Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nokkur orð um afbrýðisemi að er eitthvað óheillavænlega aðalaðandi við manninn sem er afbrýðisamur gagnvart þjer. Það er — ja, fremur taugaæsandi að komast að raun um, að maður sje svo hrifinn af fegurð þinni og yndisleik, að sá hinn sami þjáist þegar annar verður þess aðnjót- andi. Ef þú hefir heilrigðan hugs- unarhátt, ef þú ert mannleg, hlýc- ur þú að finna til sjerkennandi, leyndardómsfulls titrings, þegar þú dansar fram hjá honum í örm- um einhvers annars — en venju- lega iðrast þú að hafa orsakað sársauka. Sannleikurinn er samt, að af- brýðisemin er hættuleg. Hún gef ur til kynna og bendir á veik- leika, sem engin stúlka, ef hún elskar mann, getur leyft sjer að virða að vettugi. Ef hún er tryll- ingsleg og rótgróin, getur hún haft í för með sjer sorglegar af- leiðingar fyrir framtíð stúlkunn- ar. Afbrýðisemin gægist fram í störfum eiginmanns hennar og at- höfnum, eins birtist hún á heimiii þeirra. Ungi maðurinn, sem hefir svo iítið traust á sjálfum sjer, að hann er í stöðugum ótta um að missa konuna sem hann elskar. vekur sjaldan traust á sjer í brjósti annara. Jeg vann einu sinni hjá lög- manni, reglulegum harðstjóra. Þrátt fyrir lítil efni hafði hann rutt sjer braut gegnum háskólann og svo auðnaðist honum að hreppa stúlkuna, sem hann elskaði. Palleg stúlka, vel upp alin og auðug. Hún varð fyrir hræðilegri afbrýðisemi hans. Hann var afbrýðisamur vegna þess að hann var ekki ör- uggur. Hann fann til vanmáttar- kendar gagnvart fjölskyldu henn- ar, sem hún ekki einu sinni mátti heimsækja. Vegna þess að hann skorti traust á sjálfum sjer, hafði fólk lítið traust á hon- um. Og eina vörn hans var að öskra, þjóta um og ógna, bæði utan heimilis og heima fyrir — til þess að virðast voldugur og hættu- legur náungi — sem í rauninni var ekki annað en skjálfandi skræfa. „Jeg giftist honum með þá röngu hugmynd, sem svo margar stúlkur hafa, að afbrýðisemin sje einkenni um mikla ást“. Þessu trúði konan hans mjer fyrir stuttu fyrir skilnað þeirra. Þau höfðu lif- að í óhamingjusömu hjónabandi í 10 ár. „Jeg var í rauninni einskis virði, og honum ekki hjartfólgin — svo veit jeg líka að sumar af vin- stúlkum mínum öfunduðu mig jafnvel. Engin okkar vissi um, hve afbrýðisemin er hættuleg. Jeg segi ekki að jeg hefði ekki gifst honum, þó að jeg hefði tekið eftir viðvöruninni". Augu hennar fengu angurværan blæ. „Engu að síður elskuðum við hvort annað. En jeg hefði átt að hafa skilning á hvað orsakaði hina ástæðulausu hegðun hans. Áður en við giftumst, eða fyrsta árið okk- ar, þegar jeg hafði fastari tök á honum, trúi jeg því að jeg hefði getað hjálpað honum að yfirvinna þetta, fullvissaði hann um, að jeg kærði mig ekki hætis hót um tekj- ur hans, en elskaði hann sjálfan. En jeg gerði mjer ekkert af þessu ljóst fyr en of seint — fyr en úr var orðin hræðileg afbrýðisemi, sem hefir algjörlega eyðilagt ham- ingju okkar“. Að lækna afbrýðisaman eigin- mann er óþægilegasta verk, sem konan getur tekið sjer fyrir hend- ur. En hún verður að gjöra það, ef hún á að vænta friðar hjer á jörðu. Afbrýðisemin er viðu.r- styggilegt illgresi, sem altaf held- ur áfram að þróast. Eiginmaður- inn, sem verður ólundarfullur þegar minst er á gamalt tilhugalíf, tekur gömlum kunningjum þínum illa, foreldrum þínum og jafnvel börnunum. Ef þú átt að giftast afbrýði- sömum manni, reyndu að um- breyta þesskonar hugsunarhætti hans áður en þið giftið ykkur, ykkar beggja vegna. f fyrsta lagi skildu það og mundu, að afbrýði- semin er altaf veikleikatákn. Reyndu þvínæst með skilningi, valdi og allskonar upphugsanleg- um ráðum að bjarga honum. Það er ekki auðvelt. Sá afbrýði- sami mun ólmast eins og villigölt- ur„ ef hann tekur eftir því að þjer detti í hug að hann hafi einhvern veikleika. Eða hann mun draga sig í hlje, verða gætinn og varkár, og dylja þig þessa. En bíddu og taktu eftir, brátt færðu að heyra sannieikann. Svo getur þú einnig lært margt af fólkinu, sem þekti hann á undan þjer. Undantekningarlaust er hægt að rekja viðkvæma bletti afbrýðisem- innar aftur í bernsku. Aflaðu þjer upplýsinga um það tímabil æfi hans. Kona lögmannsins hafði á rjettu að standa þegar hún kann- aðist við. að hún hefði átt á ein- hvern hátt að fullvissa mann sinn um, að hann væri á engan hátt lægra settur en hún. Kærðu þig kollótta um örlítinn vott afbrýðiseminnar. Stattu ekki af ásettu ráði í móti græneygða skrímslinu, en láttu það aldrei halda að þú beygir þig á knje. Gefðu ljettilega og bersýnilega til kynna, að afbrýðisemin hafi engin völd, og hagaðu þjer samkvæmt því, en aldrei með hörku. Ef eiginmaðurinn verður hams- iaus af reiði út af saklausu stefnu - móti á kaffihús með gömlum skóla fjelaga, væri það ekki rjett að þjóta strax ofan í bæ og hitta fjelagann strax sama kvöld — en það væri álíka kjánalegt að reyna af fremsta megni að forðast hann. Leikurinn, sem er einfaldur og of hversdagslegur til þess að verða endalokin hjer, er venjulega hið slökkvandi vatn, sem eldur afbrýðiseminnar þarfnast. Sá eld- ur, ef þú hvorki berð á hann eða reynir að yfirvinna hann, brenn- ur að síðustu út. Að lokum. vertu aldrei sek um afbrýðisemi sjálf. Þó það sje erf- itt, því enginn er algjörlega ó- næmur. Og ef þú nokkurn tíma finnur til hennar, láttu það þá ekki á þjer skilja. (Lauslega þýtt úr tímaritinu ,,Woman“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.