Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 317 DAVlÐ ÁSRELSSON: Krosslerðin til Kautokeino Sönn saga (að minsta kosti var það ólýginn maður, sem sagði mjer) Qardon hjet hann og var bú- inn að fara út um allan heim. Atvinna hans var að lifa á eignunum, en er hann þurfti að taka sjer sumarfrí frá þeim starfa, fór hann til útlanda og safnaði minjagripum. Mjer var sagt að hann ætti stórt hús heima í Chicago — því þaðan var hann — fullt af allskonar skrani, sem nöfnum tjáir að nefna — póstulín frá Kína, gólfmottur frá Japan, smávara frá Síberíu, lírukassa frá Ítalíu, sauðskinnsshó frá íslandi, gamlar helgimyndir frá Rússlandi — — jæja, nóg um það. Mr. Gardon unni sjer varla svefns nje matar á þessum víkingaferðum sínum, enda áskotnuðust honum oft góðir gripir — að vísu stund- um misjafnlega fengnir — hm — hann hafði nefnilega þá trú, karl- sauðurinn, að tilgangurinn helg- áði méðalið, en tilgangurinn var alltaf sá sami — að safna, safna og safna. Ef honum ljek hugur á ein- hverju sjerstöku, þá var að fala það til kaups, hvað sem það kost- aði, og ef það fjekkst ekki á þann hátt, þá.-----Jæja, hvað er jeg annars að dylgja um ókunnuga menn, sem ekkert ilt hafa gert mjer. Þetta er nú orðinn nógu langur formáli, svo nú er best að byrja á sjálfri sögunni. Jeg var norður á Finnmörku í þann tíð — þar sem alt flýtur í mjólk og hunangi, og kvenfólk- ið er miklu fallegra en annars- staðar. Bærinn, sem jeg átti heima í heitir Kirkenes, og er þaðan flutt út all mikið af járnmálmi. íbúar þessa bæjar voru fyrir stríðið tæplega eins margir og Alcureyr- ingar. Ekki er mjer kunnugt um hve þeir eru margir nú, en hitt veit jeg að Þjóðverjar hafa hvað eftir annað heiðrað Kirknes með því að flytja þangað pólitíska fanga í þrælkunarvinnu, •— þar á meðal norsku kennarana, eins og þið munið víst. Jeg hafði sjeð hr. Gardon nokkrum sinnum á götu, og hann vakið athygli mína, án þess þó að jeg vissi hver maðurinn var. Þetta var lítill og snaggaralegur karl um fimmtugt, með geithafurs skegg og gullspangargleraugu. — Hann var altaf í loðinni skinn- treyju yztri fata, og sneri loðnan inn. Græna alpahúfu bar hann á höfði, en broddstaf í hendi og fylgdi honum oftast sægur barna, enda hafði hann altaf fulla vas- ana af sælgæti. Mjer var sagt að herbergi hans á „Turistahotellet“ væri yfirfullt af dóti, sem hanti hafði safnað víðsvegar um alla Finnmörku, þá um veturinn og vorið. En ekki voru samt þær ferðir alltaf til fjár, eins og hjer greinir. Svoleiðis var, að jeg kyntist manni, sem þekkti mann, sem þekkti hr. Gardon dálítið. Eitt sinn, er Ameríkaninn var lítið eitt við skál, trúði hann kunningja sínum fyrir þessari sögu, er síðar barst eftir brautum kunnings- skaparins rjetta boðleið til mín — Seinni part vetrar var hr. Gardon staddur í þorpinu B . . ., langt inni á Finnmörku. Flestir íbúar þessa þorps voru Lappar, en söguhetja vor hafði getað hol- að sjer niður hjá hreppstjóran- um, sem var Norðmaður. Átti hann þar mörg koffort full af bróderuðum lappakoftum, lappa- skóm, þríhyrndum lappahúfum, gömlum axarblöðum, refabogum, útskornum tóbaksdósum úr hrein- dýrshorni o. s. frv. En nóg um það. Sunnudag nokkurn fór hann til kirkju, til næsta þorps, sem var tuttugu og fimm kílómetra frá B . . . . Skulum við kalla það A ... . Meðan á messu stóð varð honum starsýnt á altarisdúkinn, sem ljómaði í öllum regnbogans- litum og virtist útsaumaður af miklum hagleilc. Bljes þá freistar- inn honum í brjóst ákafri löngun til þess að komast yfir þennan dúk, og jókst löngunin brátt svo mikið, að hún varð óþolandi, enda gat hr. Gardon ekki sótt siðferð- isstyrk í ræðu prestsins, því hún var öll á lappnesku og hljómaði í eyrum hans álíka og jarmur á stekk, eða kliður í fuglabjargi. Að messu lokinni var hann all- ur í einu svitabaði af andlegri áreynslu — enda var hlýtt í kirkj unni. Notaði hann fyrsta tækifæri til þess að spyrja hreppstjórann — því hann var líka til kirkju — hvort dúkurinn mundi falur, og skyldi hann verða greiddur kon- unglega, ef svo væri. En hreppstjórinn krossaði sig allan í bak og fyrir og bað guð að varðveita hann frá svo synd- samlegum þönkum. Þessi dúkur væri fleiri hundruð ára gamall og álitinn helgigripur mikill meðal Lappanna, og mundi hann alls ekki falur, hvað sem í boði væri. Geta menn getið sjer þess til að ágirnd hr. Gardon, minkaði síst við þessar upplýsingar, enda fór svo, að hann svaf ekki dúr á nóttunni — því altaf blasti dúk- urinn honum fyrir hugskotssjón- um. Horfði til stórvandræða með heilsu hans, ef ekki fengist skjót úrbót. Að lokum fór svo að hann á- kvað að láta tilganginn helga með alið, enn einu sinni. Kvöld eitt bjóst hann sínum bestu slrjólföt- um, vafði sig allan treflum, setti upp þrenna vetlinga og steig á skíði sín. Var förinni heitið til A . . . . og átti nú að ná dúkn um, hvað, sem það kostaði. Eng- inn af íbúum B . . . . hafði minstu hugmynd um þessa fyrir- ætlun hr. Gardons. Úti var skafheiðríkt og hörku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.