Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 6
342 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það varð enginn vábrestur, þótt þau hrykkju í sundur, en jeg veit, að margir sakna þeirra. Jeg veit, að mörgum af oss finst þar skarð fyrir skildi, sem voru kynnin og samgöngurnar við Norðurlöndin, og-'jeg veit, að þeim skjátlast ekki. En gott er þó til þess að vita, að útþrá íslendinga verður enn fullnægt, og holl eru oss hver ný bönd, er vjer tengjumst vinveitt- um þjóðum. Nú liggja leiðirnar í vestur og vel sje þeim, er þang- að leita, til þess að auka á hróð- ur lands vors, og þeim, er þar greiða oss veg. En hin brostnu tengslin við Norðurlönd mega ekki gleymast, svo vjer verðum reiðubúnir að tengja þau af nýju, er þessu heimsóveðri slotar. Það er ekki mikill vandi að gera sjer í hugarlund, hvernig Kaupmannahöfn lítur út á þess- um dögum, og þið, sem eigið það- an góðar endurminningar, rennið huganum þangað með mjer litla hríð. Eigum við ekki að leggja upp frá Ráðhústorginu og labba eftir Strikinu að gömlum, íslensk- um vana? Nú næðir fyrsti and- svali haustsins um göturnar og ber með sjer minningar sumars- ins, hin gulnuðu blöð. Við getum gengið yfir Kóngsins Nýjatorg og haldið inn í Breiðgötu. Við stað- næmumst við hús nokkurt þar. Við munum altaf, hver þar bjó forðum. Og ef okkur verður reik- að framhjá Assistentskirkjugarði, þá munum við, hver hvílir þar. Hvert skal svo halda? Máske við göngum niður á Strandpromen- 'aden og virðum Eyrarsundið fyr- ir okkur. Bekkir þar á sjávar- bakkanum bjóða oss hvíld. Hefir sundið nokkurntíma verið blárra en nú, þegar stálglampi haust- himinsins speglast í því? Þarna siglir skip í norður. Við vitum ekkert annað um það skip, en að það ætlar ekki heim til íslands. Og þarna er annað að koma að norðan. Ekki kemur það að heim- an, síður en svo, 'það er líklega fult af málmgrýti. Einhverntíma hefir sundið verið fjölfarnara en nú. Skipin halda sig svo óhugri- anlega mikið á hafsbotni um þess- ar mundir. En borgin er' jafn < fögur og hrein og áður, og fólkið jafn prúðmannlegt. Jæja, tíminn fer að styttast, það er alt í einu orðið dimt. Hvar er öll ljósa- dýrðin, sem við þektum áður? Stríðið hefir breitt yfir hana. Stríðið slekkur svo mörg ljós og svo mörg líf. Það vill helst geysa í myrkri. Það er ljósfælið, en ræðst þó á hverja glætu, til þess að reyna að gera lir henni bál. — Þótt við vildum ganga sömu leið til baka, myndum við varla rata í svona dimmu. Og þótt við hefð- um viljað líta á gamla Garð, þar sem stúdentarnir búa og svo margir landar hafa dvalist með misjöfnum árangri, þá sjáum við ekki lengur til. Við eigum líka sjálf Garð hjer heima, þótt enn sjeu ekki eins margar minningar við hann tengdar. Geigvænir skuggar grúfa nú yfir þjer, bjarta, glaðværa borg, -sem okkur lærðist að þykja vænt um, og þar sem svo margir ís- lendingar hafa unað hag sínum. Dimmir skuggar hvíla yfir flest- um borgum í heimi nú um stundir. * TT^ n þótt tengsl vor við Norð- "—* urlöndin, samgöngutengslin og fleiri bönd sjeu brostin, þá eru enn mörg og sterk tengsl órofin. Bönd hjartans, bönd frændsemi, erfðavenja, vináttu og trygðar, og þau mega ekki rofna. Forfeður vorir voru manna trygg- astir. Líkjumst þeim í því. Varð- veitum hin fornu tengslin. Vjer getum það, þrátt fyrir ytri að- skilnað. Vjer getum hugsað yfir höfin og megum þess fullvissir vera, að hugsað er hlýtt á móti. Sví viljum vjer segja: Berið vor- ar hjartans kveðjur, þjer dönsku lundir, þjer finsku vötn, þjer norsku f.iöll, þjer sænsku, sólríku dalir. Minnist hennar í kvöld- söngvum yðar, þjer norrænu skógar og skilið henni rímaðri í óð þagnarinnar. Einhverntíma mun skuggunum Ijetta. Einhverntíma verða höfin aftur alfaraleið; þótt vjer vitum ekki langt, getum vjer nokkurn- veginn reitt oss á það. ög þótt þess kunni að verða langt að bíða, þá látum ei fyrnast hin öldnu kynnin, þótt vjer fáum eigi skiptst á heimsóknum og verð- mætum um stund. Geymum þessi kynni og allar minningar um þau sem fjársjóð, sem eigi er eyðslu- fje," sem minjagrip, er holt er að skoða í næði. Það er gott að eiga minning- ar, bæði fyrir einstaklinga og þjóðir, og hjá hvortveggi verða hinar góðu allajafna ofaná. Góð- ar minningar geta verið betri en peningar, þótt ekki geti maður lifað á þeim einum saman, frek- ar en reiðu fje. Þær styrkja hug- ann í róti óvæntra atburða og losi breytingatíma, halda skildinum hreinum. Og þegar veðrinu mikla slotar, þá leggjum vjer áftur frá landi að finna frændur vora, tengjum aftur hin brostnu bönd. Það mun verða eitt af vorum fyrstu verk- um, ef hin innri tengslin rofna ekki í róti ófriðarins. Og víst munu laufkrónur trjánna við Eyrarsund hneigja sig yndisleg- ar en nokkru sinni fyrr fyrir hinu fyrsta íslenska fleyi, sem eftir hinn langa aðskilnað stefnir inn sundið bláa. Vissulega munu firðir Noregs enn sem fyrr breiða faðm mót íslenskum knörr- um, og íslenskum ferðamönnurn verða veittar ástúðlegar viðtökur í Finnlandi og Svíþjóð. Hvar- vetna verða handtökin hlý og traust, sem oss verður heilsað mað af frændum vorum eftir að- skilnaðinn, ef ekkert hefir gleymst, ef trygðin situr í önd- vegi hjá oss, eins og hjá þeim. sem fyrstir komu hingað yfir höf- in, til þess að nema þetta land, sem vjer nú lifum í. Því það er hún, hin forna trygð, sem aftur á að tengja þau bönd við Norðurlöndin, sem brustu, ( þegar óveðrið mikla skall yfir, tengja þau traustar en nokkru sinni fyrr, þegar skýin dregur frá sólu á ný. Miðaldra kona datt út uni glugga á þriðju hæð og lenti ofan í öskutunnu. Kínverja, sem gekk fram hjá, varð að orði: — Ame- ríkumenn eru ákaflega eyðslusam- ir. Þessi kona getur unnið að minsta kosti í tíu ár enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.