Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 275 EFTIR RAONAR ÁSGEIRSSON Heimafólkið í Papey ásamt nokkrum gestum við Papeyjarkirkju, er herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson kom í eyjuna og vísiter- aði árið 1940. — Gísli bóndi í Papey sjest á myndinni við hægri hlið biskupsins. Langt út af Djúpavogi, klukku- tíma „siglingu á trillubát" blánar fyrir langri, lágri eyju út.i í reginhafi. Það er Papey, sem dregur nafn sitt af hinum írsku feðrum, sem höfðu tekið sjer bú- setu þar áður en þeir fóstbræður Ingólfur og Hjörleifur komu að Austurlandinu í sinni fyrstu könn- unarferð. Þessir menn vildu ekki vera með heiðnum mönnum og stukku burt til annara landshluta, er þeir komu, en ljetu eftir sig bagla og bjöllur og bækur írskar, og mátti af því sjá, að þeir voru menn írskir“, segir hinn sannfróði Ari Þorgilsson. Sjeð úr landi virðist eyjan ekki há, en þar eru þó hæðir nokkrar og lægðir á milli og eyjan sýnist nokkurn veginn jafnlöng, hvort sem maður sjer hana frá Djúpa- vogi eða af Berufjarðarströnd- inni. Þegar jeg hefi verið á ferða- lögum mínum, sem oftast hafa ------------------------------, SÆLUHÚSIÐ VÍÐ HAGAVATN. ekki enn tapað allri trú á loftvog- ina. En sú von varð sjer til skammar. Og þá var farið að ræsta húsið og ganga frá öllum áhöldum, svo að alt væri í röð og reglu. Það er borgaraleg skylda hvers þess, sem kemur í sæluhúsið, að fara frá öllu jafn fáguðu og það var þegar hann kom. ★ Það er leiðinlegt að þessi ferða- saga skuli vera hálfgerð rauna- saga. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur — og það er ekki von að altaf sje sól og sumar þegar Ferðafjelagið gerir út leiðangur, þótt oftast sje það Undarlega heppið með veður. Ilitt þykir máske merkilegra, að enginn í förinni mælti æðru- orð. Allir voru í sólskinsskapi all- an tímann, og það bætti upp sól- skinsleysið úti. staðið yfir að vetrarlagi, hefi jeg nokkrum sinnum komið á Djúpa- vog og hefi jeg þá jafnan haft í huga að fara út í Papey. En þá hefir jafnan staðið svo á, að jeg hefi verið bundinn af fastri ferða- áætlun, eða að veður hafi hamlað að af því gæti orðið. Jeg hefi einnig farið þama um á mótorbát að vetrarlagi og komið að Papey og heilsað Gísla bónda með handa- bandi, þar sem hann stóð á kletta- snös í fjörunni, en veður var svo ótrygt, að ekki þótti ráðlegt að hafa neina viðdvöl, því betra er að hafa bjart heldur en svart inu Hornafjarðarósinn. En því meir hefir mig langað til að skoða Papey nánar, sem jeg hefi komið nær henni. Nú var jeg staddur á Djúpa- vogi 6. þessa mánaðar og var að því leyti frjáls, að áætlun mín var ekki bundin við daga, þó hún væri bundin við vissa staði. Veðr- ið var indælt og gott í sjó og þarna var því eins og tækifærið til að komast út í eyna kæmi upp í hendurnar. Á Djúpavogi var þá einnig staddur Höskuldur frá Dilknesi, listmálari, ásamt konu sinni, og slógumst við í fylgd saman út í eyna, en hjeraðslækn- irinn á Djúpavogi, Ingólfur Gísla- son var svo elskulegur að slást í förina. Gátum við ekki fengið betri leiðsögumann en hann, því hann er sonur bóndans í Papey og er víst bæði fæddur þar og uppalinn. Við fengum leigðan lítinn vjel- bát til fararinnar, hann var ný- kominn úr fiskiróðri, vellandi í olíu og slori — en hvað er að fást um það. Formaðurinn bætir það UPP> því hann er kunnugur á þess- um leiðum og í ofanálag er hann afkomandi hinna alkunnu Hafnar- bræðra (Hjörleifs) — en þeir bræð ur, hann og Jón, voru hinir mestu hraustleikamenn, sem margar sagnir eru um á Austurlandi. Þeir fóru sjer yfirleitt hægt og rólega að öllu — og eins gerði bátsfor- maðurinn — en þeir ljetu hvergi sinn hlut og voru drengskapar- menn. Við fórum frá Djúpavogi eftir hádegi, út fyrir tangana og tókum svo stefnu á eyna. Sjór var sljettur og blíðskaparveður, en hin víðfræga Austfjarðaþoka huldi fjöllin, hinn skarpleita Bú- landstind og alt annað. En um það var okkur eiginlega alveg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.