Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 135 víni í sprittverksmiðjuna — á 35 aura flöskuna. Voru þær æfin- lega tómar í vikulokin. Tíkki var þó hægt að segja, að þau væru vínhneigð og aldrei sá jeg á þeim vín, en þetta var siður þá, að drekka snaps með mat. — Þá fjekk hver verkamaður í spritt- verksmiðjunni tvær flöskur af klára brennivíni í uppbót á viku- kaupið og þar var gamall verka- maður, sem ekki drakk, sem seldi húsbónda mínum uppbótina sína. Nú myndi þetta þykja nokkur vínneysla hjá einum hjónum, 104 þriggja pela flöskur af brenni- víni á ári. Fæðið var sæmilegt um sumar- ið, en þjónustan aðeins „svona og svona“, enda er sá siður í Dan- mörku, að karlmenn sjá þar meira um slíkt sjálfir, en siður er á íslandi. Og eiginlega var ekkert við það að athuga, annað en að jeg var slíku öldungis óvan- ur. ★ Oft fann jeg auðvitað til þess, að jeg var einn í framandi landi. í Hróarskeldu var þá enginn Is- lendingur nema jeg og ekki sjald an fann jeg að þarlendir menn litu á mig rjett eins og einhverja sjaldgæfa fuglategund. Og oft hneykslaðist jeg á, hve margir þeirra vissu sára lítið um ísland og Islendinga, eða höfðu jafnvel alrangar hugmyndir um land og þjóð. Mjer dettur þetta oft í hug, þegar landar, sem hafa farið út fyrir landsteinana, koma heim barmafullir hneykslunar yfir því, hve erlendar þjóðir vita lítið um okkur. Þeim góðu mönnum dettur sjálfsagt í hug að snúa dæminu við og spyrja sjálfa sig, hvað þeir viti mikið — eða rjetttara sagt lítið — um aðrar þjóðir, og íönd, sem eru þó margfalt stærri en við. Og hvað gerir það okkur til, þó einhverjar haldi að við sje- um ekki hvítir menn? — Ekk- ert. Því við erum jafn hvítir fyr- ir því, þó einhverjir kunni að halda að við berum einhvern annan hörundslit. Kunningjafólk átti jeg ekki annað en járnbrautarvörðinn, er áður er getið, konu hans og syni, sem voru á svipuðum aldri og jeg. Þangað var stutt að skreppa á kvöldin eftir vmnu og oft var þar kaffisopi á könnunni. Og á helgum fórum við út í Darup Mose, þar voru nokkrir stöðupoll ar með smáfiskum og geddum, sem við reyndum að veiða. Gedd an er argasti ránfiskur og getur orðið feiknastór, 25—30 kg. Hún er ótrúlega gráðug og er því nefnd „hákarl stöðuvatnanna". Stórar geddur eiga það til að ráð ast á vatnaotra, og jafnvel að glefsa í fólk, sem er í baði. 1 þjóð- sögum okkar er getið um „geddu móðir“, og hafa þær sögur vafa- laust borist með landnámsmönn- um, sem þektu gedduna á þeim stöðum, er þeir komu frá. Menn hjeldu, að geddan yrði hundi’að áva. Aldrei fengum við strákarnir stærri geddur en tveggja punda, því þarna voru þær ekki til. Við beittum fyrir þær lifandi smá- fiskum, sem syntu svo um, þar til geddan gleypti þá og öngul- inn með. Ekki þurfti leyfi til þess að veiða í þessum pollum, en annars var rjettur til veiði seld- ur í hverju vatni og á hverjum bóndabæ. Góðir þóttumst við, ef við komum heim með fáeina fiska f Lesbók M-orgunblaðsins 5. jan. * s.l. er frásögn um Guðmund Magnússon í Stóru-Skógum. Telur höfundur hann hagyrðing góðan og tilfærir nokkrar vísur eftir hann. Jeg skal ekki dæma um hagleik vísna þessara, en þrjár af þeim — þó sjerstaklega tvær — finst mjer vera áberandi ólíkar að anda og orðfæri hinum öðrum vísum Guðmundar, enda heyrt alt aðra feður talda að þeim vísum. Fyrsta vísan, „Nú er hlátur nývakinn“ o. s. frv., hefi jeg heyrt fullyrt að væri eftir þá nafna Jón Þorvaldsson — dvaldi víða í Þingi og Ásum — og Jón Ásgeirs- son á Þingeyrum. Jón Þorvaldsson þó smáir væru, og gott höfðum við af þessum ferðum. Og þarna í mýrinni við Dar- up kyntumst við storkunum, sem settu svip á margan danskan bóndabæinn. Þeir gengu þar um, háalvarlegir að sjá og tíndu margan froskinn og smáfiskinn í pollunum og moldvörpur á ökr- unum. Bændurnir settu gamalt ónýtt vagnhjól fast uppi á strá- þaki bæjanna og svo báru stork- arnir sprek að og bygðu sjer þar laup, urpu og unguðu út. — Víða voru þá storkahreiður á bæjum og á hverri kirkju í sveit heyrði það beinlínis til. Þeir flugu burt á haustin til heitari landa, aftur komu þeir á vorin, sömu hjónin í sama ílreiðrið. — Bændunum þótti vænt um, ef storkahjón tóku heima á þaki hans, það þótti tákna hamingju. — Börnin dönsku trúðu því lengi að storkarnir kæmu fljúgandi með lítinn bróðir eða systir, handa þeim, í nefinu. Nú er stork um mjög fækkað þar í landi, með aukinni framræslu danskra mýra hafa lífsskilyrði versnað stórum fyrir þá. Og svo haustaði að, þetta ár eins og önnur. Storkarnir flugu í suður átt og veturinn danski gekk í garð. (Athugasemdir) var snotur hagyrðingur, og kast- aði hann oft fyrri helming vísu til nafna síns, þegar fundum þeirra bar saman, en Jón Ásgeirs- son botnaði jafnan samstundis. Einhverju sinni var Jón Þorvalds- son á ferð til Blönduóss. Á mel- unum fyrir sunnan Hjaltabakka sjer hann að nafni hans, Jón Ás- geirsson, kemur á móti honum úr kaupstaðnum og er vel við skál. Hyggur Jón Þorvaldsson þá, að nú sje tækifæri til þess að kveða nafna sinn í kútinn. Lyftist hann og dálítið í sessi við þá tilhugsun, að nú fái hann góða glaðningu þegar þeir nafnar mætist. Þegar þeir hittast mælir J. Þ.: »Nú er hlátur nývakinn ...«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.