Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 1
hék 8. tölublað. $töler&Mmbltojbmm8 Sunnudagur 12. apríl 1942. XVII. árgangur. íitfold«rpr«DUmiflJa h.t. *00<XXXXX>000<X>0<><X>«00<><X><>00000<><><><>0<X><>000^ Jón Magnússon: LAND og PJOÐ Land og þjóð er orðið eitt. Annars væri hvorugt neitt. Götu vora helgað hefur hetja mörg er fallin sefyr, fyr sem stríddi þjáð og þreytt. Sjórinn, haginn, heiðin, skaginn huga barnsins að sjer vefur. Mæðra og feðra arfur er alt, sem fyrir sjónir ber. Öll þín sorg og öll þín tár, öll þín kvöl í þúsund ár, öll þín frægð og gæfugengi grípur vora hjartastrengi, hver ein minning sæt og sár. . Slungið harmi, barm frá barmi bergmál tímans varir lengi. Undir logar orka hljóð: alt, sem gerir menn að þjóð. Því var ei til einskis gjörð æfi vorrar ganga hörð. Alt, sem tímans óró gleymir, alt í helgum sjóði geymir andi og mold þín, móðurjörð. Lífs þíns óður, æstur, hljóður eins og lind um hjartað streymir. Guði vígt og eilíft er alt, sem fagurt býr með þjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.