Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 8
360 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flagðið , . . Framh. af bls. 359. Dyrnar út að svölunum stóðu í hálfa gátt, og gegnum rifuna gat jeg greint endann á legu- bekk vinar míns. Þjer getið ekki ímyndað yður skelfingu mína, þegar jeg sá eitt af þessum vel þektu, brúnu stígvjelum! Hann hafði sennilega verið þarna allan tímann og sjeð ástaratlot okkar! Hvað áttum við að gera? Hún stóð upp og gekk í áttina út að svölunum. — Það var ó- skammfeilinn hörkusvipur á andliti hennar. — Hún opnaði dyrnar. „Jæja þá“, sagði hún, og það var bæði háð og grimd í málrómnum. „Nú þegar við og kaffið erum reiðubúin, þá er best að kalla á gamla skrögg- inn“. Hún hefði getað sparað sjer þessi orð. Maðurinn henn- ar var dáinn. Raufarhöfn Framh. af bls. 358. Kaupfjelag Norður-Þingeyinga hefir nýlega stofnað hjer snotra, litla verslun, sem mun hafa nóg að gera á sumrin, en trúað gæti jeg, að dauflegt væri á vetrum, meðan þorpsbúar ekki hefjast handa um iðnað eða eitthvað annað, sem gæfi atvinnu. Fólks straumurinn liggur frá á haustin, en að þegar vora tekur. Póstur og sími er þarna undir sama þaki og er símstöðin opin allan sólarhringinn meðan á síld- veiðinni stendur, en húsakynni þessara göfugu stofnana mega ekki aumari vera og alt ástandið eftir því. Jeg held þetta þorp eiga fram- tíð fyrir höndum. Gæti líklega orðið snotur og myndarlegur bær með tímanum, ef vel væri á hald- ið. Mjer var sagt, að góður foss, til virkjunar, væri á næstu grös- um og ekki vantar landrými, höfn nje fiskimið. Fólk er hjer margt myndarlegt og líklegt til átaka, ef forusta væri örugg. H BRIDGE « Talnflng, HVER sá, er vill verða góður spilamaður, verður að temja sjer að telja spilin, sem spiluð eru, svo að hann viti jafnan upp á hár, hve mörg spil eru inni í hverjum lit. Jafnframt verður hann að setja a sig, hvaða spil eru farin, og hver háspil eru eftir. Þetta er ofurauð- velt og lærist fljótt, en þó eru margir, sem spila ár eftir ár, og nenna aldrei að leggja það á sig, að fylgjast með spilunum. En ef menn temja sjer að setja vel á sig, hverju spilað hefir verið, kemst það upp í vana. Vandasamara, en ekki síður nauð synlegt, er að telja litina á hendi 'inótspilara. Það má oft ráða í það, hve mörg spil mótspilari hefir í hverjum lit, ef menn draga skyn- samlegar ályktanir af sögnunum og spilamenskunni. Án talningar er ekki með neinu öryggi hægt að spila menn í klípu (squeeze), og margar sagnir tapast því að óþörfu. . Um leið og blindur er lagður á borðið, veit hver spilamaður um 26 spil, og útspilið að auki. Eftir því, sem líður á spilið, verður litaskift- ingin ljósari, þangað til hægt er að gera sjer grein fyrir, hvernig hún hefir verið í upphafi og hve mörg spil í hverjum lit eru eftir á hverri hendi. Fastar reglur um útspil og Igjafir veita oft mikla hjálp í þessu efni. Oft og tíðum er vinningurinn kominn undir því, að svína háspili af mótspilara, og oft má svína á tvo vegu og í þriðja lagi spila upp á, að háspilið falli í. Ef menn fara svo „vitlaust í það“, er það talið af- sakanlegt. En margt oft má spila svo, að full vissa fáist um það, hvei ja leið á að velja, svo að engin hending geti ráðið. Hjer er dæmi: S: K, 10, 9, 8 H: D, 8, 3 T: K, G, 10 L: Á, 7, 5 S: 4, 3, 2 H: Á, K, 7, 6, 5, 2 T: 8 L. G, 3, 2 S: Á, D, G, 7, 6 H: G, 10, 4 T: Á, 9, 7 L: K, 4 V: N: S: A: S: 5 H: 9 T: D, 6, 5, 4, 3, 2 L: D, 10, 9 8, 6 Suður spilar 4 spaða, en Vestur hefir sagt 2 hjörtu: V N A S 1. HK H3 H9 HG 2. HÁ H8 T2 H4 3. H2 HD S5 H10 4. L2 16 L10 LK 5. S2 S8 T3 SÁ Suður sjer nú, að Austur hefir l.aft. á hendi eitt hjarta og einn spaða, en Vestur 6 hjörtu og 3 spaða. 6. S3 S9 L6 S6 7. S4 SK T4 S7 Tromfin eru búin hjá V, en S má nú ekki gefa fleiri slagi. Hvernig á hann nú að spila tíglinum? Af 6 spilum, sem V heíir á hendi, eru 3 hjörtu, en hin 3 geta verið tíglar. Suður leitar því enn fyrir sjer: V N A S 8. L3 LÁ L8 L4 9. LG L7 L9 SG V átti þá 2 lauf enn og getur ekki haft nema einn tígul, á hendi. 9 spilar því tígli undir kónginn og svínar í gegnum A. Það er ljóst, að hefði S ekki spilað laufinu tvisvar, hefði hann orðið að renna blint í sjóinn, á hvorn veginn hann átti að svína. Brown: Jeg sagði nokkuð við Jones: Jeg myndi vera þjer konuna mína fyrir viku, og hún þakklátur ef þú segðir mjer, hvað hefir ekki talað við mig síðan. þú sagðir við hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.