Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 6
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veiðimenn í lífsháska (^1) Skráð hefir Böðvar frá Hnífsdal vernig líst þjer á veðrið, *• Láki ? sagði Guðmundur Stefán Guðmundsson við bróður sinn. — Ætli hann hangi ekki svona í dag, ansaði Þorlákur. Þetta var morgun einn, vetdrinn 1895. Hjarn var á jörð og frost allmikið. Þeir bræður bjuggust í skyndi, tóku byssur sínar og gengu til sjávar. Allmikill snjór lá yfir Súðavík; en hann var barinn saman í skafla, svo að gangfæri var gott. Þeir tóku lítinn árabát úr nausti,' hrundu honum á flot og reru út með landi. Logn var á sjóirm, en þó gætti nokkurrar undiröldu ut- an úr Djúpinu. Annars var þessi fallegi innfjörður úr ísafjarðar- djúpinu, Alftafjörðurinn, eins og fagurskyggður silfurskjöldur yfir að líta. Mynni hans takmarkast annars vegar af Kambsnesi, en hinsvegar af Súðavíkurhlíð, sem nær lengra út. Hún nær frá Súða- vík og út í Arnarnes, en það skil- ur Álftafjörð og Skutilsfjörð. Yst á Súðavíkurhlíð, úti undir Arnar- nesi, var lengi verbúðarhverfi nokkurt. Stunduðu menn sjó þar, allan ársins hring, nema yfir há- sumarið. Þar hjetu Hafnir og heit- ir svo enn. Bræðurnir reru út með hlíðinni. Súðavíkurhlíð er fremur ill yfir- ferðar, gróðurlítil og sæbrött mjög Hún er sundurrifin af giljum. — Skriðuhætt er þar, einkum í úr- komutíð. Snjó festir illa, þar sem bæði er snarbratt og stormasamt, en hlaði niður snjóhengjum í efstu hamrabeltunum, falla þær, fyrr en varir, niður gilin. Fjaran er örmjó og ærið stór- grýtt á köflum. Báturinn skreið út með fjörunni, skamt undan landi. Ræðararnir fióru sjer hægt og töluðu saman um veiðihorfurnar. — Ekki efast jeg um það, sagði Þorlákur, — að tófan leiti í fjör- una með kvöldinu. — Það er mjög líklegt, svaraði Guðmundur Stefán, —- en vegna harðfennisins er nú með öllu ó- mögulegt að sjá nein spor, svo að við getum ekki sjeð, hvort þær hafa verið mikið á ferli í nótt að leið. — Þess vegna verður við að renna blint í sjóinn með að velja okkur stað, sagði Þorlákur. — Þá getur og svo farið, að tófur renni í fjöruna, báðum megin við okkur, en þó svo langt frá, að við verðum einskis varir. Þegar þeir voru komnir langt út með hlíðinní, lentu þeir bátn- um, gengu upp úr fjörunni, fundu sjer felustað í stórgrýtinu og lögð ust í leyni. Þannig lágu þeir allt til mið-. nættis, en urðu einskis vísari. Þá fór að snjóa og varð þá ekki framar skotljóst. Þeir bræður fóru nú út í Hafnir og fengu gistingu í einni verbúðinni, það sem eftir var nætur. Alla nóttina hjelt áfram að snjóa. Morguninn eftir var. enn fannkoma, og nú var komið svo mikið brim í Höfnunum, að ekki var nokkurt viðlit að ýta þar báti á flot. Guðmundur og Þorlákur voru um kyrt hjá vermönnunum fram undir hádegi. Þá snöruðu þeir tví- hleyptu haglabyssunum um öxl, og lögðu af stað fótgangandi, inn Súðavíkurhlíð. Þegar þeir höfðu gengið um st'und, skall á með aftaka hvass- viðri, sem lá inn og ofan úr hlíð- inni. Svo var skafbylurinn þá svartur, að ekki sáu þeir hvor annan, nema þeir leiddust. En þeir hjeldu samt áfram. — Þeir höfðu gengið þarna undan veðrinu í hálfa klukkustund, þegar þeim barst til eyrna þung- ur niður, gegnum hríðina og veðra gnýinn. Áður en þeir fengu áttað sig á, hvað þetta væri, fjell hrap- andi snjóflóð um þá, eins og þungur árstraumur, gróf þá í kaf, bar þá með sjer, niður fjöruna og út í sjó. , Þorlákiir áttaði sig fyrst til fulls, þegar brimið hafði dreift svo mjög úr snjóskriðunni, að hún hjelt * honum ekki lengur uppi. Sökk hann þá á kolsvarta kaf og kendi hvergi botns. Þetta var ó- notalega kalt bað, í grenjandi stórhríð og hörkugaddi. Þegar honum skaut aftur úr. kafinu, bar brimaldan liann upp í fjöruna, um það bil tuttugu föðm- um innar en snjóflóðið hafði borið hanri fram. Guðmundur bróðir hans var þar fyrir í fjörunni. Hann hafði ekki borið eins langt út og náði því landi á undan Þorláki. En báðum hafði viljað það til lífs, að þetta var um há- flæði. Hefði aftur á móti verið háfjara, myndu þeir að öllum lík- indum hafa slasast á stórgrýtinu í f jörunni. Tóku þeir nú að ráðgast um, hvað gera skyldu. Það var ekki árennilegt að snúa við og reyna að komast aftur út í Hafnir. Þá var veðurofsinn beint í fangið. Hitt var og sýnilega lífs- hætta að leita undan veðrinu, inn Súðavíkurhlið, því að úr því að snjóflóðin voru byrjuð að hlaupa, mátti búast við, að hvert gil hlypi fram, þegar minnst varði, inn með allri hlíðinni. — Jeg held, mælti Þorlákur, — að við ættum að reyna 'að komast í skjól við einhvern klettinn, grafa okkur [þar í fönn og bíða átekta, ef eitthvað skyldi rofa til bráðlega. Þeir leiddust nú áfram, uns þeir sáu klettaborg eina. Þar námu þeir staðar og bjuggust að grafa í skafl inn. En í sama bili fjell snjóflóð niður hinummegin við klettinn. Þóttust þeir nú sjá, að aldrei myndi þeim duga að setjast þarna um kjuú og láta snjóinn geyma sig. Nú var ekki um annað að velja en að brjótast móti veðrinu, sömu leið til baka. Það var erfið ganga og óskemmti leg. Rennblaut fötin frusu utan á þeim, hríðin lamdi snjónum fram- an í þá. Snjórinn bráðnaði innan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.