Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 1
bék 34. tölublað. $ÍSlor$nmbltojbmm& Sunnudagur 11. október 1942. XVTI. árgangur. '¦I imPi—i—n»i fcj. Höfuðstaður Skagfirðinga Sauðdrkrókur fyrir 50 drum \J ið að minnast þess, að næsta ¦ vetur er Sauðárkrókskirkja 50 ára gömul, hefir mjer stundum flogið í hug, hvort engin myndi verða til þess að minnast aðdrag- andans að þeirri kirkjubyggingu, og þeirra manna, sem mest og best unnu að því að koma henni upp. Sauðárkrókur fór fyrst að byggjast kringum 1870. Þá sett- ist þar að Arni Árnason járn- smiður, sem venjulega var kall- aður Arni vert, því hann hafði lengi gistingu fyrir ferðamenn. Hann var mesti sæmdarmaður og þegar 25 ár voru liðin frá því hann settist að á Sauðárkróki, var honum og fjölskyldu hans haldið samsæti og gefin heiðursgjöf. Skömmu eftir 1880 fór fólki að fjölga í kaupstaðnum. Jeg held, að mjer sje óhætt, án þess að styggja nokkurn, að nefna þrjú heimili, sem þá sköruðu fram úr með rausn og myndarskap. Það voru heimili þeirra kaupmann- anna, L. Popps, V. Claessen og Stefáns Jónssonar verslunarstjóra, sem annálað var fyrir hýbíla- prýði. Svo var á þessum árum byggt „Hótel Tindastóll", sem þótti gott gistihús. Þar var rekið bakarí, þar var billiardstofa, og þar voru haldnir fundir og sam- komur. í kring um 1890 mun sýslu- maðurinn hafa sest að í kaupstaðn um, Jóhannes Ólafsson, hinn vin- sælasti maður. Sauðárkrókur um síðustu aldamót Á þessum árum var vaknaður mikill áhugi fyrir kirkjubyggingu á Sauðárkrók, því erfitt þótti að sækja kirkju að Sjávarborg. Síra Árni Björnsson sóknarpresturinn, sem þá bjó á Fagranesi, sem einn- ig var kirkjustaður, hafði mikinu áhuga á málinu, og byrjaði að halda guðsþjónustur á sunnudög- um og hátíðakvöldum í húsi, sem var lánað til þess. Það voru ýms- ir málsmetandi menn, sem beittu sjer fyrir því að koma kirkjunni upp. Fyrsta fjeð safnaðist til henn- ar, þannig, að nokkra vetur voru leiknir sjónleikir og ágóðinn lagð- ur í fyrirhugaðann kirkjubygging arsjóð. Aðalleikendurnir fyrstu árin voru stjúpbörn Claessens, Guðrún og Kristján Blöndal, Jónas Jóns- son verslunarstjóri, bróðir Jóns frá Múla, Sigfús Jónsson, síðar prestur, systurbörn Stefáns Jóns- sonar: Jóhanna og Einar Stefáns- son og börn Popps, sem þar að auki lánuðu píanó, og ljeku und- ir sönginn og á milli þátta. — Ýmsir fleiri ljeku og aðstoðuðu á ýmsan hátt, sem jeg man nú ekki lengur. Popp lánaði ókeypis stórt geymsluhús, til al leika í. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.