Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK M0B6UNBLAÐSINS 119 I bókasafni landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar ]V/T Á vera að einhverjum þyki það frjettnæmt að bóka- safn sem a. m. k. á einu sviði er hið lang merkasta í heimi, skuli vera í eigu íslendings. En svo nefna landarnir Vilhjálm Stefáns- son, og svo hefir hann jafnan gert sjálfur, þótt hann sje borgari Bandaríkjanna. Vegna þess hve hljótt hefir ver- Jð um þetta merkilega safn, skai •ieg nö lýsa því í stuttu máli. Safnið er að öllu leyti einka eign og hefir verið safnað og ennast án utanað komandi styrks eða hvatningar. Bindin í safninu eru um 16000. Þar er margt bóka sem er með öllu ókleift að fá ookkurs staðar. Sumar þeirra eru •íafnvel frá árinu 1520 og þó í agætu ástandi. Sem dæmi um verð öiæti sumra bókanna má geta einnar þeirra. Það eru þrír pj sr hundnir saman, og fjalla um ferð- ir nianna norður í kuldabelti. Fyr- l1- þessa bók voru eigandanum ný- iega boðnir 2000,00 dollarar eða upphæð sem nemur nú í íslensku ^Íe 13 þösund krónum. En bókin var ekki föl og er enn í eigu ^ilhjálms Stefánssonar. Þótt verð oiæti bókanna sje nú mikið, hafa þær ekki allar kostað mikið fje 1 fyrstu, t. d. var hin fyrnefnda heypt í safnið fyrir 30 dollara og °onur jarfnverðmæt var keypt fyrir 15 cents. Það sem gerir safn- ih alldýrt í rekstri, er hið mikla hösróm, sem það þarfnast. Það er 1 ellefu herbergjum og vel áskip- að, en hösnæði er dýrt í hjarta alheimsborgarinnar. ★ Viðhald og flokkun safnsins hefir kostað óhemju fje og fyrir- höfn. Hin stórmikla spjaldskrá þess hefir gert það sjerlega þægi- iegt í notkun. Það e'r ekki aðeins aÖ hægt sje að leggja hönd sam- stundis á hvaða bók sem er eftir nafni hennar og höfundi og ót- gefanda, heldur er þar og efnis- skrá, þar sem tæmandi örlausu má fá á ýmsum atriðum sem er að leita víða í sömu bók og í mörgum bókum og tímaritum. Safnið er langtum merkara en bókafjöldinn gefur til kynna. Það er vegna þess, að bækurnar eru vandlega valdar. Yfirleitt má segja að það sjeu alt fræðibækur, þótt aðrir bókmenta gimsteinar hafi og slæðst þangað- Safninu er skift eftir efni í 13 deildir. Hin elsta þeirra eru íslenskar bæk- ur. Sumt af þeim er iir eigu föður Vilhjálms Stefánssonar, sem var bókamaður og hjelt jafnvel saman íslenskum dagblöðum, en svo var farið mörgum íslendingi, sem gerðist landnámsmaður hins nýja heims. Stundum var bókakista ein eða fleiri með í förinni, þótt ann- að væri eftir skilið. Megnið af hinum íslensku bók um er safn Eggerts Laxdals, sem lengst sinnar æfi var verslunar- stjóri á Akureyri, og átti eftir afar langt og trótt æfistarf ekki annað eigna en mikið og gott bókasafn. Átti fyrir safninu að liggja að lenda í einu annars manns, sem einnig hefir orðið auðugri að þekkingu en fjármun- um. Vilhjálmur telur sjálfur að hann hafi keypt safn Laxdals fyr ir gjafverð. En í átthögum mínum var á almæli að það hefði kostað of fjár. Sínum augum lítur hver á silfrið. ★ Þótt safn Laxdals væri ágætt á sínum tíma, þá er safni Vilhjálms Stefánssonar vant margra þeirra fræðibóka íslenskra, sem síðan hafa komið öt, sem að líkindum lætur, þar sem maðurinn er ekki auðugur, en margt annað aðkall- andi. Veit jeg að íslendingar hefðu bætt ór þessu, ef þeim hefði verið málið ljóst. Myndi margur höf- undur og útgefandi feginn vilja senda eintak og votta þannig við- urkenningu þeim manni, sem allra manna mest hefir aukið þekkingu á íslandi og haldið sæmd þess á lofti. Nokkrir hafa sent bækur í safn Vilhjálms. Fleiri myndu gera það, ef þeim væru kunnar allar ástæður. T. d. má nefna það, að rnargir vísindamenn sækja nó í safnið og eiganda þess þekkingu í þeirri tró að þar sje hana besta að fá, eða jafnvel hvergi annars staðar. Þessu til sönnunar skal þess getið, að nú starfa ellefu manns í þjónustu Vilhjálms að ýmsu er stjórn Bandaríkjanna hef- ir falið honum. Álitlegur þáttur í þessu starfi fjallar óm þekkingu á íslandi. ★ Iljer í álfu eru til fleiri menn en margan myndi gruna, sem kunna íslensku. Yfir 50 háskólar kenna norrænu. íslenskar bókment ir eru að vekja hjer áhuga. Jeg er oft spurður hvort hægt sje að fá íslensk-enska orðabók eða kenslubók í íslensku. Það myndi áreiðanlega vera all- gott tækifæri til að kynna góðu íslenska bók að hafa hana í safni Vilhjálms, því að hann er ekki aðeins talinn frægasti landkönn- ulur sem nó er uppi, heldur og boðberi öruggra staðreynda, sem enginn vefengir. Má í því sambandi nefna síðustu bók hans, Ultima Thule, sem fjall- ar aðallega um það, hvort gríski snillingurinn Pytheas og Kristófer Kolumbus hafi í raun og veru heimsótt ísland, eins og þeir sjálf- ir sögðu. Þar hefir með óhemju vinnu verið dregið saman alt það er til órlausnar mætti verða á þessari ráðgátu og rökrætt í ljósi hinnar miklu þekkingar höfund- arins á viðkomandi staðháttum fyr og síðar. Eftir lestur bókarinnar finst manni að rök og líkur hnígi ein- dregið að því að báðir þessir menn hafi heimsótt ísland og sagt frá því af raikilli sannleiksást. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.