ellefu! Og
út varð jeg að fara, og jeg held
meira að segja, að jeg hafi haft
gott af að láta ekki undan myrk-
fælninni. En það veit sá sem allt
veit, að ekki leið mjer vel þarna
á loftinu þessa nótt — og marg-
ar aðrar síðar. Þó að jeg grúfði
mig niður undir yfirsængina, þá
bárust til mín margskonar hljóð
að utan og innan, þegar í vind-
inum hvein, hestarnir spörkuðu
í veggina, og þegar næturlestirn-
ar þutu framhjá, svo að húsið
hristist. Smám saman minkaði
myrkfælnin, þó aldrei hyrfi hún
alveg.
Næsti dagur var virkur dagur,
og jeg byrjaði vinnuna. Dagarn-
ir voru fljótir að líða og vonum
fyr fór jeg að skijja aðra og fór
að geta látið aðra skilja mig. Jeg
held að ekki hafi liðið fleiri vik-
ur en sex, áður en jeg var orð-
inn fullfær í þeirri dönsku, sem
á þurfti að halda undir þeim
kringumstæðum, sem jeg var í
þá.
★
Svo var það einn dag, þegar
liðnir voru tveir mánuðir frá því
er jeg kom, að jeg lá og hvíldi
mig í miðdegistímanum. Þá kom
húsbóndi minn til mín, og sagði
að maður vildi finna mig. Jeg
var hissa, því jeg átti ekki von á
neinum, En meira hissa varð jeg
þó, er jeg sá að þar var kominn
Morten Hansen skólastjóri —
því hann sagðist vilja vita hvern
ig mjer liði, áður en hann færi
heim. Húsbóndi minn gaf mjer
frí, svo gafst mjer tækifæri til
þess að fara með Hansen um
Hróarskeldu, meðal annars skoð-
uðum við dómkirkjuna, sem jeg
sá nú að innan í fyrsta sinn,
þetta gamla æruverðuga hús, er
geymir jarðneskar leifar danskra
konunga alt frá Haraldi blá-
tönn (d. um 995) til Kristjáns
IX. (d. 1906), þegar við Hansen
kvöddumst á járnbrautarstöð-
inni, gaf hann mjer 10 krónur
að skilnaði. — Það mátti þá fá
meira fyrir þá upphæð en nú.
Jeg kunni vel við mig í Hróars
keldu þetta sumar. Veðrið var
indælt, oftast nær og um sumar-
ið var nóg um alskonar ávexti,
sem jeg hafði haft lítil kynni af
áður. Á hálfri „tunnu“ lands voru
jarðarber, gómsæt og ilmandi.
Af þeim mega þeir, sem tína þau,
venjulega borða eins og þá lyst-
ir — nema fyrsta hálfa mánuð-
inn, meðan þau eru í hæsta verði.
Svo komu hindberin síðar — þeg
ar maður var búinn að fá nægju
sína af jarðarberjunum. Þá tóku
plómurnar við, þá perurnar og
eplin. Af því mátti fá nóg, þó
ekki væri það af trjám húsbónda
míns, því þau voru svo ung og
lítil, að þau voru ekki farin að
bera. En það besta af öllu voru
þó hin viltu „skógarjarðarber",
í brekkunum undir járnbraut-
inni. Þau gat maður altaf „inn-
byrt“, þó maður gæti fengið leið
á öllu öðru.
Húsbóndinn virtist mjer hæg-
lætismaður og var ekki krafið af
mjer meira en jeg gat afkastað.
Annar lærlingurinn, * sem hjá
honum var, fór sendiferðimar
í borgina á meðan jeg var ókunn
ugur. Á hverjum degi keypti
hann einn pakka af Nobel-sígar-
ettum handa frúnni — og þær
voru jafnan búnar að morgni
næsta dags, og voru þó 20. í pakk
anum. Vikulega sótti hann tvær
þriggja pela flöskur af brenni-