Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 Sjómenn að skrifa brjef. þar brjef heim til ástvina sinna. Fá allir þar brjefsefni og frímerki og vanalegast sjer heimilið um það að koma brjefunum í póstinn fyrir þá.. Eru venjulega send þaðan á þriðju þúsund brjefa á hverju sumri. Enn fremur er sent þangað mikið af brjefum til sjómanna og kemur heimilið þeim til skila. Fyrirgreiðsla. Leitast er við að greiða fyrir sjómönnum á ýmsan annan hátt, sjerstaklega þeim, sem eru ókunnugir í bænum. Þar til má telja það, að heimilið tekur til geymslu föt, peninga og muni fyrir þá er þess óska, og sjer um peningasendingar hæim til þeirra. Kemur þetta sjer oft vel þegar skip koma inn á þeim tíma þegar pósthúsið er lokað. Margir sjó- menn fá geymd í heimilinu spari- föt sín yfir sumartímann. Þá má geta þess, að allir gestir hafa að- gang að síma hússins. Eru þar árlega afgreidd fjölda mörg land- símasamtöl fyrir sjómenn, flest eft ir að símstöðinni hefir verið lokað En auk þess nota gestir bæjar- símann mjög mikið. Dægrastytting. Útvarpstæki er í heimilinu og geta gestir hlustað þar á frjettir og annað sem út- varpið hefir að flytja. Koma oft margir þangað á kvöldin gagngert til þess að hlusta á frjettirnar. Radiogrammifónn er í sambandi við útvarpið og fylgir honum mik- ið af hljómplötum. Illusta menn oft þar á sjer til skemtunar. Píanó og orgel eru þar einnig og hafa gestir aðgang að þeim sjer og öðr- um til ánægju. Fræðsla. Iíeimilið lætur sjer eigi aðeins ant um að greiða fyrir gest um sínum og láta þá liafa hjá sjer betra athvarf heldur en þeir eiga völ á annars staðar, það hugsar einnig fyrir því að þeir verði þar fyrir menningarlegum áhrifum. I því skyni eru haldnar samkomur í stærsta sal hússins á hverju sumri, og eru allir boðnir og vel- komnir þar. Eru þar flutt erindi um ýmis efni, sýndar skuggamynd ir og kvikmyndir. Þar er og söng- ur og upplestur. Eru samkomur þessar venjulega haldnar um helg- ar, og eru nú orðnar fastur liður, í starfsemi heimilisins. Meðal ann- ars hafa þarna verið flutt erindi um síld og síldariðnað, stórfróðleg fyrir þá, sem.veiða síldina. i etta er þá í stórum dráttum frásögn um rekstur heimil- isins. Hún verður ósköp litlaus hjá hinu lifandi starfi. En áhrif þess og gagnsemi verða að sjálf- sögðu mikið komin undir hentugu húsnæði, og alúð, fórnfýsi og ár- vekni þeirra, sem um heimilið sjá. Um húsakynnin má það óhætt segja, að þau eru góð, og svo að- búnaður allur. Góðar og skemti- legar vistarverur hafa holl áhrif á menn. En þær þurfa líka að vera heimilislegar, og það hefir starfs- fólkinu tekist að gera þær. Og í stjórn fyrirtækisins hafa frá upp- hafi verið valinkunnir menn: Pjetur Björnsson kaupmaður, Ósk- ar J. Þorláksson sóknarprestur og Andrjes Hafliðason kaupmaður. Fjárhagur heimilisins hefir alt af verið þröngur, enda þótt það hafi notið nokkurs styrks frá ýms um, eins og fyr segir. Og það er aðeins fyrir dugnað og ósjerplægni Templara að tekist hefir að fleyta því yfir brim og boða fjárhags- örðugleikanna. Hefir stúkan Frarn sókn lagt heimilinu mikið fje, en auk þess hafa fjelagar hennar lagt á sig það erfiði og umstang að hafa í húsinu leiksýningar á vetr- um, og hefir ágóði af þeim runnið til heimilisins. Slíkur áhugi sýnir, að þeir vita, að þeir eru að vinna fyrir gott málefni. En með vax- andi skilningi þeirra, sem góðs njóta af starfi heimilisins, má búast við, að því berist sá fjár- ■styrkur er nægir til rekstrarins. En hverjir eru það þá, sem njóta góðs af starfi heimilisins? Það eru nú fyrst og fremst sjó- mennirnir, sem þangað koma, og allir ástvinir þeirra. Það eru útgerðamennirnir, því að bestu sjómennirnir á hverju skipi reynast þeir, sem kjósa sjer þarna annað heimili. Það er Siglufjarðarkaupstaður, sem fær á sig aukinn menningar- brag fyrir starfsemi heimilisins. Það er þjóðfjelagið alt — svo sannarlega sem það er þjóðarheill að útrýma ómenningu og setja menningu í staðinn á hvaða sviði sem er. Lítil mús hætti sjer nótt eina út úr holu sinni til þess að afla sjer fæðu. Það eina sem hún fann var brot úr whiskyflösku með lögg í. Mýsla fjekk sjer allstóran sopa, hljóp síðan inn í holu sína og fór að hugsa. Eftir dálitla stund fór hún annan leiðangur, og drakk nú öllu meira en í fyrra skiftið. Enn hljóp hún inn í holu sína, og lagðist niður djúpt hugs- andi. Eftir enn nokkrar mínútur heimsótti hún flöskubrotið á ný, og lauk þá úr því. Síðan tók hún undir sig stökk mikið, hoppaði upp á stóra tunnu, reis upp á aft- urlappimar og æpti: — 0, komið þið nú með bannsettan köttinn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.