Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 Við Ðyngjujökul. Trölladyngja í baksýn. Suðurhlið Dyngjufjalla sjeð ár Holuhrauni. vörp nema á tveimur svæðum. Syðst, rjett við jökulröndina, er stór og reglulegur hraungígur um kringdur af miklum gjallhólum. Dálítið norðar eru líka nokkrir gjallhólar. Frá þessum eldvörpum mun suðurhluti hraunsins runn- inn. Nyrst í hrauninu er svo röð af hraungígum á hjerumbil 2 km. löngu svæði. Fjórir syðstu gígirn ir eru aðskildir liver frá öðrum með dálitlu millibili, mjög mynd- arlegir gígir, brattir og háir, hlaðnir upp úr hörðu gljáandi hrauni. Norður af þessum gígum er svo röð af nokkurum ófullkomn um gígum og gosltleprum. Senni- lega heldur sprungan áfram inn undir jökulinn, því greinileg lægð gengur upp í jökulinn í beinu áframhaldi af þessum eldvörpum. Jökulbrúnin er þarna nokkuð brött, en ekki há, og er dálítill vatnsfarvegur milli hennar og hraunsins. Jeg gat ekki sjeð, að hraunið lægi nokkursstaðar inn undir jökulinn, ekki sáust þess nein merki, að jökullinn hefði gengið fram á hraunið. Fyrsta skifti, sem getið mun um Holuhraun, er í sambandi við ferð Pjeturs Pjeturssonar bónda á Hákonarstöðum suður með Vatna- jökli árið 1835 eða 1836. í Ferða- bók Þorv. Thoroddsen, I. bindi, bls. 259—260, segir svo um þessa för: „Nokkru fyrir vestan vaðið (á Jökulsá) komu þeir í þvílíkt vonskuhráun fyrir neðan jökulinn, að þeir vóru nærri búnir að missa hestana; þeir mistu undan þeim járnin og varajárn gengu upp, því hófarnir tættust sundur á hest- unum í hrauninu". Árið 1839 fóru þeir Björn Gunnlaugsson og Sigurður Gunn- arsson norður með jöklinum, en virðast hafa farið norðan við hraunið, eða yfir það nyrst, þar sem það var tiltölulega greiðfært. (Þjóðólfur 4. ár 1852, bls. 362— 365, Norðanfari 15 ár 1876, bls. 69—71 og 73—76). Vatnajökulsfararnir, undir for- ustu W. L. Watts, höfðu náttstað undir borgunum í norðanverðu hrauninu 1875, er þeir komu af Vatnajökli. Watts segir allmikinn sand í borgunum og hraunið þar umhverfis tiltölulega sljett. Við höfum valið okkur tjaldstað undir einni stærstu og fallegustu borg- inni. Þar stendur upp úr san&in- um aflangt box úr tini, sem vafa- laust hefir tilheyrt leiðangri Watts. (Across the Vatna-Jökull bls. 59—60). Landaleitarmennirnir þingeysku komu að Holuhrauni og fóru yfir það árið 1880, segja það ilt yfir- ferðar. Nefndu hraunið Kvísla- hraun. (Norðlingur 1880 bls. 99). Þorvaldur Thoroddsen fór, ár- ið 1884 norður með jökulröndinni, en telur það slæman veg vegna sandbleytu og hraunið Sjálft á- kaflega ilt yfirferðar. (Ferðabók T. bls. 361). Thoroddsen nefnir hraunið Holuhraun. Árið 1912 fór fyrv. skógrækt- arstjóri, Kofoed Hansen suður Vatnajökulsveg. Hann telur hraun ið mjög sandorpið og greiðfært. Mjer kemur hraunið þannig fyr ir sjónir, að það sje alt mjög sandorpið. Allur norðurhlutinn er greiðfær með hesta,, en suðurhlut- inn, sem er miklu stórskornari og hrikalegri, er sjálfsagt seinfarinn, þrátt fyrir sandinn, en þó vel fær með gætni. Hraunið hefir brotnað afskaplega á þessu svæði, stórar hraunbríkur hafa byltst um og endastungist og sjest á brotkönt- unum, sem upp vita, að þær eru samsettar af alt að þremur hraun- lögum. Þarna má líta hinar marg- víslegustu og fáránlegustu hraun- myndanir, en þrátt fyrir þetta, virðist tiltölulega auðvelt að rekja sig gegn um hraunið eftir sand- sköflunum í gjám, sprungum og lægðum milli hraunborganna. Það er sennilegt, að Holuhraun sje ekki gamalt. Ef marka má, hvernig hrauninu er lýst, fyrir röskum 100 árum og hvernig það er nú, má ætla, að það hafi sand- orpist mjög á þessu tímabili, sem síst er að furða, þar sem sandar liggjar að því á þrjá vegu og veður eru þarna oft hörð og sand- fok geysimikil. Ef hraunið var nærri ófært með hesta 1835, en er nú orðið tiltölulega greiðfært, má draga af því þá ályktun, að 1835 hafi hraunið verið mjög ungt. Fyrsti maður, sem vitað er með vissu, að farið hafi þarna með- fram jöklinum, var Pjetur Brynj- ólfsson, sonur Brynjólfs Pjeturs- sonar læknis á Austurlandi. Það var 1794. Pjetur var fylgdarmað- ur Sveins Pálssonar að Snæfelli sama ár. Eftir honum hefir Sveinn lýsingu á leiðinni vestur með jökl- inum og segir, að hann hafi farið með jökulröndinni og komi Jök- ulsá á Fjalli undan henni í 10 kvíslum. Holuhraun er.ekki nefnt á nafn og gæti maður freistast til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.