Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 allir voru gengnir til náða í þorp- inu, vildu þeir ekki gera ónæði og spentu því af sjer skíðin við kirkjugffrðsvegginn, en þar sáu þeir skíði fyrir, sem þeir veittu þó enga sjerstaka eftirtekt. Settust þeir nú inn í útihús eitt og mötuðust. Er því var lokið bjuggust þeir til brottferðar á ný. Sáu þeir þá að einhver hafði tekið ein skíðin þeirra og skilið eftir þau sem fyrir voru, er þeir komu, en skíðaför lágu niður með ánni Bjuggust þeir við að þar myndi hafa verið ferðamaður á leið til B . . . . og misgripið sig á skíð- unum. Vissu þeir að hann gat ekki verið kominn langt svo þeir veittu honum eftirför, með þeiin árangri, sem kunnugt er. Furðaði þá mest á því, að ferðamaður þessi skyldi ekki stanza, þegar þeir kölluðu, og einnig vakti það undrun þeirra að finna forkunnarfagran dúk í slóð hans. Samt hvarflaði ekki að þeim að hjer væri þjófur á ferð — til þess voru þeir of heiðarlegir sjálfir. Er Lapparnir nefndu dúkinn, skildi hreppstjórinn strax hvern- ig í öllu lá, en ljet ekki á nein.i bera, enda var hann værukær maður og frábitinn öllum mála- ferlum. Hefir honum vaflaust fundist Mr. Gardon vera þegar búinn að taka út næga refsingu. Fáeinum dögum síðar helt Ame- ríkumaðurinn til Kirkenes, og það var ekki fyr en messað var næst, að dúksins var saknað og varð þá ekkert að gert. En hvað haldið þið nú að Mr. Gordon hafi sviðið sárast, er hann hugleiddi þetta æfintýri eftir á? Jú — helvítis Lappa klaufarnir töpuðu dúknum, er þeir voru á leiðinni heim til hreppstjórans, með byrði sína — meðvitundar- lausa — og hann hefir aldrei fund ist síðan. I skóbúðinni. Búðarmaður: „Eru skórnir mátu legir frú? Frúin.- „Já, þeir eru alveg mátulegir,'en þeir meiða mig al- veg hræðilega, þegar jeg geng“. o ::x*x~x~x*xk~x~:~x~X":~xk~x*x*x*x~:*x~x~x~x**x~:*x~X"X~x~x~:< I -I ÍSLAND EFTIR RICHARD BECK (Lesið á íslendingadegi i Blaine, Washington, 26 júii 1942). Góðir hugir hafið brúa, heim er jafnan ljúft að snúa. ísland, þú átt þennan dag, þúsundraddað ástarlag berst þjer hljótt um bláan geim; blærinn skilar kveðjum þeim. Aldrei varstu okkur kærri, aldrei mynd þín fegri, stærri, land, sem hetju hjartablóð hefir vígt, og andans glóð kveikti’ í barna sinna sál, svarf til eggjar viljans stál. Heimangjöf þín, góða móðir, gafst þeim vel, er nýjar slóðir ruddu hjer, en hetjudáð hafa þeir í sögu skráð landsins nýja. — Ættjörð, enn alast hjá þjer slíkir menn. Horf því djörf mót heiðum degi, hríð var fyr á þínum vegi, íslands þjóð, í traustri trú; táp þitt enn mun reynast brú fram til nýrri, fegri daga; fræg þig eggjar hetjusaga. Sögu þinnar sigurhróður, sólarljóð og hreystióður, verma einnig okkar blóð; aldrei tæmist þeirra glóð. Því áttu’ Island þennan dag, þúsundraddað ástarlag. < • < • < ► < • < • < ► Miskunn. Gömul kona í auðri kápu kom of seint til messu. Um leið og hún gengur inn kirkjugólfið, heyrir hún prestinn oss“. Söfnuðurinn bergmálaði: „Drottinn, miskunna þú oss“. „Hver ósköpin eru þetta“, sagði sú gamla og nam staðar sem snöggvast, „hafið þið aldrei sjeð segja: „Drottinn, miskunna þú konu í rauðri kápu fyrr!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.