Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Böðvar frá Hnífsdal: Vonsvikinn veiðimaður iS að var orðið fullbjart fyrir *^ nokkru. Veður var kalt og kyrt. Þetta var að morgni dags, í febrúarmánuði, árið 1894. Alftafjörðurinn lá lognsljettur og endurspeglaði blágræna slikju vetrarhiminsins. Norðan við ísa- fjarðardjúpið bar bungulagaðar fannabreiður Snæfjallastrandar við himin sjálfan, en yfir Súða- vík gnæfði hið einkennilega fjall, Kofrinn, eins og drifhvít marm- arasúla undir bláu hvolfþaki. Undanfarna daga hafði snjóað á harðfenni ofan. Síðan hafði hvest og skafið af hjarninu á hólum og rimum. Snjór var því mikill um alla jörð, en þó stóðu sumsstaðar upp úr stórir steinar í fjallahlíð- unum. Unglingspiltur kom út í dyrnar á bæ einum í Súðavík og skygnd- ist um. Hann hjet Þorlákur Guð- mundsson og var 17 vetra gam- all. Þótt hann væri ekki eldri en þetta, var það alment viðurkent, að hann kynni eina íþrótt um- fram aðra menn, en sú íþrótt var skotfimi. Frá því er hann fyrst mundi eftir sjer hafði hann langað til að eignast byssu og gerast veiði- maður. Þegar hann yar tíu ára gamall eignaðist hann fyrstu byssuna. Það var mjög fornfáleg skammbyssa og varð að hlaða hana með því að setja skotið upp í hlaupið að framan. Þorlákur hafði grjón eða baunir fyrir högl, en hæfði aldrei neitt með þessari byssu. En þegar hann var kom- inn á þrettánda ár, náði hann í stærri byssu til eignar. Það var byssa af þeirri gerð, sem forhlaðn- ingar nefndust. Þær voru kraft- miklar, en seinlegt að hlaða þær. Með þeirri byssu skaut Þorlákur tvær tófur í einu skoti, nokkru áður en hann fermdist. Og síðar, það sama vor, lá hann á greni, skaut báðar tófurnar sama kvöld- ið og náði einum yrðlingi. Eftir þá frægðarför var hann ráðinn sem SÖNN SAGA grenjaskytta fyrir hreppinn. En til þessa starfa var jafnan valinn hinn skotfimasti maður, sem völ var á. Mun ýkjulaust mega full- yrða, að sjaldan eða aldrei muni 14 ára drengur hafa orðið fyrir slíku vali. Nú var Þorlákur orðinn 17 ára gamall, og hann var nýbúinn að eignast fyrstu byssuna af þeirri gerð, sem nú tíðkast, þ. e. aftur- hlaðning, þar sem hægt er að stinga hlöðnum skothylkjum inn í hlaupið að aftan. Er það ólíkt fljótlegra og hentugra í alla sjaði en forhlaðningarnir gömlu. Þorlákur stóð nú þarna í dyr- unum og skygndist um. Þegar honum varð litið upp eftir fjalls- hlíðinni, sá hann hvar mórauð tófa hljóp þar yfir rima einn í fjallinu og hvarf í svonefnt Eyr- ardalsgil. Þorlákur brá við skjótt, þaut ! inn í bæinn, greip byssu sína og hljóp upp eftir gilinu á eftir tóf- unni. Kom hann nú auga á tóf- una, þar sem hún skaust undir stein. Læddist hann í áttina til steinsins, uns hann komst í dágott skotfæri. Þá hljóp alt í einu hvít tófa undan steininum. Hann mið- aði á hana og skaut. Hvíta tófan valt um hrygg og var þegar stein- dauð. En við skothvellinn þaut sú mórauða, sem líka hafði legið undir steininum, eins og kólfi væri skotið, upp hlíðina og stefndi til fjalls. Þorlákur hlóð byssuna í skyndi og sendi skot á eftir henni, þó að færið væri í lengsta lagi. Tófan lá við skotið. Þorlákur tók i á rás upp til hennar, en þegar hann átti skamt ófarið, rís tófan á fætur og dragnast á að giska 100 metra upp eftir hlíðinni. Þar lagðist hún niður. Þorlákur hjelt áfram að elta hana, en nú var svo hart hjarn undir fæti, að hann varð að höggva sjer spor með byssuskeftinu. í hvert skipti, sem tófan sjer manninn nálgast, stendur hún upp og færir sig of- ar, en aldrei langt í einu. Á öllu háttalagi tófunnar mátti marka, að hún var allmikið særð, var og slóð hennar blóði drifin. En aldrei komst Þorlákur svo nærri henni, að hægt væri að skjóta að henni öðru skoti. Gekk svo, uns kom- ið var hátt upp í f jall. Eru þau nú stödd öðrumegin við gil nokkurt. Alt í einu tekur tófan viðbragð, sendist þvert yfir gilið og hverf- ur þar undir klettabelti. Þorlák- ur hleypur á eftir og ætlar yfir gilið, en þar er snarbratt hengi- flug niður gilið, þá tók við brött fjallshlíð að láglendi niður, á að giska 5—600 metra vegalengd, alt eftir glerhálu hjarni. Þorlákur er skamt kominn yfir í gilið, þegar hann missir fótanna og fellur aftur á bak. Rennur hann á bak- inu um stund. Kemur honum það fyrst í hug, að þótt þetta verði sinn bani, skuli hann aldrði sleppa tökum af byssunni. Reynir hann nú að bera byssuna fyrir sig, stinga henni niður. og reyna þannig að draga úr hraðanum, en árangurinn verður einungis sá, að hann snýst við á fluginu og rennur nú á grúfu, og veit höf- uðið undan brekkunni. Hraðinn er ógurlegur. Hann sjer steinana, sem standa upp úr hjarninu, þjóta fram hjá eins og örskot. Stundum virðist ekki muna meiru en hársbreidd að hann rekist á einhvern þeirra, en ef slíkt kæmi fyrir, yrði það ekki framar lif- andi maður í lífsháska, sem hrap- aði þarna niður harðfennið, held- ur limlest lík. En það er svona, „þegar slys- ið á ekki til að vilja", eins og haft var að orðtæki áður fyrr. Þorlákur hentist niður alla hlíð- ina, innan um grjótið, og stað- næmdist loks í lausum snjó, í laut einni, niðri á láglendi. Von bráðar brölti hann á fæt- ur. Hann var hálfringlaður í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.