Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 7
LSSBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 YORK LIÐÞJÁLFI FER AFTUR í STRÍÐ. Alvin C. York liðþjálfi var kunn hetja í síðasta stríði. Og nú er hann aftur að fara í stríðið. Hann ljet skrá sig í Wolf River, Tennessee, þar sem hann á heima, og vildi svo til að sami maðurinn (síra Pile), sem skráði hann í herþjónustu í fyrra stríði, gerði það einnig nú. — í fyrra stríði tók York 132 Þjóðverja fasta aleinn í Ar gonne skógi í októbermánuði 1918. ilinu og taldi lögreglan því lík- legast, að dulurnar hefðu verið notaðar sem merkjakerfi, þær ferhyrndu sem punktar, en þær löngu sem stryk. En hún gat ekki sannað það. Eina nóttina gerðu menn hús- rannsókn á japönsku heimili. Þar var hundkalt inni, en eldiviður var á arninum, svo að einn mað- urinn bað um að mega kveikja upp. Japaninn svaraði engu og maðurinn kveikti. En stofan fylt- ist af reyk. Þegar betur var að gáð, var ljósker af bifreið í opinu á strompinum og þráður úr henni niður í stofuna. Þótti líklegt, að þessi útbúnaður væri til þess gerður, að gefa flugvjelum merki. * MEXICOMENN, sem jeg hefi talað við, eru sannfærðir um, að Japanar muni gera fyrstu árás sína á Kyrrahafsströnd í maí. Þeir virðast trúa þessu, og segja, að japanskir nágrannar þeirra segi, að stór borg í California muni verða að „rjúkandi rúst“ í þeim mánuði. Hernaðaryfirvöld in eru vantrúuð á þetta, en sí- felt er verið á verði bæði gegn innrásaróvinum og hinum, sem eiga heima innan landamæranna. Úr einum bæ í California, með 6000 íbúum, hefir helmingurinn verið fluttur á burt — Þjóðverj- ar, ítalir og Japanar. Og úr mörg um bæjum hefir verið fluttur helmingurinn eða meira. Þetta er allskonar fólk, verkamenn, sjer mentaðir menn og bankamenn. Jeg talaði við ítalskan lækni, sem hefir verið í ríkjunum í 52 ár, á eignir, borgar skatta og hefir kosið alla forseta síðan Taft, en hefir aldrei hirt um að verða ríkisborgari. Þess vegna varð að flytja hann um set. En hvað sem öðru líður, er það staðreynd, að njósnarar starfa á vesturströnd Ameríku og að sumir þeirra eru erlendir ríkisborgarar. Hernaðar- yfirvöldunum er rórra, að vita þá komna burt af þýðingarmesta svæðinu. Það sjest greinilega, eftir því sem atburðirnir á Pearl Harbor skýrast, hverju skipulögð fimtu- herdeildarstarfsemi getur áork- að, ef til innrásar kemur. Yíð- kunnust er sú aðferð japönsku bændanna, að skera stórar örvar í sykurakrana, sem benda í átt- ina til herstöðvanna. I Seattle var þetta líka gert fáeinum nótt- um eftir að stríðið hófst. — Færri vita það, að herskipið Utah, sem var hernaðarlega þýðingarlaust, var sökt í Pearl Harbor af því að það lá þar, sem flugvjelaskip átti að rjettu lagi að liggja. Flugvjela skipið fór út ljósalaust nóttina fyrir árásina, en Utah var sett á þess stað. Þetta hafði njósnur- unum í landi sjest yfir. Daginn eftir settust steypiflugvjelar Jap- ana að Utah, í þeirri vissu, að þar væri flugvjelaskipið. Japönsk silkiverslun setti aug- lýsingu í blað í Pearl Harbor í fyrstu viku desember. Þetta virt- ist vera algeng verslunarauglýs- ing, en njósnalögreglan fann eins konar gatað net úr pappír, til að leggja yfir auglýsinguna og kom þá ný vitneskja í ljós. Aug- lýsingin sýndi þá stund og stað, sem Japanar höfðu ákveðið fyrir innrásina. ¥ essi vilja yfirvöldin afstýra með því að flytja útlend- inga burt af vesturströndinni. Þau búast ekki við að geta fyrir- bygt alla hættu af starfsemi fimtu herdeildarinnar, því að þeir gera ráð fyrir, að hættan stafi líka af landráðamönnum, sem eru innlendir ríkisborgarar. Umkvörtunin, sem njósnalög- reglan heyrir oftast, er sú, að trúir, erlendir menn í ríkjunum, verði að líða fyrir fáeina svika- hrappa. Þessu svarar lögreglan þannig: „Allir, sem eru trúir Bandaríkjunum, verða að fórna einhverju fyrir stríðið. Þetta er ykkar fórn. Þjer amist vissulega ekki við því, að fórna einhverju fyrir ríkin, ef þjer viljið bjarga lífi og eignum Bandaríkjanna". Og við þessu er ekki nema eitt svar. f miðdagsveislu. Ræðumaðurinn: Jeg spyr, nem- ið þið nokkurntíma staðar til að hugsa? Jeg spyr aftur, staðnæm- ist þið nokkurn tíma til að hugsa? Gestur (óþolinmóður) : Jú! En hugsið þjer nokkurntíma til að staðnæmast 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.