Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 8
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sauðárkrókur fyrir 50 árum Frh. af bls. 315. Eiinhver afbrýðisemi hefir lík- lega verið fyrir Þorláki, því þeg- ar Þorsteinn byggði sjer íbúðar- hús, sagði hann að það væri byggt úr sjervisku og eldspítum. Húsið stendur nú samt ennþá og er núna eign Kristins Briem kaupmanns og leigt út ýmsum fjölskyldum. Af veitingamönnum á hótelinu man jeg sjerstaklega eftir Sig- valda Blöndal og hans ágætu konu frú Ingunni, og Pjetri Pjeturs- syni frá Gunnsteinsstöðum, sem var mesti greindar og dugnaðar- maður. Einhver elsti borgari Sauðár- króks mun nú vera Kristján Gíslason kaupmaður, sem hefir með miklum dugnaði rekið þar verslun um fjölda ára. Þó karlmennirnir sjeu aðallega nefndir hjer, stóð kvenfólkið þeim ekki að baki, með allan myndarskap. Konurnar stofnuðu „Kvenfjelag Skagafjarðar", sem vann að góðgerðarstarfsemi og hjelt uppi saumaskóla fyrir telp- ur. Fjelagið hjelt jólatrjesskemt- un fyrir öll böm kaupstaðarins. Ljetu konurnar smíða trje og vöfðu það allt lyngi og skreyttu síðan á venjulegan hátt. Karlmennirnir stofnuðu ræðu- klúbb, þar sem þeir komu saman annan hvern sunnudag að vetrin- um og æfðu sig í ræðuhöldum og tóku fyrir ýms nauðsynja- og framfaramál. Spilaklúbb höfðu þeir einnig á laugardagskvöldum. Þetta höfðu þeir á hótelinu. Ýms einkennileg farartæki voru til á Sauðárkrók á þessum árum, og voru það aðallega Popps-feðg- ar, sem áttu þau. Þeir ljetu smíða sjer sjóskíði, sem jeg kann nú ekki vel að lýsa. Það voru langir trjehólkar, og báðir endar uppbrettir. Svo var stóll settur fyrir miðju ofan á tvö skíðin og dálítið bil á milli þeirra. Ræðar- inn sat á stólnum með sinn fótinn á hverju skíði og reri með langri ár, tem var með spöðum á báðum endum. Þetta var náttúrlega ekki hægt að nota nema í logni. Það voru þrenn skíði smíðuð, feðgarn- ir áttu sín hver, og Jónas Jónsson ein. Þau voru fallega máluð, sitt með hverjum lit, og spennandi að vera niður í fjöru og horfa á þessi einkennilegu skip. Svo bjuggu þeir feðgar sjer út seglsleða, sem átti víst aðallega að nota, þegar gott sleðafæri var og hvassveður, en ekki gekk vel að stýra honum. Eitt sinn var það að þeir ætluðu víst að aka inn Miklavatn, og lofuðu manni fram- an úr sveit, sem bar töluverðan farangur að sitja í sleðanum, en þá gátu þeir ekki stöðvað hann, fyr en niður við Hjeraðsvatnaós, svo þetta varð töluverður krókur fyrir manninn og fáir, sem þáðu að stytta sjer leið á þennan hátt. Einnig áttu þeir feðgar „kana“, sem hestur gekk fyrir, og hann var nú víst það, sem mest gagn var að af þessu, en alt var þetta dálítið tilbreyting í fámenninu. Þá var líka reistur „keglebane", sem menn skemtu sjer við á sumr in. Þegar Sauðárkrókur byggðist var varla nokkur grasblettur í kaupstaðnum, mestalt möl. Samt ræktuðu ýmsir þar prýðilega garða með miklum kostnaði og fyrirhöfn. Það voru ræktuð blóm og alls- konar matjurtir. Þeir, sem gengu þar á undan og voru fyrirmyndar garðyrkjumenn, voru kaupmenn- irnir Claessen og Knudsen. Garð- ur hins síðarnefnda er núna gróðrarstöð, sem bærinn á. Sauðárkrókur var mjög snyrti- legur bær. Þar voru myndarmenn, sem tóku til og sópuðu í kring- um hús sín og hvöttu aðra til að gjöra það sama. Þeir höfðu sjeð bæinn vaxa upp og fanst, að jeg held, hans sómi vera þeirra sómi, enda var þar góður bæjarbragur, gott samlyndi milli fólks, hjálp- semi og glaðlyndi. Kjör æskunn- ar hafa þó verið með talsvert öðr- um hætti en nú: Strangur agi og mikil vinna. Þessar hugleiðingar eru nú orðnar nokkuð á víð og dreif, en þessir atburðir, frá löngu liðnum árum, sem hjer er skýrt frá, eru eingöngu ritaðir eftir minni, og jeg hefi ekki fengist við ritstörf um dagana. Jeg hefi reynt að segja satt og rjett frá því, sem hjer er greint frá. Jeg þykist vita að á þessu tímabili, fram að aldamótum, hafi verið ýmsir fleiri mætir menn, en hjer eru nefndir, en þessir hafa orðið mjer minnisstæðir. Það væri gott, ef aðrir, sem myndu þá betur, eða hefðu haft meiri kynni af þeim heldur en jeg, vildu skrifa um þá, svo nöfn þeirra gætu einnig geymst. Jeg býst við, að lífið sje orðið fjölbreyttara og skemtilegra á Sauðárkrók, en það var á þessum árum. Jeg vildi aðeins óska því æskufólki, sem nú er að alast þar upp, að það megi verða sannir ís- lendingar og landi sínu og þjóð eigi síður til sóma en margt af því fólki, sem ólst upp á þeim árum, sem hjer er rætt um. Ritað í ágúst 1942. K. J. Öinefni á Akranesi Frh. af bls. 316. ritað. Hann staðsetti alt slíkt á Akranesi (Akranæs, til útb.), og undirritaði „Th. ’Gudmundsen“. Síðari kaupmenn á Skípaskaga, og svo almenningur, apaði þetta eftir. Nauturinn að því, að nú er farið að nefna Skagann Akranes er þannig „ill danska" (selstöðu- verslunardanska), eins og að nefna verslunarstaðinn á Eyri við Skutulsfjörð Iisefjord, o. s. frv. Og þetta er hið eina, sem ruglað hefir verið með örnefni á Akra- nesi, svo vitað sje, nema að á síð- ustu árum hafa verið sett lög „um hafnargerð á Akranesi“, og urn „bæjarstjórn á Akranesi" (þar segir að bærinn heiti „Akranes(sl kaupstaður“, en það nafn er aldrei notað!). Vitanlega er hjer átt við Skipaskaga. Er því nú svo komið, að Skaginn á Akranesi er í gild- andi lögum nefndur Skipaskagi, Akranes og Akraneskaupstaður! Grafarholti, 15. sept. 1942.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.