Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 2
314 lesbOk morgunblaðsins g SauSárkr ókskirk j a. ásamt Árna Jónssyni hjeraðslækni í Glæsibæ máluðu leiktjöldin. — Hvað sem nútíma fólk kynni að segja um þau, vöktu þau mikla hrifningu, bæði skógurinn í „Æfintýri á gönguför“ og fjöllin og jöklarnir í „Skuggasveini“. Það var leikið eina viku á hverju kvöldi, um sýslufundinn, og fólk kom úr sveitinni að horfa á, þeir sem gátu því við komið. Jeg held að leikendurnir, sem þá voru í blóma lífsins og með æsku- fjöri skemtu áhorfendunum nm leið og þeir unnu fyrir gott mál- efni, hafi orðið mörgum minni- stæðir, sem þá komu í fyrsta sinn í leikhús. Það sem líka er merkilegt við þetta er, að þetta er upphaf sæluvikunnar, sem haldinn er ár- lega í Skagafirði, því síðan hefir það alltaf haldist við, að skemt- anir færu fram á Sauðárkrók um sýslufundinn. Síðar var einn- ig haldin „tombóla“. Sumarið 1892 var kirkjan byggð, og vígð sunnudaginn fyrir jól, með töluverðri viðhöfn. Þó var það minna en ráð var fyrir gert, því að þennan dag skall á stórhríð, svo varla varð komist milli bæja, og var þetta lengi nefnt kirkjuvígslubylurinn. Kirkjan þótti prýðilega falleg. Claessen, sem var einn af helstu stuðningsmönnum byggingarinnar var, að jeg held, öll árin sem hann var á Sauðárkróki, umsjón- armaður kirkjunnar, og rækti það með þeirri samviskusemi og smekkvísi, sem alt annað er hann tók að sjer. Hann flutti til Reykjavíkur rjett eftir aldamótin, og varð þá landsfjehirðir. Hann hafði ver- ið fjölda mörg ár í Skagafirði, varð kornungur verslunarstjóri í Hofsós, síðan kaupmaður á Sauð^ árkrók. Hann var glæsilegur mað- ur og vinsæll í hjeraðinu. L. Popp andaðist veturinn, sem kirkjan var byggð, og var fyrst- ur borinn lík í kirkjuna. Sonur hans tók við versluninni, en ekkj- an flutti til Kaupmannahafnar, og sendi þaðan kirkjunni ljómandi fallega altaristöflu. Annars væri ekki úr vegi að beina þeirri ósk til Reykvíkinga, sem alist hafa upp á Sauðár- krók, hvert þeir vildu ekki gefa kirkjunni einhvern fallegan grip á 50 ára afmælinu, ef einhverjir vildu taka sig fram og hafa for- göngu í málinu. « Síra Árni Björnsson flutti til Sauðárkróks, skömmu eftir að kirkjan var byggð. Þetta tímabil og framundir aldamót var að mörgu leyti merkilegt í sögu Sauðárkróks. Þá voru í þessum fámenna kaupstað (1894 munu hafa verið þar um 200 íbúar) að alast upp ýmsir menn, sem þjóðkunnir eru, sem vísindamenn, listamenn og miklir framkvæmdamenn á ýms- um sviðum. Svo ekki verði talið að þetta sje skagfirskt mont, leyfi jeg mjer að nefna nokkra af þess um mönnum, og bið velvirðingar á að jeg tel eltki fleiri, þó ýmsir aðrir eigi það skilið. Það er nú t. d. Jón Stefánsson listmálari, og prófessor Alexander Jóhannesson háskólarektor, bræð- urnir Eggert Claessen hæstarjett- armálafærslumaður, Gunnlaugur dr. med. landspítalalæknir og Ar- ent stórkaupmaður og aðalkonsúll, Magnús Pjetursson hjeraðslæknir, bræðurnir Haraldur Árnason kaup maður og Árni Björnsson gull- smiður. Mágur síra Árna, Jóhann Sig- urjónsson skáld, dvaldi sem ungl- ingur á heimili hans á Sauðár- krók og lærði hjá honum undir skóla. Á þessum árum byrjuðu þrír læknar, sem síðar urðu einhverjir merkustu menn sinnar stjettar, starfsferil sinn á Sauðárkrók. — Guðmundur Magnússon, síðar pró fessor, var fyrsti læknirinn, er settist þar að. Hann byrjaði þar strax sína frægu uppskurði. Fólk kom víðsvegar að af landinu að leita sjer lækninga hjá honum. Björn Símonarson gullsmiður hafði þá nýlega byggt sjer hús og lánaði nokkuð af því fyrir sjúkra- hús, sem frú Kristín kona hans stjórnaði. Guðmundur Magnússon var þar aðeins tvö ár, þá varð hann lækna skólakennari í Reykjavík. Þá var Guðmundur Hannesson prófessor þar eitt ár, við sama orðstýr. Svo Sæmundur Bjarnhjeðins- son, sem eftir eitt ár varð fyrsti holdsveikralæknir landsins, við hinn nýja spítala í Laugarnesi. Náttúrlega var mikil eftirsjón að þessum ágætu mönnum, en Skagfirðingar voru mjög heppnir með lækna, þó jeg nefni ekki nema þá, sem voru á þessu tím- abili. Jeg held að elsta húsið, sem nú stendur á Sauðárkrók sje hús, sem Hallur Ásgrímsson byggði. Hann var þá nýkominn frá Græn- landi, hafði verið þar einhver em-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.