Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 1
35. tölublað. ^HcraunWitðsíuð Sunnudagur 18. október 1942. XVII. árgangur. ÞEGAR FANN KÓLUMBUS AMERÍKU Efiir Þórhall Þorgilsson magister "D alos heitir lítil borg á suður- strönd Spánar. Áður en víkin, sem hún stendur við, fylt- ist af framburði ánna, sem í hana falla, var borg þessi mikill sjó- verslunarstaður og bækistöð æfin- týramanna þeirra, er stunduðu siglingar og könnunarferðir suð- ur með ströndum „svarta megin- landsins". Skamt frá Palos, á hæð einni við sjóinn, stendur klaustur Fransiskusbræðra, La Rábida, á stað, þar sem áður hafði verið grískt hof, og þar áður musteri Fönikíumanna. Klaustur þetta er einhver merkasti sögustaður á Spáni, og er frægð þess ekki hvað minst tpngd við nokkuð óvenjulega at- höfn, sem fór þar fram 2. ágúst 1492. Ungir, hraustlegir og vel búnir sjómenn, 90 að tölu, neyttu þar hátíðlega hins heilaga sakra- mentis og krupu síðan hver af öðrum til fóta ábótanum Pérez og báðu um vernd hans og bless- un, eins og bráð hætta vofði yf- ir þeim. Að því loknu hjeldu þeir úr klaustrinu og fylgdu hinir góðu munkar þeim á leið með hvatningarorðum og árnaðarósk- um. Eitthvað meira en lítið hlaut að vera í vændum, fyrst svo mik- ið var haft við, eða eitthvert ó- venju áhættusamt fyrirtæki í undirbúningi, sem þessum mönn- tun var ætlað að inna af hendi. En þennan dag gengu þeir hver til síns herbergis og sváfu svo af um nóttina. Morguninn eftir söfnuðust þeir allir saman niður við ströndina. Á höfninni lágu ferðbúin þrjú skip tvísigld, af þeirri gerð, er þá tíðkaðist um millilandaskip. Nefndust þau „carabelas" eða „karfar“. Fyrirliðarnir skiftu sjó- mönnunum niður á skipin, og fóru allir um borð. Fyrir minsta skipinu, sem ekki var nema 40 smálestir að stærð, rjeð ungur maður að nafni Vicente Pinzón. Bróðir hans Martín Alonso rjeð fyrir öðru; hann var víðkunnur sægarpur, allra manna siglinga- fróðastur og hafði grætt of fjár á verslun sinni við Afríkustrend- ur. Hann átti bæði minni skipin. Stærsta skipið, „Santa María“, 120 smálestir, var eign Juans de la Cosa, sem einnig var fræg- ur af ferðum sínum og lærdómi. Hann hafði ekki sjálfur skip- stjórn á hendi á skipi sínu, en fól hana öðrum manni, sem jafn- framt var kjörinn foringi hins fyrirhugaða leiðangurs. Sá maður var flestum ókunnur þar um slóðir og hafði ekkert afrekað, það sem var á almennings vit- orði, og þótti því óbreyttum skipsmönnum gegna furðu, að hann skyldi settur skör hærra en þjóðkunnir siglingamenn. Hann hjet Kristófer Kólumbus og var ættaður, að sögn, frá Genova á Ítalíu, en taldi sig þegn Spánar- konungs. Föstudaginn 3. ágúst 1492 kl. 8 um morguninn lögðu skipin þrjú af stað út Palosfjörðinn og tóku þvínæst stefnu í áttina til kanarísku eyjanna. Förinni var annars heitið til Indlands. Til- gangur leiðangursmanna var nefnilega sá að vita, hvort ekki væri hægt með því að sigla beint í vestur að komast á skemri tíma til kryddlandanna miklu í Aust- urálfu, heldur en með því að fara, eins og Portúgalsmenn þá gerðu, hina óralöngu leið suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Hugmynd þessa átti Kólumbus, eða að minsta kosti barðist hann fyrst- ur manna fyrir því, að þetta yrði reynt. Hann skorti hvorki þrek nje áræði og mikill sannfæringar- kraftur fylgdi orðum hans. Al- staðar utan Spánar höfðu þó á- form hans mætt þröngsýni og hindurvitnum samtímans, verið skoðuð sem öfgar einar og firrur. Á Spáni voru þau dæmd af meiri skilningi. Margir fjellust þar á mál hans, og þaðan fjeklt hann allan sinn stuðning. Förin var á- kveðin, og Spánarkonungur, Fernando hinn kaþólski, lagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.