Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 fyrir þeim smærri. Skipshöfnin á skipi Kólumbusar ljet hugfallast fyr en hinar og komu fram há- værar raddir um það, að nú skyldi snúið við. Ekkert varð þó úr beinni mótspyrnu af hálfu skipverja gegn Kólumbusi, og allar síðari tíma sögur um upp- reisn gegn honum hafa ekki við nein sönnunargögn að styðjast, enda er hvergi minst á neitt slíkt í frásögnum samtíðarinnar, og hvorki gaf Kólumbus það nokk- urn tíma í skyn í brjefum sínum síðar, nje sonur hans Fernando, er hann skrifaði sögu föður síns. Þann 11. október náðu einhverj- ir skipverjar í græna trjágrein, sem flaut á yfirborði sjávarins, ennfremur trjekubb, sem bar þess merki að hafa sviðnað í eldi, út- skorinn staf og aðra trjágrein með rauðum berjum. Nú var eng- um blöðum um það að fletta, að land hlaut að vera skamt undan stafni. í stað kvíðans og vonleys- isins greip sterk eftirvænting hugi allra skipshafnanna. Kólum- bus skipaði svo fyrir, að segl skyldu feld um miðnætti, svo að ekki kæmi til, að skipin rynnu upp á grynningar við hina ókunnu strönd, sem gat verið skamt und- an. Það var örlítil, flöktandi Ijós- glæta, eins og frá blysi í fjöru- borðinu, sem var fyrsta kveðja hins ókunna heims út við dimm- an sjónhringinn til hinna ör- þreyttu leiðangursmanna. Kólum- bus telur sig í dagbók sinni hafa fyrstan sjeð þetta ljós. En Her- nández Oviedo y Valdés, sam- tímamaður Kólumbusar, segir svo í sögu sinni um fund Ameríku: „Háseti nokkur á skipi flota- foringjans, ættaður frá Lope, hrópaði: ljós! land! Þá gall við strax þjónn Kólumbusar, Salcedo að nafni, og sagði: Það er nú hús- bóndi minn, aðmírállinn, þegar búinn að segja; og Kólumbus bætti við; Það er nú stundarkorn, síð- an jeg sagði það og sá þetta ljós, sem eflaust er á landi“. Sá, sem fyrstur gaf til kynna, að hann sæi land fyrir stafni, var óbreyttur háseti á „Pinta“, skipi Martín Alonsos. Hann gaf það til kynna klukkan 2 um nóttina, þ. e. aðfaranótt þess 12. október 1492, og var þeirri fregn heilsað með skothríð úr fallstykkjum skip- anna. Föstudagurinn 12. október 1492 rann upp. All-langt fram- undan blasti við lág strand- lengja vaxin trjám, eins og ald- ingarður að sjá. í fjarska gnæfðu blá fjöll. Hjer og hvar voru smærri eyjar, hólmar og sker. Kólumbus og Pinzón og fjelagar þeirra voru komnir til Lukaja- eða Bahama-eyjanna, sem er eyja- klasi, er liggur frá Flórida-skaga til Haiti, undan norðurströnd Kúba. Þeir höfðu verið 36 daga á siglingu frá Kanarísku eyjun- um, en vegalengdin þaðan er um 750 sjómílur. Sem foringi leið- angursins klæddist nú Kólumbus viðhafnarskrúða og síðar um dag- inn fór hann í land með þeim Pinzón-bræðrum og öðrum yfri- mönnum á flotanum. Er þeir stigu á land, krupu þeir þegar á knje og báðust fyrir. Kólumbus stóð fyrstur upp, dró sverð sitt úr slíðrum og breiddi úr fána Kastilíu. Kallaði hann förunauta sína hátíðlega til vitnis um það, að land þetta og önnur þau, er þeir síðar kynnu að finna, væru eign Spánarkonungs, og var orðuin hans svarað með dynjandi fagnað- arópum. Eyja þessi var kölluð Guanahani af íbúum hennar, og er talið, að það hafi verið sú, sem nú er kölluð Watling. Eftir því sem finnendur hennar lýstu henni, átti hún að vera aðeins 15 mílna löng og líltt og baun í lögun, öll skógi vaxin og lítið stöðuvatn í henni miðri. Kólumbus gaf henni nafnið San Salvador, eða Frelsaraeyjan. Eyjarskeggjar gengu allsnaktir og voru illa sið- aðir. Þeir höfðu mjög ófullkom- in vopn, þar sem þeir kunnu ekki að notfæra sjer málma. Smá- fleytur höfðu þeir, svokallaðar „pirogas", eintrjáninga eða trjá- boli holaða innan, og á þeini komust þeir til næstu eyja. Er Spánverjar fengu vitneskju um, að fleiri eyjar væru nálægt, töfðu þeir ekki lengur í San Salvador, en hjeldu hinum þrem skipum sín- um í þá átt, er eyjarskeggjar bentu þeim og sögíu, að væri að finna stærri lönd. Fundu þeir þannig Kuba og Haiti. Þá síðar- nefndu ey skírði Pinzón „La Es- panola“, sakir þess hve landslag þar minti hann á suðurstrendur Spánar. Lítið könnuðu þeir eyjar þessar og ekki höfðu þeir mikil mök við eyjarskeggja, enda var fátt eitt á því að græða fyrir þá, þar sem þeir skildu ekki mál þeirra. Á Kuba var þeim vel tekið af höfðingja eyjarinnar. Urðu þeir þar varir við einkennilegan sið, sem virtist vera mjög út- breiddur meðal íbúanna. Lýsir Las Casas biskup honum á þessa leið: „Allir karlmenn voru með blys í höndum og einhverskonar jurt- ir, sem ilma eins og reykelsi; þær eru þurrar og vafðar inn í eins- konar laufblað, sem líka er vel þurt, og líkist það þá mest pápp- írsbyssum þeim, sem krakkar eru vanir að búa sjer til á hvítasunnu- hátíðínni. Nú kveikja þeir í öðr- um enda vöndulsins og um hinu endann teyga þeir eða sjúga að sjer reykinn, og sígur þá á þá höfgi, líkastur ölvímu, og er sagt, að þá finni þeir ekki lengur til neinnar vanlíðunar". Þetta voru með öðrum orðum hinar fyrstu tóbaksreykingar, sem Evrópumenn höfðu kynni af, og var það að vonum, að þeim kæmu þær nokkuð einkennilega fyrir sjónir fyrst í stað. Allir kannast við söguna af þjóni Walters Raleigh, sem hjelt, að kviknað hefði í húsbónda sínum og helti yfir hann fullri fötu af vatni. En eins og kunnugt er, komust Evrópumenn furðu fljótt á lagið með að reykja sjálfir, og eftir það var tóbakið ein hin verðmætasta verslunarvara ný- fundnu landanna. Fám árum eft- ir fund Ameríku bætti áðurnefnd- ur Las Casas þessu við um tó- baksnautn landa sinna: „Spán- verja þekti jeg á Espanola-eyj- unni, sem höfðu vanið sig á að reykja blöð þessi; væri þeir ávít- aðir fyrir það og sagt, að þetta væri ljótur ávani, svöruðu þeir því, að þeim væri lífs ómögulegt að venja sig af nautn þessari. En ekki fæ jeg skilið, hvaða ánægju eða gagn þeir hafa af þessu“. Meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.